Maðurinn

Líf þitt fylgir ákveðinni stefnu

Sú ákvörðun þín að byrja daginn á kaffibolla getur komið heimspekingum og eðlisfræðingum í hár saman. Tókst þú í raun og veru þessa ákvörðun – eða hefur hún legið fyrir frá upphafi alheimsins? Nú nálgast vísindamenn svarið – og svarið ógnar okkar eigin frjálsa vilja.

BIRT: 21/05/2023

Reyndu nú að virða þig fyrir þér utan frá eitt augnablik. Þú situr kannski í þægilegum stól og ert að lesa en hvernig siturðu? Og hvað kom þér til að lesa einmitt þessa grein?

 

Veltu því fyrir þér hvaða ákvarðanir leiddu þig þangað sem þú ert núna. Tókstu raunverulega einhverjar ákvarðanir á leiðinni hingað eða gerðist þetta eiginlega sjálfkrafa?

 

Og ef þú tókst ákvörðun, á hverju byggðir þú hana?

 

Mikilvægasta spurningin er kannski hvort aðgerðir þínar séu byggðar á ákvörðunum hins frjálsa vilja eða hvort þær stýrist einungis af ómeðvituðum ferlum í heilanum.

 

Að hafa frjálsan vilja merkir að þú hafir í raun og veru átt þess kost að taka aðrar ákvarðanir en þú gerðir. Flestir fullyrða að þeir hafi þann hæfileika. En vísindin hafa aðra sögu að segja.

Frjáls vilji er í hefðbundinni merkingu nær dauða en lífi

Heilasérfræðingar hafa afhjúpað að ákvarðanir eru afleiðingar rafvirkni í heilanum – virkni sem lýtur lögmálum eðlisfræðinnar án möguleika á frávikum.

 

Þar með er frjáls vilji í hefðbundinni merkingu nær dauða en lífi og vísindamenn rökræða nú hvort það sé þess virði að endurvekja hugtakið og gefa því nýja merkingu.

 

Hver sem ástæðan kann að vera benda fjöldamargar rannsóknir til þess að sú tilfinning að viljinn sé frjáls sé í rauninni eins konar sjónhverfing.

 

Vísindamenn eru nú að öðlast skilning á því hvernig heilinn skapar þessa sjónhverfingu – og þeir geta nú þegar haft ákveðna stjórn á þeirri tilfinningu fólks að það hafi stjórn á líkama sínum.

 

Gömul kenning fær uppreist æru

Árið 1985 gerði bandaríski taugasérfræðingurinn Benjamin Libet tilraun sem æ síðan hefur verið þungamiðjan í rökræðum um frjálsan vilja.

 

Libet safnaði saman hópi stúdenta sem hann bað að hreyfa höndina hvenær sem þeir vildu og mældi samtímis heilabylgjur þeirra með EEG-tækni.

 

Hálfri sekúndu áður en höndin hreyfðist afhjúpuðu mælingarnar einkennandi heilabylgjur sem kallast „readiness potential“ (möguleiki undirbúinn) sem mörkuðu fyrsta undirbúning hreyfingarinnar.

 

Það var þó ekki fyrr en 350 millisekúndum síðar sem þátttakandinn fann sig hafa tekið ákvörðun um að hreyfa höndina.

 

Niðurstaðan varð sú að ómeðvitaði hluti heilans hefði tekið ákvörðun og síðan talið meðvitaða hlutanum trú um að hann hefði tekið sjálfstæða ákvörðun.

 

Aðrir vísindamenn hafa síðan hvað eftir annað staðfest niðurstöður Libets en túlkun þeirra er hins vegar enn til umræðu.

Heilinn skapar falska yfirráðaímynd

Þig langar í kaffi og ákveður að fá þér einn bolla. Þú telur þig hafa fulla sjálfstjórn en það er ímyndun. Þegar þú tókst ákvörðunina var heilinn löngu búinn að undirbúa hana.

Ennisblöð vekja kaffiþorsta

Fremst i ennisblöðunum verður til löngun í kaffisopa. Löngunin byggist á boðum frá fjölmörgum heilastöðvum – t.d. undirstúkunni sem er þorstamiðstöð heilans. Ennisblöðin safna upplýsingunum saman og byrja, án þinnar vitneskju, að áætla hvernig hreyfingin skuli gerð.

Heilinn tekur afstöðu til aðgerða

Þegar löngun í kaffi hefur myndast, metur heilinn hvort hann eigi að uppfylla óskina eða gefa aðgerðina fyrirfram upp á bátinn. Þetta mat er unnið framarlega í heilaberkinum og þú getur mögulega gert þér þetta ljóst – en þú getur ekki haft áhrif á niðurstöðuna.

Heilabörkurinn sendir höndina

Ákveði heilinn að verða við óskinni um kaffi, eru boð send til hreyfistöðvanna aftar í heilaberkinum. Þaðan berast rafboð til mænunnar og áfram til vöðvanna, þannig að höndin lyftist og teygir sig í kaffibollann.

Hvirfilblaðið sannfærir þig

Ekki fyrr en höndin er lögð af stað í átt að bollanum myndast sú tilfinning að þú hafir ákveðið að fá þér kaffi. Þessi tilfinning skapast á svæði sem nefnist „praecunus“ í hvirfilblöðunum. Án hennar fyndist þér að einhver annar væri að nota hönd þína til að taka kaffibollann.

Heilinn skapar falska yfirráðaímynd

Þig langar í kaffi og ákveður að fá þér einn bolla. Þú telur þig hafa fulla sjálfstjórn en það er ímyndun. Þegar þú tókst ákvörðunina var heilinn löngu búinn að undirbúa hana.

Ennisblöð vekja kaffiþorsta

Fremst i ennisblöðunum verður til löngun í kaffisopa. Löngunin byggist á boðum frá fjölmörgum heilastöðvum – t.d. undirstúkunni sem er þorstamiðstöð heilans. Ennisblöðin safna upplýsingunum saman og byrja, án þinnar vitneskju, að áætla hvernig hreyfingin skuli gerð.

Heilinn tekur afstöðu til aðgerða

Þegar löngun í kaffi hefur myndast, metur heilinn hvort hann eigi að uppfylla óskina eða gefa aðgerðina fyrirfram upp á bátinn. Þetta mat er unnið framarlega í heilaberkinum og þú getur mögulega gert þér þetta ljóst – en þú getur ekki haft áhrif á niðurstöðuna.

Heilabörkurinn sendir höndina

Ákveði heilinn að verða við óskinni um kaffi, eru boð send til hreyfistöðvanna aftar í heilaberkinum. Þaðan berast rafboð til mænunnar og áfram til vöðvanna, þannig að höndin lyftist og teygir sig í kaffibollann.

Hvirfilblaðið sannfærir þig

Ekki fyrr en höndin er lögð af stað í átt að bollanum myndast sú tilfinning að þú hafir ákveðið að fá þér kaffi. Þessi tilfinning skapast á svæði sem nefnist „praecunus“ í hvirfilblöðunum. Án hennar fyndist þér að einhver annar væri að nota hönd þína til að taka kaffibollann.

Margir vísindamenn andmæla því að möguleikaundirbúningur Libets sé bein ákvörðun heilans en telja þetta fremur tilviljanakennd hugrenningatengsl sem eigi svo þátt í lokaákvörðuninni.

 

Sálfræðingurinn og taugasérfræðingurinn Aaron Schurger gerði árið 2020 talsvert breytta útgáfu af tilraun Libets einmitt til að prófa þessa nýju skýringu á niðurstöðum Libets.

 

Hann þjálfaði algóriþma til að greina milli mismunandi gerða af heilabylgjum og sýndi fram á að möguleikaundirbúningur eða „readiness potentials“ greinir sig alveg skýrt frá tilviljanakenndum hugrenningatengslum. Niðurstaða tilraunarinnar styður sem sagt hina gömlu kenningu Libets.

 

Hvort ákvarðanir okkar eru teknar samtímis því að við verðum meðvituð um þær eða jafnvel fyrr, er þó ekki afgerandi varðandi það hvort við höfum frjálsan vilja.

 

Spurningin um frjálsan vilja ristir miklu dýpra en svo – alveg niður í grundvallarlögmál alheimsins.

 

Val þitt er fyrirfram ákveðið

Ísak Newton gjörbylti sýn okkar á heiminn 1687. Hann setti fram þrjú lögmál um hreyfingar hluta og þessi lögmál eru algild í alheiminum öllum.

 

Afleiðingin er sú að fræðilega séð ættum við að geta sagt fyrir um alla framtíð alheimisins í smáatriðum.

 

Klassísk skýring á lögmálum Newtons felst í því að nota billjarðkúlur á borði sem dæmi. Ef við þekkjum hraða kúlnanna, massa og stöðu í upphafi, getum við séð fyrir hreyfingar þeirra um alla eilífð.

 

Framtíð kúlnanna er sem sé fyrirfram ráðin strax í upphafi.

Framtíðarhreyfingar billjarðkúlna eru fyrirfram ráðnar af lögmálum eðlisfræðinnar. Virknin í heila þínum lýtur sömu lögmálum.

Þótt lögmál Einsteins hafi síðar komið í stað lögmála Newtons, haggar það ekki þessum grundvelli. Og þar eð hugsanir okkar eru í rauninni afleiðingar af árekstrum smásærra billjarðkúlna – í formi frumeinda – hljóta allar ákvarðanir okkar að hafa verið fastráðnar allt frá upphafi alheimsins.

 

Sé þetta rétt, er frjáls vilji fræðilega ekki mögulegur.

 

En stenst þetta? Sumir vísindamenn hafa reynt að bjarga hugtakinu „frjáls“ með svonefndri flækjukenningu sem segir að heild geti orðið meira en summa af einstökum hlutum heildarinnar.

 

Hugmyndin er sú að frjáls vilji geti staðist, þrátt fyrir að einstakar frumeindir í heilanum fylgi lögmálum eðlisfræðinnar, rétt eins og flókin veðurfyrirbrigði myndast langt í burtu frá einfaldari fyrirbrigðum, svo sem tveimur loftsameindum sem skella saman.

 

Flækjukenningin haggar því þó ekki að veðurfyrirbrigði eða hugsanir séu fyrirfram ákveðin. Hún segir bara að þessi fyrirbrigði séu ekki fyrirsjáanleg.

 

Skammtafræðin gæti líka komið til björgunar. Samkvæmt þessari kenningu eru sumir atburðir algerlega háðir tilviljunum. Jafnvel þótt við vissum alveg allt um allan alheiminn, gætum við ekki sagt nákvæmlega fyrir um slíka atburði.

 

Sumir vísindamenn álíta að slík tilviljanakennd skammtafyrirbrigði geti haft áhrif á rafboð í heilanum og þar með eru hugsanir okkar ekki fyrirfram ákveðnar.

 

En dugar þetta til að bjarga hinum frjálsa vilja? Ekki alveg – og kannski þvert á móti. Ef val okkar grundvallast á hreinum tilviljunum, höfum við þar með alls enga stjórn á því sem við tökum okkur fyrir hendur í framtíðinni.

 

Vísindamenn bjarga hinum frjálsa vilja

Lögmál eðlisfræðinnar leyfa ekki tilvist hins frjálsa vilja í hefðbundinni merkingu en margir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að við þurfum einfaldlega að skilgreina frjálsan vilja upp á nýtt.

 

Þeir telja að þetta hugtak eigi ekki að fela í sér þá merkingu að við höfum í raun og veru vald til að breyta gangi alheimsins. Þess í stað á hugtakið „frjáls vilji“ einungis að merkja að fólk geti tekið ákvarðanir sjálft.

 

Þú gast í rauninni ekki ráðið því hvort þú læsir þessa grein eða ekki en sú ákvörðun var engu að síður byggð á þinni persónulegu reynslu og tilfinningum. Trúlegast er að þú hafir ákveðið að lesa greinina vegna þess að það hefur áður veitt þér ánægju að lesa greinar um vísindi.

 

Einhver annar hefur vafalaust ákveðið að sleppa þessum lestri – en á sínum eigin forsendum.

Ákvarðanir ráðast af því hver þú ert

Það skiptir sem sagt engu máli að ákvarðanir okkar skuli vera ákveðnar fyrirfram eða að við gerum okkur ekki grein fyrir þeim fyrr en nokkru eftir að heilinn hefur tekið þær. Ákvarðanirnar mótast samt af því hver við erum.

 

Þessi skilgreining á frjálsum vilja kemur ágætlega heim og saman við lögmál eðlisfræðinnar. Það er þó ekki svona sem flest okkar skilja hugtakið. Okkur finnst við í rauninni hafa vald til að breyta framtíð okkar. Og nú eru vísindamenn að nálgast skilning á því hvernig heilinn skapar okkur þessa tilfinningu.

 

Rafstuð endurvekur tilfinningu

Tvö grundvallaratriði varðandi frjálsan vilja eru vilji til að framkvæma ákveðna aðgerð og sú tilfinning að „eiga“ þessa aðgerð og bera ábyrgð á henni.

 

Árið 2018 tók bandaríski heilasérfræðingurinn Michael Fox sér fyrir hendur að rannsaka hvernig heilinn skapar þessar forsendur og veitir okkur þannig tækifæri til að upplifa frjálsan vilja.

 

Fox rannsakaði heila 78 sjúklinga sem annað hvort skorti hæfni til að „vilja“ gera eitthvað eða hæfni til að finna fyrir ábyrgð á eigin gerðum.

 

28 þessara sjúklinga voru ófærir um að tala eða hreyfa sig – ekki vegna lömunar, heldur einfaldlega vegna þess að þá skorti algerlega vilja til þess.

 

Þessir sjúklingar liðu fyrir sköddun í heilastöðinni „Cortex cingularis“ sem er að finna í djúpri fellingu í ennisblöðunum.

 

Hinir 50 sjúklingarnir þjáðust af fyrirbrigði sem nefnt hefur verið „anarkistahönd“ en það felur í sér að önnur höndin virðist hafa sjálfstæðan vilja og sjúklingurinn hefur enga stjórn á henni.

 

Í þessum sjúklingum tengdist heilaskaðinn tauganetverki við svæðið „praecuneus“ sem er aftast í hvirfilblaðinu.

Raförvun getur breytt tilfinningu fólks fyrir frjálsum vilja.

Niðurstöðurnar sýndu að heilastöðin í ennisblöðunum skapar löngunina til að framkvæma en það er ekki fyrr en heilinn hefur hafið framkvæmdina sem heilastöðin í hvirfilblaðinu skapar eignarréttartilfinningu gagnvart því sem framkvæmt er og um leið þá tilfinningu að við hefðum getað brugðist öðruvísi við ef við hefðum viljað.

 

Niðurstöður Fox fá að auki stuðning annarrar gerðar tilrauna.

 

Rafræn örvun þeirra heilastöðva sem Fox bendir á hefur reynst geta haft áhrif á tilfinninguna fyrir frjálsum vilja.

 

Í sumum tilvikum varð örvunin til þess að fólk lyfti báðum handleggjum án þess að finna til neinnar ábyrgðar á þeirri aðgerð.

 

Í öðrum tilvikum tókst vísindamönnum að vekja tilraunaþátttakendum löngun til að gera eitthvað, eða jafnvel þá tilfinningu að þeir hefðu framkvæmt aðgerðina – þótt þeir hefðu alls ekki hreyft sig.

 

Tauganet heilans er sem sagt fullfært um að plata okkur. Og gerir það stöðugt. Heilinn kemur þér til að finna til ábyrgðar á aðgerðum sem gerðar eru vegna ómeðvitaðra taugaboða í heilanum – boða sem í raun og veru stjórnast algerlega af ófrávíkjanlegum lögmálum eðlisfræðinnar.

Sjálfspróf: Heilinn er fyrirsjáanlegur

Bandaríski tölvunarfræðingurinn Scott Aaronson hefur þróað einfalt forrit sem segir fyrir um hvað þú gerir næst. Þú átt bara að ýta á F og D á lyklaborðinu af hjartans lyst.

 

Þú ræður alltaf hvorn stafinn þú velur og þess vegna ætti enginn annar að vita hvorn þú velur næst. Samt spáir forritið rétt um ákvörðun þína í 70% tilvika – miklu oftar en það 50%-meðaltal sem reikna mætti með ef næsta aðgerð þín væri alltaf ófyrirsjáanleg.

 

Ástæðan er sú að ómeðvitað fylgir þú einhverju ákveðnu mynstri og forritið lærir að þekkja þetta mynstur á fáeinum sekúndum.

 

Þett forrit virkar best á tölvu – ekki snjallsíma – og þú finnur það hér.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,© Shutterstock & Ken Ikeda Madsen,© Getty Images,

Náttúran

Snjöll skordýr hafa fundið upp bestu brellur náttúrunnar

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hverjir stunduðu djöflasæringar?

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Maðurinn

Viðamikil erfðafræðirannsókn breytir sögu mannsins: Ættartré okkar rifið upp með rótum

Lifandi Saga

Hversu lengi hafa Bandaríkin stutt Ísrael?

Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Vinsælast

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

4

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

5

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

6

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

4

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

5

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

6

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Hvenær byrjuðu indíánar að ríða hestum?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Þetta er góð og athyglisverð spurning sem tveir þýskir sálfræðingar virðast hafa fundið svarið við.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is