[dynamic_category_card]

Leiðsögn til verstu staða Evrópu

Portúgalar eru mestu klunnar Evrópu, Ítalía er full af betlurum og í Svíðþjóð eru flestir þjófar. Árið 1849 kom út furðuleg bók eftir breska skáldkonu sem hafði sitthvað slæmt að segja um öll lönd.

BIRT: 06/06/2023

Skáldkonan ferðaðist nær ekkert

Þegar hin 47 ára gamla prestsfrú mrs. Favell Lee Mortimer gaf út bók sína „The Countries of Europe“ árið 1849, hafði hún þegar skrifað 16 bækur – fyrir börn.

 

Vinsælasta bók hennar hafði selst í meira en milljón eintökum í 38 löndum.

 

Mrs. Mortimer hafð þannig mikla reynslu af ritstörfum þegar hún tók að lýsa löndum Evrópu og íbúum þeirra. Á þeim tíma hafði hún vissulega ferðast til Belgíu og Frakklands og þá eru reisur hennar upptaldar en það mátti einu gilda.

 

Hún blaðaði aðeins í nokkrum bókum – og hófst síðan handa við að skrifa um þjóðir sem hún hafði aldrei kynnst og vildi líklega ekki kynnast.

 

Heimur hennar átti upphaf sitt og endi í Englandi – landi sem Danmörk gat næstum því líkst.

 

Landaeinkunnir

♠ ♠ ♠ – Ekki alveg glatað

 

♠ ♠ – Varla viðbjargandi

 

♠- Heimsækið það aldrei

 

Mr. Mortimer sagði spænskar sveitir vera fullar af ræningjum og morðingjum.

Ræningjar í sveitum Spánar

Landaeinkunn – ♠

Það er fallegt á Spáni, viðurkenndi mrs. Mortimer en í sveitunum ráða morðingjar og ruplarar ríkjum.

 

„Þeir leynast í hellum í fjöllunum og í skógarþykkni“, varaði skáldkonan lesendur við.

 

Samkvæmt henni voru ránmorð svo algeng að ferðalangar gátu séð svarta krossa í löngum röðum meðfram öllum sveitavegum.

 

Matarmenning Spánverja var ekki heldur upp á marga fiska. Spánverjar éta mikið af söltuðum ólífum sem fæstir Bretar þekkja til – og það af góðum ástæðum:

 

„Bragðið er svo beiskt að ég er viss um að löndum mínum muni ekki líka það.“

 

Spánverjar eru lágvaxnir og grannholda og einatt sorgmæddir á svip. Unga fólkið elskar að dansa og syngja en annars er ekki margt þar sem hægt er að mæla með, að mati mrs. Mortimer: „Afar fáir kunna að meta bóklestur eða aðra nytsamlega iðju.“

 

Spánverjar eru ekki aðeins húðlatir, heldur einnig grimmlyndir, því þeir valhoppa síðan allir í blóðugt nautaat:

 

„Meira að segja sjálfir prestarnir sem ættu þó að sýna gott fordæmi“!

Í Rússlandi éta úlfarnir ungabörn og krakkarnir drekka brennivín

Landaeinkunn – ♠

Mrs. Mortimer var heldur betur spör á hrósið þegar komið var til Rússlands.

 

Þetta víðfeðma land væri ískalt og fullt af grimmum úlfum sem þyrðu samt ekki að ráðast á fullorðna karlmenn:

 

„En ef að barn er eitt á ferð í skóginum ráðast úlfar oftast á það og éta upp til agna“.

 

Rússneskir karlar láta hár sitt vaxa í slíkar lengdir að þeir neyðast til að binda það upp á kollinum til að geta séð út úr augunum.

Fyrir utan þorpin bíða gráðugir úlfar þess að ráðast á einmana börn.

Þeir voru samt betur útlítandi en hinir fátæku sem voru kallaðir hinir svörtu. „Því að þeir eru grútskítugir“, útskýrði prestfrúin.

 

Henni til mikillar furðu fóru samt allir vikulega í bað – án þess að það skipti nokkru máli!

 

Uppáhaldsmatur þeirra væri rúgbrauð sem þeir skola niður með tei:

 

„En þeir elska einnig brennivín og drekka það óspart – ekki í glösum heldur í könnum – og leyfa gjarnan börnum sínum að fá sér sopa.

Kaupmannahöfn var samkvæmt mrs. Mortimer svo kyrrlát að ætla mátti að enginn byggi þar.

Danmörk: Aðeins skárri en Holland

Landaeinkunn ♠ ♠ ♠

Danmörk var eitt örfárra landa sem mrs. Mortimer kunni að meta.

 

Landið minnti nefnilega á England – án þess þó að hún hafi látið hrifninguna hlaupa með sig í gönur:

 

„Danmörk er flatt land en þó ekki eins blautt og ljótt og Holland“.

 

Höfuðborg landsins er samkvæmt skáldkonunni afar falleg en einnig stórfurðuleg:

 

„Hún er svo kyrrlát og hljóðlaus að maður gæti ætlað að þar byggi enginn“.

 

En mrs. Mortimer kunni að meta þessa kyrrð. Hún hafði samt tekið eftir öllu verri einkennum Dana:

 

„Þeir eru alltof skemmtanaglaðir!“

 

En Dönum til varnar benti hún á að þeir – ólíkt flestum öðrum löndum í Evrópu – drykkju ekki. Ferðalangur nokkur sem dvalist hafði í nokkra mánuði í Danmörku, hafði nefnilega lýst yfir aðdáun sinni á þessari litlu norrænu þjóð:

 

„Í þessu landi sá ég aldrei krypplinga, betlara eða drukknar manneskjur – hvorki á daginn né á kvöldin“.

 

Bindindiskonan mrs. Mortimer taldi þetta vera nokkuð sem Englendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar.

Ítalskir betlarar og glaumgosar

Landaeinkunn – ♠

Burtséð frá hnignun húsanna, hafði ekkert breyst í höfuðborginni Róm frá því að rómverskir keisarar réðu þar ríkjum.

 

„Þetta var viðurstyggileg borg á þeim tíma, full af hjáguðum og grimmlyndi – og þetta er ennþá viðurstyggileg borg“, staðhæfði hún.

 

Ítalir voru dökkir á húð og hár, sorgmæddir og varir um sig.

 

„Og það er skiljanlegt að þeir séu sorgmæddir því að ástand landsins er dapurlegt“.

 

Skáldkonan kvað marga unga Ítala fara til Englands sem væri ekki undarlegt:

 

„Maður þarf ekki annað en að sjá alla skarana af betlurum á Ítalíu. Það tekur á að sjá alla fátæklingana íklædda gatslitnum lörfum, marga alsetta kaunum og aðra með brotna útlimi“.

Ítalir voru samkvæmt mrs. Mortimer alltaf að leita að peningaspilum og skemmtunum.

Hlutskipti annarra Ítala var litlu skárra að mati bresku prestsfrúarinnar, sem voru fávísir og sóuðu tíma sínum:

 

„Helsta ánægja þeirra felst í að spila upp á peninga. Stundum með spilum en einnig með fingrunum einum saman“.

 

En bjánagangurinn takmarkaðist ekki við sífelld peningaspil:

 

„Stundum heldur fólkið með grímur út á göturnar og hleypur þar um til að sjá hvort að aðrir þekki það með andlitin hulin. Eins skemmta Ítalir sér við að halda á logandi kertum og reyna að blása á kerti annarra en verja logann á eigin kerti“.

 

Mrs. Mortimer þótti óbærilegt að horfa upp á fullorðið fólk sólunda tíma sínum með þessum hætti. Það sama átti við um áhuga Ítala á málverkum og styttum:

 

„Þeir hafa miklu meiri áhuga á fögrum hlutum, heldur en nytsamlegum. Þessu er öfugt farið hjá Englendingum“.

Frú Mortimer fannst lítið til koma ást fátækra Íra á kartöflum.

Írland; Níðurnídd hús og kartöflur alla daga

Landaeinkunn – ♠

Saggafullt, skítugt með aragrúa af fátæklingum – Írland var sannarlega ekki land sem mrs. Mortimer gat mælt með. „Engin hreysi í Evrópu voru jafn vesæl og hýbýli Íra“, skrifaði hún.

 

Niðurnídd húsin voru ekki með skorsteina, heldur var reykurinn leiddur í gegnum göt á veggjunum sem gegndu einnig hlutverki dyra og glugga.

 

Þegar rigndi – sem var næstum alltaf – rann vatnið í gegnum óþétt þökin. En fyrir gestkomandi var það versta að innandyra var engin húsgögn að finna:

 

„Í einu horninu var hálmhrúga með teppi ofan á. Það er rúmið. Í hinu horninu lá svín í mun skítugra bæli“.

 

Í landinu bjuggu samkvæmt mrs. Mortimer nær einvörðungu fátæklingar, því að hinir efnameiri flýja til Englands. Og það var hörmung að umgangast þessa bláfátæku Íra í gatslitnum lörfum.

 

Ferðalangar áttu ekki heldur neitt erindi til Írlands til að bragða á góðum mat. „Það eru kartöflur í öll mál! Í morgunmat, miðdegisverð og kvöldmat“, skrifaði skáldkonan.

 

Meira að segja var trú Íra skelfileg: „Þetta er einhver hræðileg afbökun á réttum og eiginlegum kristnidómi!“

Frakkland er martröð allra kónga

Landaeinkunn – ♠ ♠

Fyrir konungssinna eins og mrs. Mortimer var Frakkland undarlegt land. Frá því í byltingunni 1789 höfðu Frakkar gert landið að hreinasta helvíti fyrir kónga.

 

„Síðasti konungurinn yfirgaf höll sína í miklum flýti, enda var æstur múgur samankominn fyrir neðan glugga hans og hann óttaðist um líf sitt!“

 

Loðvík Filippus 1. náði ekki einu sinni að klára málsverðinn, heldur þurfti hann að flýja ásamt konu sinni í gegnum götur borgarinnar til að forða því að missa höfuðið:

 

„Og hvert fór hann? Til Englands. Þar er öruggt skjól fyrir franska konunga“, sagði sú breska.

 

Frakkar eru hins vegar ákaflega kurteisir – kurteisari en nokkrir aðrir í Evrópu. En samkvæmt mrs. Mortimer er það samt aðallega sýndarmennska:

 

„Frakkar hrósa öðrum óspart til að koma sér í mjúkinn hjá þeim en hrósið er yfirleitt innantómt orðskrúð“.

Frakklandskonungar urðu að flýja í hvert sinn sem uppreisn skall á landið. Sem betur fer var það ekki þannig í Englandi samkvæmt frú Mortimer.

Miðað við hið ástkæra England prestsfrúarinnar var Frakkland fullt af fátæklingum sem höfðu ekki einu sinni efni á uppáhaldsdrykk enskra: Heitu tei.

 

„Vesalingarnir geta ekki keypt sér te en stundum, einkum þegar þeir eru veikir, setja þeir dálitla sykurögn út í vatn til að gera sér dagamun“.

 

Á hinn bóginn dáðist sú breska að skynsamlegri afstöðu Frakka til drykkju áfengis:

 

„Í Englandi er algengt að fátækt fólk sé drukkið en það er ákaflega fágætt í Frakklandi. Stundum pískrar þó fólk sín á milli, bendir á einhvern og segir: Þessi var einu sinni fullur“.

 

Prestsfrúin viðurkenndi þó að París væri falleg borg með mörgum verslunum og vel klæddu fólki. Allt þurfti það samt að deila húsnæði, þannig að ein fjölskylda gat aðeins verið með eina hæð, „og herbergin eru ekki eins þægileg og í Englandi“.

Allt frá því að Loðvík 16. var settur í fallöxina árið 1793, rak hver byltingin aðra.

Nokkur sannleikskorn frúarinnar

  • 1789-1799

Franska byltingin geisar. Loðvík 16. og drottningin Marie-Antoinette eru tekin af lífi.

 

  • 1830

Í svonefndri júlí-byltingu ræðst alþýðan gegn endurreistu konungdæmi. Karl 10. verður að flýja úr landi.

 

  • 1832

Nýr konungur, Loðvík Filippus 1., lendir í miklum hrakningum þegar lýðveldissinnar í júní-byltingunni reyna að steypa konungdæminu.

 

  • 1848

Eftir margra ára félagslega neyð berst byltingarandinn yfir alla Evrópu og skellur síðan aftur á Frakklandi. Konungdæmið er endanlega afnumið og Loðvík Filippus flýr land. Frakkland verður lýðveldi.

Svíþjóð: Land þjófa og fanga

Landaeinkunn – ♠ ♠

Dvöl í Svíþjóð var sannarlega eitthvað sem mrs. Mortimer gat hreint ekki mælt með.

 

Vissulega kunnu flestir að lesa og það mátti finna bókabúðir í öllum bæjum. En það var rangt að ætla að Svíar séu þess vegna vænir og skynsamir.

 

„Alls ekki! Það er ekki til annað land í Evrópu með jafn marga þegna í fangelsi“, benti hún á.

 

Samt væru í Svíþjóð færri ræningjar en t.d. á Sikiley en þar er þjófunum hreint ekkert refsað. Það gátu þó Svíarnir gert.

 

„Þrátt fyrir það halda þeir áfram að stela!“

Ótrúlegur fjöldi Svía sat í fangelsi. Og hinir sem ekki sátu þar voru á leiðinni þangað, sagði mrs. Mortimer.

Samkvæmt frúnni átti Svíþjóð jafnframt við annan stóran vanda að stríða:

 

„Svíarnir bölva og ragna í sífellu – bæði yfirstéttin sem og fátæklingar“.

 

Húsakostur Svía var heldur ekki mrs. Mortimer að skapi. Hýbýlin eru svo lítil að það þarf að stafla upp rúmum, hverju ofan á öðru til að rýma til.

 

„Maður verður að klifra upp tröppur og gæta þess að detta ekki niður og missa af rúmi“.

 

Að sama skapi myndi mataræði Svía valda vonbrigðum, því að yfirleitt var boðið upp á reykt kjöt eða hráan lax:

 

„En Svíarnir borða þetta oft með ediki og pipar“.

Þýskar konur lesa ekki en eru alltaf að prjóna og spinna.

Þýskar konur prjóna allan daginn

Landaeinkunn – ♠ ♠ ♠

Þýskaland var indælt land með heilbrigðum manneskjum, fallegum fjöllum og skógum, að mati mrs. Mortimer, með þó ýmsum fyrirvörum:

 

„Maður sér hins vegar ekki falleg græn engi og hekk, þakin blómum sem eru svo falleg í Englandi“.

 

Hýbýli þýskra voru heldur ekki eins fín og heima hjá henni. „Það má finna kommóðu með hillum, gardínur og eldavélar en þetta er flest skítugt og ósmekklegt“.

 

Ástæðan er sú að konurnar eru sjaldan heima og þá alltaf uppteknar við að prjóna og spinna. Eins lásu þær sjaldan bækur og þegar þær gerðu það, þá voru þetta bækur um uppdiktaðar persónur.

 

„Það væri betra að lesa ekki neitt heldur en að lesa svoleiðis bækur“, þrumaði Mortimer.

 

Hún viðurkenndi þó að þýskir væru kurteisir og hugulsamir: „En það væri betra ef þeir væru snyrtilegri og hreinlátari – einkum fátæklingarnir!“

Portúgal: Mestu klunnar Evrópu

Landaeinkunn – ♠

Land sem er fullt af hæfileikasnauðum klaufabárðum – þetta var álit mrs. Mortimer á Portúgal

 

„Það er með ólíkindum hvað smiðirnir þar eru lélegir“, kvartaði skáldkonan og bætti við að vagnhjólin væru svo illa smíðuð að mesta furða var að þau skyldu yfirleitt snúast!

 

Portúgalir eru, rétt eins og Spánverjar, húðlatir, „en þeir eru með hvítari tennur af því að þeir reykja aldrei“, bætti hún við.

Ekki er vitað hvort þessi smiður er frá Portúgal en það gæti skýrt ýmislegt.

Lissabon er falleg úr fjarlægð en þegar nær dregur kemur allt annað í ljós:

 

„Göturnar eru fullar af drasli og subbuskap. Flokkar af grútskítugum hundum eru úti um allt og út úr húsunum berst hinn versti fnykur“.

 

Ennþá verra var að dvelja næturlangt í borginni: „Hún er full af alls konar skorkvikindum og maður er bitinn upp til agna um nætur!“

 

Noregur: Fyllibyttur og heimabruggarar

Landaeinkunn – ♠ ♠

Norðmenn voru samkvæmt mrs. Mortimer hávaxnir, sterkir og furðulega heiðarlegir.

 

„Á sumrin lætur fólkið dyrnar standa galopnar en engir þjófar eru á ferðinni, ekki einu sinni í borgunum. Girðingar og lásar eru ónauðsynlegir í Noregi“, fullyrti hún.

Norðmenn voru heiðarlegir, en allt of hrifnir af áfengi, sagði frú Mortimer.

Hins vegar á þjóðin við hrikalegan áfengisvanda að stríða.

 

„Versti galli Norðmanna er áfengisdrykkja þeirra. Þeir elska áfengi sem kallast finkel – sem minnir á gin en er bruggað úr kartöflum“.

 

Skáldkonan staðhæfði að í hverjum einasta bæ mætti finna bruggtæki til að framleiða finkel:

 

„Ó, hver veit hvaða harm bruggtæki þessi hafa orsakað!“

Lestu meira um heimsýn frú Mortimer

Favell Lee Mortimer: The Countries of Europe Described, 1849

F.L. Mortimer, Todd Pruzan: The Clumsiest People in Europe, Bloomsbury, 2006

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

© Heritage Images/Getty Images,© Shutterstock,© Imageselect/montage,© Leemage/Getty Images,© Archives Charmet/ Bridgeman Images,© Rischgitz/Stringer/Getty Images,© Archivist/Imageselect,© Heritage Images/Getty Images,© Universal History Archive/UIG/Bridgeman Images,

[dynamic_category_card]

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

[dynamic_category_card]

Köngulóin er sköpuð til að myrða

[dynamic_category_card]

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

[dynamic_category_card]

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

[dynamic_category_card]

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

[dynamic_category_card]

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

[dynamic_category_card]

Getur kláði verið smitandi?

[dynamic_category_card]

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

[dynamic_category_card]

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

[dynamic_category_card]

Genagalli gerir albínóa hvíta

[dynamic_category_card]

Hið fullkomna morð er dautt

[dynamic_category_card]

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is