Mynt frá miðöldum geymir mótmæli gegn kirkjunni 

Endurminningu um stórkostleg himintungl verður að varðveita, kann reiður vísindamaður að hafa hugsað. Fyrir 968 árum gekk hann þvert gegn strangri ritskoðun kirkjunnar.

BIRT: 01/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Árið 1054 e.Kr. sáu jarðarbúar nokkuð merkilegt fyrirbæri. Á himni skein ein stjarna svo bjart að í 23 daga mátti sjá hana frá sólarupprás til sólseturs. Um nætur var hún sýnileg í ennþá lengri tíma, því hér var um að ræða sprengistjörnu – stjörnu sem í 6.500 ljósára fjarlægð sprakk og brann út.

 

Sjá mátti þetta undur víðsvegar í heiminum. Kínverskir annálaskrifarar nóteruðu þetta hjá sér sama ár:

 

„Gestastjarna hefur dúkkað upp. Yfir stjörnunni er veikt gult blik“.

 

Sýn þessi skók margar af grunnstoðum kirkjunnar og því var allt umtal um hana bannað í heimi kristinna. En bízantískur vísindamaður gerði leynilega uppreisn samkvæmt teymi vísindamanna frá háskólum í Ástralíu, Suður-Afríku og Serbíu:

 

Hann náði að bæta við sprengistjörnunni á gullmynt frá árinu 1054.

Á valdatíð Konstantíns 9. (vinstra megin við Jesús) klofnaði kristin kirkja þegar páfinn í Róm bannfærði patríarkann í Konstantínóbel. Aðrir vísindamenn staðhæfa að stjörnurnar tvær á myntinni árið 1045 e.Kr. vísi í raun um þennan klofning.

Fyrirbærið á himni var þaggað niður

Myntir af hinum bízantíska keisara, Konstantín 9. Monomachos (1042 – 1055) höfðu fram til þessa einungis borið eina staka stjörnu. En gullmyntir sem komu fram á árinu þegar sprengistjarnan birtist sýna allt í einu tvær stjörnur.

 

Vísindamenn uppgötvuðu einnig að stærðin á aukastjörnunni minnkaði á síðari myntum eftir því sem örðugara reyndist að greina stjörnuna eftir því sem frá leið.

 

„Kannski var þetta ein leið fyrir útpældan stjörnufræðing við háskólann í Konstantínóbel að fagna þessu undri. Hann nýtti sér dulmál – í sjálfri myntsláttunni“, skrifa vísindamennirnir í greinargerð sinni.

BIRT: 01/12/2022

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Myrabella

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is