Search

Músatilraunir til hjálpar Downs-börnum

Börnum með Downs-heilkenni gæti veist auðveldara að læra og muna betur ef vísindamenn ná að hemja sérstakt ensími í heilanum. Þetta eru niðurstöður úr tilraunum með músum.

BIRT: 29/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Nýlegar músatilraunir opna þann möguleika að draga úr þeirri fötlun sem fylgir Downs-heilkenninu.

Downs-börn eru með aukaeintak af litningi 21 og heilkenninu fylgir minni greind og slakara minni en annars.

 

Downs-ensími veiklaði minnið og lærdómsgetuna

Hópur vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla notaði tilraunamýs með Downs til að rannsaka hvernig aukalitningurinn hefur áhrif á prótínframleiðslu í heila með sérstakri áherslu á heiladrekann sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi bæði minni og lærdóm.

 

Í ljós kom að prótínframleiðsla Downs-músa var 39% minni en annarra. Og nú vita vísindamenn af hverju.

Börnum með Downs-heilkenni gæti veist auðveldara að læra og muna betur ef vísindamenn ná að hemja sérstakt ensími í heilanum.

Þetta stafar af eins konar „gæðaeftirliti“ sem er innbyggt í frumurnar og dregur úr virkni þeirra þegar þær uppgötva eitthvað óeðlilegt, í þessu tilviki aukalitninginn.

 

Vísindamennirnir skoðuðu svo sérstaklega tiltekið ensím, nefnt PKR sem gegnir lykilhlutverki í gæðaeftirlitinu.

 

Uppgötvunin á að auka lífsgæðin

Þeir prófuðu að draga úr virkni ensímsins en líka bæði að afvirkja genið sem kóðar fyrir því og gefa músunum lyf til að auka prótínframleiðsluna.

 

Allar þrjár aðferðirnar virkuðu. Í náms- og minnisprófunum stóðu mýsnar sig betur en fyrir meðferðina.

 

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þeir geti ekki lokað á öll Downs-einkenni en vonast til að uppgötvunin leiði af sér lyf sem geti aukið lífsgæði barna með heilkennið.

BIRT: 29/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is