Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Hvað myndi gerast ef við sendum nokkra skipsfarma af hvítabjörnum til Suðurskautslandsins og mörgæsahóp á norðlægar slóðir?

BIRT: 01/06/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ísbirnir myndu líklega gera það gott á Suðurskautslandinu, en þeir myndu valda vistfræðilegum glundroða á ísilagðri álfunni.

 

Á norðurslóðum lifa hvítabirnir að mestu á því að veiða seli og sérhæfa sig í selakópum. Á Suðurskautslandinu eru engin stór landrándýr og því hafa selirnir ekki þróast og aðlagað hegðun sína að rándýrum eins og hvítabjörnum. Þeir yrðu því auðveld bráð fyrir hvíta veiðidýrið.

 

Þar að auki gætu hvítabirnir veitt í risastórum nýlendum mörgæsa sem geta ekki flogið en þurfa að vaða í land til að verpa  eggjum sínum.

 

Geta mörgæsir lifað af á norðurslóðum?

Það er vafasamt hvort mörgæsir myndu ná svipuðum árangri á norðurslóðum. Tvisvar á þriðja áratugnum gerðu mismunandi stofnanir slíka tilraun.

 

Árið 1936 var litlum hópum kóngamörgæsa sleppt á fjórum stöðum í Norður-Noregi og tveimur árum síðar var nokkrum Macaroni-mörgæsum og Afríkumörgæs  sleppt á sömu slóðum.

 

Niðurstaðan olli vonbrigðum fyrir vísindamenn og ekki síst fyrir mörgæsirnar. Flestar hurfu þær fljótt þar sem þær gátu ekki keppt við langvíur og aðra svartfugla.

 

Ein Macaroni-mörgæs lifði í sex ár, en svo lauk ævi hennar og þar með var þessu lokið.

BIRT: 01/06/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is