Lifandi Saga

Leiðtogar Sovétríkjanna stjórnuðu með ótta og gullnum loforðum

Sovétríkin urðu til eftir fall keisarans. Nú voru sem dæmi leiðtogarnir kosnir með lýðræðislegum hætti. Í raun voru leiðtogarnir sérlundaðir einræðisherrar með alveg jafnmikil völd og hinn hataði keisari.

BIRT: 14/02/2023

Í margar kynslóðir höfðu keisarar Rússlands neitað að deila völdum þar til byltingin árið 1917 neyddi síðasta keisarann, Nikulás 2., til þess að segja af sér. Til þess að byggja upp efnahagslíf landsins sem var í molum drógu Rússar sig úr fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Lífið í ráðstjórnarríkjunum þróaðist yfir í ógnarstjórn, þar sem sérhver andmæli gegn opinberri línu valdhafa gat kostað menn lífið. Upp úr 1980 reyndi aðalritarinn Mikhail Gorbachev að koma á nokkrum umbótum með auknu frelsi en það reyndist vera allt of seint. Eftir fáein ár hrundu Sovétríkin endanlega árið 1991.

1. Lenín (1917-1922)

Lenín fékk fyrsta heilablóðfallið í maí 1922 og eftir það stjórnuðu aðrir í hans stað. Sovétríkin voru stofnuð opinberlega í desember 1922.

Samyrkjubúskapur olli hungursneyð

Dráp á óvopnuðum mótmælendum fyrir framan vetrarhöll keisarans árið 1905 gerði byltingarsinnann Vladimir Ilich Uljanov öskureiðan. „Öreigarnir hafa risið upp gegn keisaranum!“ þrumaði Uljanov í verkalýðsritinu „Áfram!“

 

Sjálfur þurfti Uljanov að lifa í útlegð m.a. í Danmörku undir dulnefninu Lenín og þurfti að bíða til ársins 1917 þegar byltingin braust út.

 

Óánægðir hermenn og verkamenn flykktust um Lenín eftir að kommúnistar höfðu náð völdum. Lenín undirritaði friðarsamkomulag við Þýskaland og þjóðnýtti m.a. landbúnað, banka og iðnað. Úkraína hafði lýst yfir sjálfstæði eftir fall keisaradæmisins en var neydd til að undirrita sáttmála sem innlimaði hana í nýju Sovétríkin.

 

Þessar hröðu umbreytingar í landbúnaði og iðnaði ollu miklum skorti á matvælum og allt að 5 milljónir létust úr hungri. Bændur neyddust til þess að sætta sig við ok samyrkjubúskapsins.

 

Á síðustu árum sínum var Lenín bundinn við hjólastól eftir mörg heilablóðföll og á meðan stjórnaði m.a. Stalín í hans stað. Lenín lést úr enn einu heilablóðfallinu árið 1922.

2. Stalín (1922-1953)

Sigurinn yfir Þýskalandi átti sinn þátt í að skapa goðsöguna um Stalín sem „járnkarlinn“ sem lét aldrei bugast.

 Óvinir aflífaðir í röðum

Jósef Stalín var um áraraðir einn nánasti bandamaður Leníns en í erfðaskrá sinni varaði Lenín við taumlausri valdagræðgi Stalíns. Þegar Lenín lést hrifsaði Stalín völdin í Sovétríkjunum og faldi erfðaskrána til að hún yrði ekki opinberuð.

 

Og Lenín hafði á réttu að standa; m.a. voru allir herforingjar sem grunaðir voru um óhollustu dæmdir til dauða í sýndarréttarhöldum, meðan leigumorðingi sló ísexi í höfuð helsta keppinautar Stalíns, Lev Trotskí. Sýndarréttarhöldin fólu í sér að her Sovétríkjanna skorti dugandi herforingja þegar Hilter gerði innrás í Sovétríkin.

 

En miskunnarleysi Stalíns varð til að Sovétríkin náðu á endanum að sigra Þýskaland með gríðarlegu mannfalli og stóðu eftir sem stórveldi. Heimurinn skiptist nú í tvær meginblokkir og völd Stalíns náðu langt út fyrir landamæri Sovétríkjanna.

 

Hann kom upp ríkisstjórnum í m.a. Póllandi og Tékkóslóvakíu sem voru hliðhollar Moskvu til þess að styrkja varnir sínar gegn V-Evrópu. Árið 1953 hneig Stalín niður í svefnherbergi sínu eftir að hafa fengið heilablóðfall. Læknar þorðu ekki að bregðast við af ótta við að gera einhver mistök og einræðisherrann lést fjórum dögum seinna.

3. Níkíta Khrústsjov (1953-1964)

Níkíta Khrústsjov vakti mikla athygli þegar hann fór úr skónum og barði honum í ræðupúltið á fundi SÞ

Mislyndi kostaði hann starfið

Leiðtogi sovétlýðveldisins Úkraínu, Níkíta Khrústsjov, komst til valda eftir dauða Stalíns. Khrústsjov hafði stutt hreinsanir Stalíns með ráðum og dáð sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið „Slátrarinn frá Úkraínu“.

 

En sem leiðtogi Sovétríkjanna veitti hann mörgum föngum frelsi, losaði tök flokksins á listum og heimsótti BNA, þar sem hann heillaði marga. En þegar Ungverjar reyndu að slíta sig frá sovéskri stjórn var uppreisnin miskunnarlaust barin niður.

 

Sambandið við kínverska kommúnista kólnaði verulega þegar Khrústsjov skipti um skoðun og neitaði að afhenda teikningar að smíði kjarnorkusprengju. Aðalritarinn þótti afar uppstökkur en í Kúbu-deilunni árið 1962 hélt hann ró sinni og náði diplómatískri lausn með BNA.

 

Það átti eftir að verða honum að falli. Meirihluti félaga hans í kommúnistaflokknum snérist gegn honum, enda þótti Khrústsjov hafa sýnt mikinn veikleika í samningaviðræðunum. Árið 1964 var hann settur af en ólíkt mörgum öðrum flokksfélögum fékk hann leyfi til að deyja í friði nokkrum árum síðar.

Leonid Brezhnev (1964-1982)

Brezhnev hlaut alls 114 sovéskar orður og flestar veitti hann sjálfum sér.

Íhaldskommúnismi rústaði efnahagnum

Arftaki hins mislynda Khrústsjovs var hinn ískaldi Brezhnev, pólitískur kommissar úr skriðdrekaverksmiðju. Hann sigaði KGB á pólitíska andstæðinga og herti tökin á austur-evrópskum þjóðum. Þegar Tékkóslóvakía hugðist standa fyrir umbótum sendi hann skriðdreka á götur Prag og kom upp leiðitamri leppstjórn.

 

Brezhnev stækkaði kjarnorkuvopnabúrið þannig að það jafnaðist á við kjarnorkuvopn BNA. Saman réðu stórveldin tvö yfir 50.000 kjarnorkusprengjum – nóg til að gjöreyða jörðinni 50 sinnum. Hann var svo ánægður með verk sín að hann veitti sjálfum sér ótal orður, m.a. átta sinnum hina eftirsóttu Lenín-orðu.

 

Íhaldssemi Brezhnevs og einbeitt andstaða gegn hvers konar umbótum hægði á efnahagslífinu en öll gagnrýni var bönnuð. Jafnvel hin misheppnaða innrás í Afganistan árið 1979 var í fjölmiðlum sögð hafa gengið mjög vel. Við andlát Brezhnevs árið 1982 hafði hagvöxtur Sovétríkjanna fallið úr 4,9 prósentum árið 1965 niður í 1,9 prósent og fimmti hver borgari var atvinnulaus.

Mikhail Gorbachev (1985-1991)

Á valdatíma Gorbachevs styrktist sambandið við BNA, m.a. í sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna.

Umbótasinni veitti náðarhöggið

Eftir áralanga efnahagskreppu sá nýi aðalritari Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, í hendi sér árið 1985 að umbætur væru nauðsynlegar. Undir slagorðunum glasnost (opnun) og perestrojka (endurbygging) heimsótti þessi 54 ára gamli sovétleiðtogi m.a. verksmiðjur og hlustaði á gagnrýni verkamannanna.

 

Verkföll voru leyfð og erlend fyrirtæki voru hvött til að fjárfesta í Sovétríkjunum. Gorbachev samdi við BNA um fækkun kjarnorkuvopna og lauk stríðinu í Afganistan. Fyrir vikið hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1990.

 

Gorbachev skildi mikilvægi fjölmiðla og var oft myndaður hinn slakasti, m.a. með forseta BNA, Ronald Reagan. Tilraunir til að fela slysið í Chernobyl-kjarnorkuverinu sýndu þó fram á takmarkanir glasnosts. Eftir fall Berlínarmúrsins fóru Sovétríkin að leysast upp. Þegar Gorbachev dró sig í hlé árið 1991 var ríkjasambandið dautt.

 

„Gamla kerfið hrundi, áður en hið nýja fékk tíma til þess að virka“ sagði Gorbachev vonsvikinn í afsagnarræðu sinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Natasja Broström, Bue Kindtler-Nielsen

© Pavel Semyonovich Zhukov, © U.S. Signal Corps Photos, © New York Daily News Archive/Getty Images, © AFP/Ritzau Scanpix, © White House Photographic Collection

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.