Search

Leirbrot kostuðu Breta 15 ár á bak við lás og slá

Jarðfræðingur á eftirlaunum hugðist taka örlítinn minjagrip heim frá ferð sinni um Írak - en nú hefur fríið breyst í langa fangelsisvist.

BIRT: 20/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Látum fornminjar liggja. Alltaf. Jafnvel þótt aðeins sé um leirbrot að ræða. Svona hlýtur kenningin að hljóma eftir frekar harðan dóm.

 

Hinn 66 ára breski Jim Fitton var á ferðalagi um Írak þar sem þessi jarðfræðingur á eftirlaunum tók þátt í  skoðunarferð um hina fornu borg Eridu. Fararstjórinn á að hafa sagt honum að það væri í lagi að hafa með sér nokkur leirbrot sem minjagripi. Og það var einmitt það sem Bretinn gerði.

 

Þeirri ákvörðun sér Fitton eftir í dag. Þegar hann var á leið heim nokkrum dögum síðar fundu tollverðir leirbrotin í farangri hans og var hann samstundis handtekinn. Eftir tíu vikur á bak við lás og slá var mál hans tekið fyrir við dómstólinn í Bagdad.

 

Vegna eldri laga frá  tímum Saddams Husseins átti breski eftirlaunaþeginn það á hættu að vera dæmdur til dauða, sem varð til þess að fjölskylda hans í Englandi biðlaði til dómstólsins:

 

„Jim hefur oft tekið litla minjagripi með sér heim frá ferðum sínum – til að minnast ferðarinnar og deila upplifun sinni með okkur. Fyrir honum var það í raun ekkert öðruvísi en að koma með lítinn stein af ströndinni til að minnast fjölskylduferðalags,“ útskýrði tengdasonur Fitton.

Bretinn safnaði leirbrotunum í skoðunarferð um hina fornu borg Eridu. Rústir hinnar 7.400 ára gömlu borgar eru staðsettar við Efrat ána í suðurhluta Íraks.

Dómnum áfrýjað

Dómstóllinn í Bagdad gaf ekki mikið fyrir þessa skýringu og dæmdi Fitton í 15 ára fangelsi.

 

„Skjólstæðingur minn á ekki skilið þessa refsingu. Fornmunirnir sem fundust hjá honum voru steinar og leirbrot og hafa ekkert fornleifafræðilegt gildi,“ útskýrir írakski lögfræðingur Fitton, sem mun áfrýja dómnum.

BIRT: 20/06/2022

HÖFUNDUR: Af Benjamin Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Thais Gilo

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is