Lifandi Saga

Maó fór í stríð gegn náttúrunni

Skógarhögg, stífluð fljót og útrýming smáfuglanna – undir Maó formanni átti náttúran að vera undirgefin kommúnistaflokknum. Markmiðið var að iðnvæða Kína á mettíma. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

BIRT: 11/01/2023

Uppi á 50 m hárri stíflu berjast kínverskir verkamenn fyrir lífi sínu. Þeirra eigið líf og milljóna annarra er í húfi. Dagurinn er 8. ágúst 1975 og í Henan-héraði í Kína geisar einn versti hitabeltisstormur sögunnar. Úrhellið er svo mikið að fuglarnir lemjast niður til jarðar. 

 

Gríðarlegur vatnselgur rennur út í Ru-fljótið og safnast á bak við hina voldugu Banqiao-stíflu. Um miðnætti flýtur vatnið yfir stífluna. 

„Þetta hljómaði eins og himnarnir hefðu hrunið og jörðin rifnað í sundur“.

Sagði einn sem lifði hamfarirnar af. 

Í niðamyrkri næturinnar reyna verkamenn í örvæntingu að styrkja stífluna með sandpokum. Skömmu eftir kl. 1 slotar regninu loksins og stjörnur gægjast fram á næturhimninum.

 

En skaðinn er skeður. Þrýstingurinn frá vatnsmassanum verður til þess að stíflan brestur. 

 

„Þetta hljómaði eins og himnarnir hefðu hrunið og jörðin rifnað í sundur“, sagði einn sem lifði hamfarirnar af. 

 

Allt að 700 milljónir m3 af vatni – sem samsvarar 280.000 ólympískum sundlaugum – æddu af stað í einni svipan. Um 10 m há og á sumum stöðum 11 km breið flóðbylgja fellur niður dalinn fyrir neðan stífluna.

 

Með allt að 50 km hraða molar flóðbylgjan þorpið Daowencheng, þar sem allir 9.600 íbúar láta lífið. Þar á eftir skellur flóðbylgjan á hverju þorpinu á fætur öðru á 50 km kafla með skelfilegu mannfalli. 

 

Stíflurofið í Henan-héraði og þær farsóttir sem fylgdu í kjölfarið enduðu með því að kosta allt að kvartmilljón mannslíf. 

Hin 50 m háa Banqiao-stífla var byggð snemma á sjötta áratugnum með sovéskri aðstoð en hún og fjölmargar aðrar brustu þegar hitabeltisstormur geisaði á svæðinu.

Á áttunda áratugnum var reynt að skella skuldinni á hamfarirnar með því að vísa í hitabeltisstorminn en svo einfalt var málið hreint ekki.

 

Hamfarirnar voru fyrst og fremst afleiðing af því að leiðtogi Kína, Maó Zedong, lýsti yfir stríði á hendur náttúrunni eftir að hann komst til valda árið 1949.

 

„Alþýðan á að hernema náttúruna“ var slagorð hans. 

 

Afleiðingarnar af þessari stefnu hans leiddu til raðar af verstu hamförum sögunnar af mannavöldum sem lögðu heilu sveitirnar í eyði og komu með einum eða öðrum hætti til með að kosta allt að 55 milljón mannslíf.

 

Maó vildi hraða iðnvæðingu

Slysið í Banqiao-stíflunni var ekkert einsdæmi, heldur einungis eitt af fjölmörgum slysum í stíflum sem gáfu sig og voru byggðar hvarvetna í Kína upp úr 1950. Stíflurnar áttu að skapa mikil vatnslón til áveitu á akrana, hindra árstímabundin flóð og auka landrými fyrir landbúnað. Auk þess voru margar þeirra notaðar til að framleiða rafmagn. 

 

Maó formaður leit á stíflurnar sem hryggjarstykkið í framþróun Kína sem eftir meira en 20 ára borgarastríð hafði dregist langt á eftir öðrum iðnvæddum ríkjum. Stíflurnar voru því hluti af mun stærri áætlun sem átti að nútímavæða Kína á leifturhraða. 

Áróðursspjöld sýndu Kínverjum hvernig þeir gætu öðlast ríkidæmi með gnægð matar og stóriðju með því að temja náttúruna.

Á þessum tíma töldu íbúar landsins um 550 milljónir en flestir þeirra voru fátækir og máttu búa við sult og seyru. Landbúnaður var minna en tíundi hluti af landrými Kína og iðnaðargeirinn bæði lítill og vanþróaður. 

 

Maó ákvað því að bæði landbúnaður og iðnaður skyldu stóreflast – og það á sama tíma. Fyrir vikið væri ekki hægt að taka nokkurt tillit til náttúrunnar. Jörðin, fljótin, fjöllin og náttúran öll þurftu því að laga sig að þörfum mannanna. 

 

Áætlun þessi bar nafnið „Stóra stökkið“ og var henni hrint úr vör árið 1958 með það að markmiði að margfalda framleiðslu iðnaðar og landbúnaðar. Allir þegnar landsins voru látnir taka þátt í þessum verkefnum.

 

Á landbúnaðarsvæðum voru stofnuð samyrkjubú og 26.000 svonefndum alþýðukommúnum var komið á laggirnar. 

 

Þessar kommúnur samanstóðu jafnan af um 10 þorpum sem fyrst og fremst var ætlað að framleiða nægilega mikið af matvælum til þess að drjúgur fjöldi bænda innan þeirra mætti taka þátt í uppbyggingu iðnaðarins í Kína.

 

Þetta krafðist mikilla inngripa í náttúru Kína, því að ekkert mátti standa í vegi fyrir framförunum.

Maó var alveg sama um náttúruna og dýr hennar

Áður en kommúnistar komust til valda hvatti hefðbundin heimspeki íbúana til að búa í sátt og samlyndi við náttúruna. Það endaði með valdatíð Maós sem vildi að Kína yrði stórveldi í landbúnaði og iðnaði.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Gríðarlegt skóglendi eyðilagt

Á valdatíma keisarans höfðu þegar verið ruddir heilir 290 milljón hektarar af skógum – landsvæði sem samsvarar ríflega 150-faldri stærð Íslands. Skógar þöktu nú einungis um 5% af Kína.

 

Þegar Maó komst til valda var Kína eitt af þeim ríkjum sem voru með hvað minnstu skógana miðað við höfðatölu. Samt sem áður var enn að finna tiltölulega ósnortna frumskóga. Þetta átti eftir að gjörbreytast með svokölluðu framfarastökki Maós.

 

Í leitinni að stöðugt meira landsvæði fyrir akuryrkju, til þess að uppfylla framleiðslukröfur yfirvalda, voru gríðarstór skógarsvæði rudd og hoggin undir slagorðinu „skógarnir tilheyra alþýðunni“. Sannkallaðir herskarar af kínverskum bændum, verkamönnum og menntamönnum voru sendir út í sveitir til að höggva niður tré, m.a. í fjallshlíðum og votlendi sem oft reyndust ónothæf fyrir búskap.

Til þess að auka landbúnað í Kína voru stór landsvæði rudd og þeim breytt í akra.

Öllu verri eyðilegging beið skóganna vegna draumóra Maós um að Kína ætti að taka fram úr framleiðslu helstu stórvelda heims á stáli. Árið 1957 var stálframleiðsla Kína bara 5 milljón tonn – nokkuð sem Maó hugðist auka á einungis fjórum árum í 100 milljón tonn. Þannig myndi Kína slá við bæði Sovétríkjunum og BNA.

 

Öllum alþýðukommúnum var því fyrirskipað að byggja bræðsluofna til að vinna bæði járn og stál. Það þurfti vitanlega gríðarlegt magn af eldsneyti fyrir einhverja 600.000 málmbræðsluofna og þar sem á mörgum stöðum voru kol torfengin, þá lágu skógarnir vel við höggi. Stjarnfræðilegur fjöldi trjáa var felldur til að fóðra frumstæða málmbræðsluofna sem jafnan voru byggðir úr leir og múrsteinum.

 

Ógjörningur er að henda reiður á nákvæmum tölum um framleiðslu á stáli og járni meðan á „Stóra stökkinu“ stóð. Alþýðukommúnur sem gátu ekki staðist opinberar kröfur um framleiðslumarkmið yfirvalda, ýktu gjarnan afköst sín. Stundum var gripið til þess ráðs að bræða gagnleg verkfæri og potta og pönnur til að þóknast formanni Maó.

 

Afraksturinn fólst í járni af takmörkuðum gæðum – svokölluðu hrájárni – enda var hitastig bræðsluofnanna langt undir því sem ásættanlegt mætti teljast. En náttúran fékk mest að kenna á þessu brogaða ráðslagi.

Til að uppfylla markmið Maós í járnframleiðslu bræddu Kínverjar eldhúsáhöld sín.

Með skógunum hurfu einnig dýrin

Þessi eyðilegging á gróskumiklum skógum Kína fyrir landbúnað og járnframleiðslu hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér. Á sumum stöðum tóku að geisa áður óþekktir sandstormar og eyðimerkur breiddu úr sér yfir frjósöm landbúnaðarsvæði og lögðu þau í eyði.

 

Á öðrum stöðum urðu ævafornir frumskógar skelfilega útleiknir. Eftir ruðningana voru hlíðar og brekkur berskjaldaðar án rótarkerfis trjánna sem tryggðu festuna fyrir frjósaman jarðveginn.

 

Yfir regntímann skolaðist moldin burt í fljót og stöðuvötn sem fylltust af eðju með tilheyrandi skaða fyrir vatnadýr.

 

Afleiðing alls þessa fólst í hörmulegri eyðileggingu búsvæða dýra, fiska og manna. Annars staðar voru skógar brenndir niður til þess að skapa ræktanleg svæði. Allur þessi atgangur kom harðast niður á dýrunum sem lifðu í skógunum. Margar fágætar tegundir, eins og t.d. apategundin gullinsnubbi eru nú í útrýmingarhættu og villtir fílar eiga ennþá verulega undir högg að sækja í Kína. Aðrar dýrategundir eru aldauða.

Árið 1976 voru því aðeins u.þ.b. 150 villtir fílar eftir í öllu Kína.

Enginn veit með vissu hversu mikið af skógum Kína var eytt. Sumir telja það nema einhverjum 10%. En í sumum sveitum hurfu allt að 80% af skóglendi – og nær öll dýrin með því.

 

Þessi þróun stöðvaði þó ekki Maó sem fann nú nýjan óvin: Spörfuglana.

 

Fjöldadráp á spörfuglum í Kína

Á árunum 1958-1959 lýsti kommúnistaflokkur Kína yfir stríði á hendur „fjórum plágum Kína“. 

 

Rottur, skordýr og sérstaklega smitandi mýflugur voru þar framarlega í flokki. Eins tókst Maó að benda á enn einn sökudólginn fyrir þverrandi uppskeru Kínverja og líklega helsta óvininn: Spörfuglana.

 

Samkvæmt Maó átu spörfuglarnir ótrúlegt magn af því korni og hrísgrjónum sem kínverskir bændur ræktuðu. Helför gegn þessum litlu fuglum var því skipulögð. Ein frásögn frá þessum tíma greinir frá því hvernig „Stóra stökkið“ skikkaði alla landsmenn – allt niður í fimm ára aldur – til að taka þátt:

 

„Þið eigið að fara út með pottlok ykkar og pönnur, slá á þetta með sleifum og skeiðum eða öðrum verkfærum til að skapa eins mikinn hávaða og ykkur er mögulegt. Öllum smáfuglum ber að útrýma“, hljóðaði tilskipunin.

„Allur skólinn hélt út til að drepa spörfugla“.

Nafnlaus skólanemi frá Sichuan héraði.

Sjónarvottur þessi greindi jafnframt frá því hvernig fuglarnir flögruðu frá einum stað til annars vegna hávaðans en gátu hvergi hvílt sig. Að lokum urðu fuglarnir svo örmagna að þeir féllu bókstaflega dauðir niður af himni.

 

„Allur skólinn hélt út til að drepa spörfugla. Við útbjuggum stiga til að komast upp í trén og eyðileggja hreiður þeirra og börðum á gjöllin á kvöldin þegar þeir reyndu að hvílast. Það liðu mörg ár áður en við áttuðum okkur á því að spörfuglar eru gagnleg dýr. Við stóðum í þeirri trú að þeir ætu einungis korn og hrísgrjón“, minntist einn nemandi í Sichuan-héraði síðar.

 

Fjöldi dauðra spörfugla var mældur og þeir vegnir. Þeir voru þræddir upp á snæri og hengdir upp í þorpunum sem sigurtákn fyrir vel unnið verk.

 

Enginn veit hve margir spörfuglar voru drepnir en aðgengilegar tölur sveiflast frá nokkrum hundruð milljónum yfir í allt að einn milljarð. Veiðarnar heppnuðust þannig vel en afleiðingarnar urðu skelfilegar. 

 

Fyrir utan korn átu spörfuglarnir nefnilega einnig skordýr sem fengu nú frítt spil til að graðka í sig korn og hrísgrjón. Án þessa náttúrulega óvinar köstuðu meindýrin sér yfir akrana með þeim afleiðingum að uppskeran hríðféll og hungursneyð breiddist út um landið. 

 

Síðar neyddist Kína til að flytja inn um 200.000 spörfugla frá Sovétríkjunum og Kanada til þess að reyna að rétta við fuglastofnana.

Í kínverskum alþýðukommúnum unnu allir og borðuðu saman - ef nægur matur var til.

Gagnrýni bæld niður

Ört vaxandi þörf á matvælum neyddi kínverska skipuleggjendur til að pína langtum meira úr ræktanlegum landbúnaðarsvæðum. Alþýðukommúnum var fyrirskipað að smíða úðunarkerfi til að planta mætti korni og hrísgrjónum mun þéttar saman.

 

Á mettíma voru byggðar stíflur, uppistöðulón og úðunarbúnaður hvarvetna í Kína. Byggingarvinnan gekk hratt fyrir sig en gæði hennar var vafasöm. Oft leiddi það til þess að það flæddi yfir landbúnaðarsvæði og þau eyðilögðust. 

 

Eftir um áratug brustu hundruðir stífla, þar á meðal Banqiao-stíflan og hamfarirnar héldu áfram. Samkvæmt auðlindaráðuneytinu í Kína eyðilögðust 3.515 uppistöðulón og stíflur milli áranna 1951 og 2011. Langflestar voru þær frá valdatíma Maós. 

Um allt Kína voru reistar risastórar stíflur án tillits til búsvæða dýra sem þurrkuðust út.

Til að tryggja meiri uppskeru fyrirskipaði Maó að nýta bæri akrana betur með því að planta fleiri jurtum á sama svæði. Afleiðingarnar voru fyrirséðar: Plöntur geta ekki dafnað þegar þeim er plantað of þétt saman. 

 

Til þess að reyna að bjarga uppskerunni gripu bændur til þess ráðs að nota tilbúinn áburð í miklu magni. Ekki kom það að nokkru gagni. Plönturnar visnuðu og uppskeran brást. Jafnframt menguðust stöðuvötn og fljót vegna áburðargjafarinnar. Þetta leiddi til fjöldadauða fiska.

 

Í áróðri yfirvalda heyrði alþýða manna ekkert um þessi vandamál. Hins vegar voru birtar stjarnfræðilegar tölur um frábæra uppskeru. Bilið á milli glansmyndar yfirvalda og raunveruleikans var furðulegt.

 

Almenningur fékk nú að kenna á hungursneyðum og ekki síður eyðileggingu náttúrunnar. Á fundi Kommúnistaflokks Kína árið 1959 kom fyrsta varfærnislega gagnrýnin fram á þessa stefnu flokksins.

 

Varnarmálaráðherrann benti á, í einkabréfi til Maós, stjarnfræðilegan kostnað við „Stóra stökkið“. Bréfið var tekið fyrir á fundinum. Maó sópaði allri gagnrýni af borðinu og varnamálaráðherrann var látinn fjúka.

Maó verðlaunaði fjölskyldur með mörg börn. Síðar var eins barns stefnan tekin upp. Í dag búa 1,4 milljarðar í Kína.

Íbúafjöldinn í Kína margfaldaðist

Í Kína eignuðust flestar fjölskyldur jafnan mörg börn því börnin voru trygging foreldra fyrir öryggi í ellinni. En eftir byltinguna árið 1949 jókst íbúatalan svo mikið að kommúnistaflokkurinn óttaðist að Kína næði ekki að brauðfæða íbúa sína.

Því var ákveðið að draga úr fólksfjölguninni. Þetta leiddi til átaks þar sem fjölskyldur voru hvattar til að nota getnaðarvarnir. Áður en þessi breyting náði þó alveg í gegn blés Maó formaður hana af undir slagorðinu „Þess fleiri, því betra, því skemmri leið til kommúnisma“ og hvatti nú fjölskyldur til að eignast mörg börn.

 

Fjölskyldum var verðlaunað ef þau eignuðust fleiri en fjögur börn. Íbúafjöldinn í Kína jókst því hratt. Þegar árið 1954 náði fjöldinn yfir 600 milljónir. Fjórum árum síðar var talan nærri 650 milljónum. Árið 1964 náði íbúafjöldinn 700 milljónum og við upphaf 8. áratugarins voru Kínverjar orðnir meira en 800 milljónir.

 

Eftir að Deng Xiaoping tók við völdum 1978 var ákveðið að draga verulega úr fólksfjöldanum. Svarið fólst í eins barns stefnunni.

Manngerðar hamfarir

Fyrir meginþorra kínverskrar alþýðu til bæja og sveita var tímabilið fram að og meðan á „Stóra stökkinu“ stóð, hreint helvíti. Inngrip yfirvalda, mikil erfiðisvinna og ákaflega lítið fæðuframboð varð ótal Kínverjum að aldurtila. Verst úti urðu börn og aldraðir.

 

Dansk-kínverski rithöfundurinn Xianfeng Wang skrifaði um reynslu sína í „Stóra stökkinu“:

 

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað þjáning var fyrr en hungursneyðin mikla breiddist út í Kína og bitnaði á öllu fólki (…) sulturinn plagaði okkur daginn út og daginn inn“. 

 

Sérfræðingar telja að allt að 55 milljón Kínverjar hafi týnt lífi sínu vegna þessara mistaka Maós. Allar þessar hörmungar fólu í sér að Maó var kominn í pólitískt öngstræti. 

„Stóra stökkið“ var dýrkeypt fyrir náttúruna. Milljónir Kínverja dóu úr hungri á sama tíma vegna þess að uppskeran mistókst.

Hann hélt þó formlega völdum sínum og titli sem formaður flokksins, meðan hinn pragmatíski Deng Xiaoping var látinn sjá um að greiða úr þessum ógöngum. Maó endurheimti völd sín fyrst í Menningarbyltingunni sem var hrundið af stað árið 1966. Deng hafði engar áhyggjur af náttúrunni og hnignun hennar hélt áfram um langt skeið. Síðar kom líka greinilega í ljós hversu mikil mengun frá iðnaði var orðin. 

 

Óhreinsuðu skólpi frá heimilum og iðnaði var sleppt út í stöðuvötn og fljót sem menguðust skjótt af ótal eiturefnum. Á mörgum stöðum drapst allt dýralíf í undarlega litríkum stöðuvötnum. 

 

Upp úr 1970 var farið að ræða opinberlega um ástand náttúrunnar og ábyrgð yfirvalda. Áhyggjur íbúanna vegna ástandsins urðu til þess að unnið var að umhverfislöggjöf en það var fyrst eftir andlát Maós árið 1976 sem fyrsta umhverfisráðuneytið var sett á laggirnar.

Lesið meira um Maó og náttúru Kína

  • Judith Shapiro: Mao’s War Against Nature, Cambridge University Press, 2001
  • Frank Dikötter: Maos store hungersnød, Informations Forlag, 2010

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens-Peter Fage Madsen

© OZY. © mccool/Imageselect. © Brian Brake/Photo Researchers/Ritzau Scanpix. © Colegota. © AP/Ritzau Scanpix © Chineseposters.net & Shutterstock. © Universal History Archive/UIG/Bridgeman Images. © akg-Images/Pictures from history. © Shutterstock. © akg-images/Pictures from history. © Keystone-France/Getty Images. Keystone-France/Getty Images & Heritage-Images/The Print Collector/akg-images

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

4

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

3

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

4

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is