Alheimurinn

Meira vatn á tunglunum er jörðinni

Við hyllum gjarnan jörðina sem „bláu plánetuna“ vegna þess hve mikið er hér af vatni. En í samanburði við stærstu tungl Júpíters mætti allt eins kalla jörðina skraufaþurra. Á tunglunum gæti samtals verið 17 sinnum meira vatn en á jörðinni.

BIRT: 31/07/2023

Fylgjum vatninu! Þetta er mantran á bak við leit vísindamanna að framandi lífi í alheiminum. Og það er skynsamlegt, því reynsla okkar hér á Jörðinni er sú að þar sem er fljótandi vatn, þar er líka líf.

 

Í sólkerfinu sker Jörðin sig frá hinum plánetunum að því leyti að við höfum fljótandi vatn á yfirborðinu. Á öllum hinum plánetunum er hitastigið annað hvort of hátt þ.a. vatn gufar upp eða of lágt þ.a. það frýs. Aðeins í réttri fjarlægð frá sólu – hinu svokallaða búsetusvæði – er hitastigið þannig að vatn er fljótandi.

 

Vatn Jarðar er dropi

Þegar við skoðum hnött eða heimskort þá þekur haf Jarðar 71 prósent af yfirborðinu og því er eðlilegt að við köllum þessa litlu vin okkar í sólkerfinu „bláu plánetuna“. En heimshöfin okkar eru ekki mjög djúp og vatn því í raun ekki mjög stór hluti jarðar.

 

Ef við ímyndum okkur að við soguðum allt vatn Jarðar og söfnuðum því í kúlu væri það aðeins 1400 km í þvermál. Miðað við 12.746 km þvermál Jarðar myndi það líta út eins og lítill dropi.

Jörðin inniheldur 1,4 milljarða rúmkílómetra af vatni eða um 0,1% af hnettinum.

Á öðrum plánetum sólkerfisins er mun meira magn fljótandi vatns, bara ekki á yfirborðinu. Þetta á ekki síst við um þrjú af stórum tunglum Júpíters: Evrópu, Ganýmedes og Kallistó. Stjörnufræðingarnir telja að yfir 100 km djúp höf geti falist undir þykkum íshellum þessara tungla. Samtals gæti verið allt að 17 sinnum meira vatn á þessum tunglum en á Jörðinni.

 

Júpítertunglin þrjú mynda þannig stærstu vatnsforðabúr sólkerfisins og þar vilja stjörnufræðingar því leita að framandi lífi.

 

EVRÓPA: TVÖFALT VATNSMAGN JARÐAR

Evrópa inniheldur 2,9 milljarðar rúmkílómetra vatns - eða 18,2% af hnettinum.

Magn á Evrópu er best þekkt

Mögulegt vatnsmagn: Hafið undir íshellunni á Evrópu er að líkindum um 100 km djúpt. Á jörðinni eru höfin að meðaltali um 4 km að dýpt. Líklega er tvöfalt meira fljótandi vatn á Evrópu en á jörðinni.

Sannanir fyrir vatni: Það er á Evrópu sem traustustu ummerki um vatn hafa fundist. Hubblesjónaukinn greindi vatnsgos sem ná 160 km út í geiminn. Og 2019 sýndu mælingar frá jörðu að í þessum gosum voru vatnssameindir. Að auki eru ekki loftsteinagígar á Evrópu og trúlegasta ástæðan er sú að yfirborðið endurnýist vegna hreyfinga vatnsins undir yfirborðinu.

GANÝMEDES: FIMMFALT VATNSMAGN JARÐAR

Ganýmedes inniheldur 7,4 milljarðar rúmkílómetra vatns - eða 7,9% af hnettinum.

Haf á Ganýmedes um 100 km á dýpt

Mögulegt vatnsmagn: Stærsta tungl sólkerfisins er þakið 150 km þykku íslagi. Vísindamenn telja að þar undir kunni að vera 100 km djúpt haf og um fimmfalt meira vatn en á jörðinni.

Sannanir fyrir vatni: Ganýmedes er eina tunglið í sólkerfinu með eigið segulsvið og þar myndast því norður- og suðurljós. 2015 notuðu vísindamenn Hubblesjónaukann til að greina hvernig þessar ljóshreyfingar verða fyrir áhrifum af samspili segulsviða Ganýmedesar og Júpíters. Niðurstöðurnar sýndu tilvist einhvers þriðja þáttar og eðlilegasta skýringin þykir vera rafleiðandi saltvatn.

KALLISTÓ: HUGSANLEGA TÍFALT VATNSMAGN JARÐAR

Hugsanlega 14,3 rúmkílómetrar vatns á Kallistó eða 24,2% af hnettinum.

Mest vatn gæti verið á Kallistó

Mögulegt vatnsmagn: Á næststærsta tungli Júpíters gæti leynst 250 km djúpt haf undir 150 km þykkri íshellu. Sé svo er tífalt meira fljótandi vatn á Kallistó en á jörðinni.

Sannanir fyrir vatni: Kallistó er það tungl Júpíters þar sem mest óvissa ríkir um fljótandi vatn. Tunglið er lengra frá Júpíter en hin tvö og áhrif þyngdarafls gasrisans eru því minni og um leið óvissara hvort vatn helst þar fljótandi. Engu að síður sýna athuganir að Kallistó hefur truflandi áhrif á segulsvið Júpíters, þannig að það bendir til að rafstraumur myndist þar – líklegast í saltvatni undir ísnum.

Geimfar heimsækir stærstu vatnsforðabúr sólkerfisins

 

Í leit að lífi í geimnum vilja stjörnufræðingar nú rannsaka tungl Júpíters betur. Hlaðið tækjum er JUICE geimfarið á leið til Evrópu, Ganýmedes og Kallistó til að kanna hin huldu höf þeirra. Kafaðu í þetta spennandi verkefni hér.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

Shutterstock,© NASA/ESA/G. Bacon (STScI),© NASA/JPL-Caltech/Science Source/Imageselect,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is