Lifandi Saga

Nasistar rústuðu paradís samkynhneigðra 

Þýskaland var uppúr 1920 heimkynni fyrir litríka menningu samkynhneigðra en nasistar fyrirlitu slíkt frjálsræði og lýstu brátt yfir stríði gegn hommum og lesbíum.

BIRT: 13/10/2023

Frægasti hommabar Berlínar, „Eldorado“, er stútfullur þetta kvöld árið 1927. Þar eru ekki einungis mættir hommar, lesbíur og klæðskiptingar (í dag transmanneskjur) heldur einnig listamenn, rithöfundar og forvitnir ferðamenn sem vilja upplifa litríkt og frjálslegt næturlíf Berlínar.

 

Prógrammið þetta kvöld er nokkuð sérstakt því víðfræg fegurðarsamkeppni klæðskiptinga, „Miss El Dorado“, er að hefjast.

 

Gestirnir fagna ógurlega þegar hinn víðfrægi klæðskiptingur, Queen Hansi Sturm, stígur á svið. Dagsdaglega er hann fjölskyldufaðir með tvö börn en kemur fram mörgum sinnum í viku í kvenmannsklæðum þar sem hann syngur og dansar.

„Frjálsar ástir og afsporun sýna agaleysi. Sérhver sem hugsar um samkynhneigðar ástir er óvinur okkar“.

Opinber tilkynning frá nasistaflokknum 1928.

Fullkomin förðun og ögrandi stutt pils hafa gert hann að einum þekktasta klæðskiptingnum í þýsku höfuðborginni. Undir lok atriðisins rífur Hansi Sturm af sér gervibrjóstin og kastar út til áhorfenda sem ærast af fögnuði.

 

Hansi Sturm hlýtur verðlaunin „Miss Eldorado“ og gleði og fögnuður ráða ríkjum langt fram á morgun.

 

En slíkar skemmtanir fyrir frjálslynt fólki í Þýskalandi nálgast sín lok. Nasistar fylgjast gaumgæfilega með öllu sem þar fer fram. Þeir álíta samkynhneigð vera sjúkdóm sem beri að berjast gegn með öllum ráðum og dáð.

Uppúr 1920 varð Berlín unaðsreitur fyrir m.a. samkynhneigða og klæðskiptinga sem sóttu fjölmarga frjálslynda bari borgarinnar.

Samkynhneigðir blómstra í Berlín

„Eldorado“ var alls ekki eini hommabarinn í því frjálslyndi sem ríkti í Þýskalandi upp úr 1920. Samkvæmt þýska lækninum og kynfræðingnum Magnus Hirschfeld (1868-1935) var árið 1923 að finna á milli 90 og 100 hommabari í Berlín einni saman.

 

Í öðrum þýskum stórborgum eins og Hamborg og Hannover var einnig mikið framboð af slíkri skemmtun fyrir samkynhneigða og klæðskiptinga.

 

Magnus Hirschfeld gegndi sjálfur mikilvægu hlutverki í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra í Þýskalandi. Árin 1927 stofnaði Hirschfeld Vísindalegu mannúðarstofnunina sem var ætlað að safna saman fræðimönnum frá öllum heimshornum sem sinntu rannsóknum á kynhneigð manna.

 

Markmiðið var að berjast gegn fordómum – og afnámi lagagreinar 175 í þýskri refsilöggjöf sem skilgreindi samkynhneigð sem glæp. Þrátt fyrir að það hafi verið ólöglegt á pappírum að vera samkynhneigður, var Berlín þekkt um heim allan fyrir umburðarlyndi sitt í slíkum efnum.

 

Fyrsti hommabarinn í Berlín var opnaður árið 1880 og fram að fyrri heimsstyrjöldinni 1914 voru meira en 40 slíkir í þýsku höfuðborginni.

Barinn „Eldorado“ var einn frægasti samastaður samkynhneigðra í Berlín Weimar-lýðveldisins.

Eftir lok stríðsins árið 1918 breyttist Þýskaland úr konungsríki í lýðveldi með stofnun Weimar-lýðveldisins. Fram að valdatöku nasista árið 1933 jókst frjálslyndið í þessu unga lýðveldi og Berlín var miðpunktur fyrir stórbrotnar skemmtanir – sem einkenndust af ríkulegu magni af áfengi, vímuefnum og frjálslyndi.

 

Weimar-lýðveldið hafði lagt af ritskoðun sem varð til þess að tímarit ætluð hommum og lesbíum spruttu fram eins og gorkúlur. Vinsælasta tímaritið hét „Die Freundschaft“ (Vináttan) og kom í fyrsta sinn út í ágúst 1919. Fjórum árum síðar hafði upplagið tvöfaldast frá 20.000 upp í 40.000 eintök.

„7 – 8% af karlmönnum Þýskalands eru samkynhneigðir. Haldi svo fram sem horfir mun þjóð okkar deyja út vegna þessarar plágu.“

Heinrich Himmler í ræðu, 1937.

 

Sama ár og „Die Freundschaft“ kom út í fyrsta sinn opnaði læknirinn Magnus Hirschfeld heimsins fyrstu stofnun fyrir kynjafræði í Berlín.

 

Stofnunin stundaði rannsóknir á samkynhneigð og transfólki – og starf Hirschfelds gerði hann bæði víðfrægan og alræmdan í allri Evrópu.

 

Helsta verkefni stofnunarinnar var að leita eftir vísindalegum sönnunargögnum um að samkynhneigðir og transfólk væri ekki haldið einhverjum andlegum sjúkdómi, eins og margir samtímamenn töldu, heldur öllu fremur væri um líffræðilegan og arfgengan eiginleika að ræða. Eins og Magnus Hirschfeld sagði árið 1919:

 

„Brátt rennur sá dagur upp sem vísindin munu sigrast á vitleysu, réttlæti mun sigrast á óréttlæti og kærleikur manna mun sigrast á hatri og fáfræði manna“.

 

Magnus Hirschfeld hafði sannarlega ekki rétt fyrir sér í þeim efnum.

 

Samkynhneigði toppnasistinn

Það voru hreint ekki allir í þýsku samfélagi sem fögnuðu þessu blómaskeiði samkynhneigðra. Árið 1928 gaf nasistaflokkurinn út tilkynningu um samkynhneigð og þar var hvorki að finna kærleik eða umburðarlyndi:

 

„Frjálsar ástir og afsporun sýna agaleysi. Þess vegna höfnum við samkynhneigðum rétt eins og við höfnum öllu öðru sem skaðar þjóð okkar. Sérhver sem hugsar um samkynhneigðar ástir er óvinur okkar“.

 

Þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933 barðist hann strax gegn „kynferðislega villuráfandi fólki“ í samfélaginu. Magnus Hirschfeld sem var bæði samkynhneigður og gyðingur, var risavaxinn þyrnir í augum Foringjans. Þann 6. maí 1933 var brotist inn í stofnun hans og öllu rústað þar af nasistum.

 

Öll gögn og allar rannsóknarskýrslur voru brenndar og Magnus Hirschfeld flúði fyrst til Sviss og því næst til Parísar, þar sem hann reyndi án árangurs að koma stofnun sinni aftur á laggirnar. Hann lést úr hjartaáfalli í borginni Nice þann 14. maí 1935.

Nasistar sneru öllu á hvolf í stofnun Magnus Hirschfelds fyrir kynferðislega þekkingu þann 6. maí 1933.

Á þeim tíma voru Hitler og handlangarar hans önnum kafnir í baráttunni gegn hinum jaðarsettu í kerfinu. Árið 1933 hófu nasistar kerfisbundið að loka hommabörum í Berlín og í öðrum þýskum stórborgum.

 

Margir samkynhneigðir skynjuðu yfirvofandi hættu og flúðu úr landi en stór hluti þeirra varð þó eftir í Þýskalandi.

 

Sumir þeirra sem eftir urðu gerðust félagar í Sturmabteilung nasista, það voru samtök hrotta og illmenna sem kallaðir voru Brúnstakkar á íslensku. Þeir vonuðust til að leiðtogi hópsins, Ernst Röhm myndi halda verndarhendi yfir þeim. Röhm var sjálfur samkynhneigður sem varð alkunna þegar sósíaldemókratískt dagblað upplýsti það árið 1931.

 

Hitler brást ekki strax við þessum tíðindum en fyrir utan að kynhneigð Ernst Röms hafi vægast sagt ekki samsvarað háleitum markmiðum nasista, stóð Hitler einnig ógn af hrottafengnum hermönnum hans. Hitler óttaðist að Ernst Röhm myndi stofna til byltingar og koma honum sjálfum frá völdum.

Margir samkynhneigðra í Þýskalandi vonuðust til þess að Ernst Röhm myndi vernda þá. En Röhm gat ekki einu sinni varið sig.

Hitler lét því handsama og drepa Ernst Röhm og fjölmarga aðra pólitíska andstæðinga í nasistaflokknum. Þessi hreinsun var síðar þekkt sem „Nótt hinna löngu hnífa“ og fór fram þann 30. júní 1934 af elítuhermönnum SS og leyniþjónustunni Gestapo.

 

Þegar búið var að ryðja Ernst Röhm úr vegi tóku nasistar nú mun harðar á samkynhneigðum. Árið 1934 sendi Gestapo tilskipun til allra lögreglustöðva í stærri bæjum Þýskalands þar sem krafist var að listi yrði settur saman yfir þá menn sem yfirvöldum væri kunnugt um að væru samkynhneigðir.

 

Ári seinna hertu nasistar enn frekar tökin þegar þeir bönnuðu alla samkynhneigð með lögum. Nú var ekki einungis langtum auðveldara að handtaka alla menn og konur fyrir „samkynhneigt atferli“, heldur var refsingin einnig mun harðari. Meðan samkynhneigðir máttu áður eiga von á vægum dómum sem voru gjarnan milli eins dags og fimm ára fangelsis var refsiramminn nú teygður frá þremur mánuðum og upp í tíu ár.

 

Þetta varð til þess að fjöldi handtekinna margfaldaðist. Árið 1936 voru meira en 5.000 manns handteknir fyrir að brjóta gegn paragrafi 175 – sem samsvarar um fimmföldun miðað við ástandið tveimur árum áður.

LESTU EINNIG

Himmler fyrirleit samkynhneigða

Samkynhneigðir hafa fengið að kenna á útskúfun í Evrópu um aldaraðir og Þýskaland var ekkert frábrugðið öðrum löndum hvað það varðar. Á meðan önnur lönd tóku smám saman upp frjálslyndari afstöðu til samkynhneigðar, þá urðu nasistar sífellt harðhentari.

 

Í fyrsta lagi var það útbreidd skoðun meðal vísindamanna að samkynhneigð væri tengd órjúfanlegum böndum glæpahneigð, t.d. vændi og morðum.

 

Í öðru lagi álitu nasistar og einkum SS foringinn Heinrich Himmler, samkynhneigða menn vera ógn gegn þýsku þjóðinni.

Ofsóttur minnihluti

Það voru langt því frá bara samkynhneigðir sem fengu að kenna á ofsóknum nasista. Allir með aðrar skoðanir en þeirra og voru ekki aríar, áttu á hættu að fá að kenna á reiði nasista.

Kommúnistar voru fyrstir

Það fyrsta sem Hitler gerði þegar hann komst til valda í janúar 1933 var að fangelsa pólitíska andstæðinga sína – ekki síst fjölmarga kommúnista í landinu. Í árslok voru um 50.000 pólitískir fangar í fangelsi.

Gyðingar voru erkióvinurinn

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Vottar Jehóva höfnuðu Hitler

25.000 vottar Jehóva í Þýskalandi neituðu að sverja Hitler hollustueiða eða að gegna herskyldu. Þannig voru um 10.000 fangelsaðir og 2.000 til 3.000 enduðu í fangabúðum, þar sem þeir voru látnir bera fjólubláan þríhyrning. Um 1.200 létust.

Frímúrarar féllu í ónáð

Frímúrarar voru ekki einasta sakaðir um að vera í slagtogi með gyðingum – þeir héldu í taumana bak við tjöldin og stýrðu bæði Sovétríkjunum og Englandi að mati nasista. Milli 80.000 og 200.000 frímúrarar voru drepnir í Þriðja ríkinu.

Prestar enduðu í fangabúðum

Hitler hataði kaþólsku kirkjuna. Um 3.000 prestar voru því handteknir og flestir þeirra sátu bakvið lás og slá í sérstakri deild fyrir kaþólska presta í fangabúðunum í Dachau. Um 1.000 þeirra létu lífið.

Blökkumenn geltir

Blökkumenn í Þýskalandi voru ekki tilteknir í kynþáttalögunum frá Nurmberg árið 1935 en þeir voru samt ofsóttir. Fjölmargir blökkumenn voru geltir af nasistum og samkvæmt sagnfræðingum voru allt að 4.000 þeirra drepnir.

Himmler óskaði þess að sem flest arísk börn myndu fæðast – og var sannfærður um að samkynhneigðir stæðu í vegi fyrir því.

 

„7 – 8% af karlmönnum Þýskalands eru samkynhneigðir. Haldi svo fram sem horfir mun þjóð okkar deyja út vegna þessarar plágu. Þeir sem stunda samkynhneigð svíkja Þýskaland um þau börn sem þeir skulda þjóðinni“, sagði hann í ræðu árið 1937.

 

Þremur árum síðar ákvað Himmler að senda alla samkynhneigða menn í fangabúðir þegar þeir væru búnir að afplána fangelsisvist sína. Þar átti að snúa þeim til gagnkynhneigðar með erfiðisvinnu.

 

Himmler virtist hins vegar ekkert amast mikið við samkynhneigðum konum. Börum þeirra og tímaritinu „Die Freundin“ (Vinkonan) var lokað árið 1933 en konurnar sluppu við refsingu. Mögulega taldi Himmler að telja mætti lesbískar konur á að fæða börn.

Ofsóknir á samkynhneigðum áttu sér stað hvarvetna í Evrópu. Árið 1482 voru riddarinn Richard von Hohenburg og elskhugi hans, vopnasmiðurinn Anton Mätzler, brenndir á báli í Zürich.

Samkynhneigð var bönnuð með lögum

Það var ekki einungis í Þýskalandi nasista sem litið var á samkynhneigð sem glæp. Í mörgum norrænum löndum var samkynhneigð bönnuð með lagasetningum allt fram yfir 1970.

 

Einn þáttur í frönsku byltingunni var sá að lög gegn samkynhneigð voru aflögð í Frakklandi. Þegar Frakkar hertóku Holland árið 1811 var samkynhneigð einnig leyfð þar.

 

Í hernámi Þjóðverja frá 1940 hófust ofsóknir nasista gegn samkynhneigðum með lagaboði. 54 samkynhneigðir voru þannig dæmdir í fangelsisvist í Hollandi í síðari heimsstyrjöldinni.

 

Í Danmörku var samkynhneigð afglæpavædd árið 1930 en meðan nasistar hersátu landið handtóku Þjóðverjar samkynhneigða menn og fluttu þá til fangabúðanna í Neuengamme. Íslendingar fylgdu dæmi Dana árið 1940.

 

Svíþjóð afglæpavæddi samkynhneigð árið 1944. Opinbera, læknisfræðilega lýsingin á samkynhneigð sem er einnig gerð af „andlegri truflun“ hélt þó lífi fram til ársins 1979.

 

Nágrannalandið Finnland leyfði samkynhneigð árið 1971 – fram til þess mátti refsa samkynhneigðum með allt að tveggja ára fangelsi.

 

Norðmenn voru síðastir Norðurlandaþjóða til að lögleiða samkynhneigð árið 1972. Á árunum 1902 – 1950 var 119 samkynhneigðum mönnum refsað af norskum yfirvöldum fyrir kynhneigð sína.

Paragraf 175 fest í sessi

Samkynhneigðir fangar í fangabúðunum báru ljósrauðan þríhyrning sem kennimerki. Og þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið kerfisbundið útrýmt eins og gyðingum, var alls ekki öruggt að þeir myndu sleppa lifandi úr fangabúðunum.

 

Tölur frá fangabúðum þar sem margir samkynhneigðir voru samankomnir – t.d. Sachsenhausen – sýna að dánartíðni samkynhneigðra var allt að 60%.

 

Margir örmögnuðust vegna erfiðisvinnunnar, aðrir buguðust undan sjúkdómum eins og iðrabólgu og blóðkreppusótt. Pyntingar og ill meðferð var einnig algengt banamein samkynhneigðra fanga. Með geldingum og mismunandi lyfjatilraunum átti að lækna fangana af þessum „sjúkdómi“ þeirra en meðferðirnar enduðu einatt með því að kosta sjúklingana lífið.

 

Minnst 100.000 samkynhneigðir karlmenn voru handteknir á valdatíma nasista. Um 50.000 þeirra voru dæmdir og allt að 15.000 enduðu í fangabúðum, þar sem um þriðjungur lét lífið.

 

Þrátt fyrir að þessar ofsóknir hafi hætt að stríði loknu voru samkynhneigðir áfram ofsóttir í Þýskalandi. Paragrafi 175 sem hafði frá árinu 1871 skilgreint samkynhneigð sem glæp, var viðhaldið allt fram til ársins 1967 í Austur Þýskalandi og í Vestur Þýskalandi fram til ársins 1969.

Lesið meira um samkynhneigð í Þýskalandi

  • Clayton J. Whisnant: Queer Identities and Politics in Germany: A History, 1880–1945, Harrington Park Press, 2016

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN , ANDREAS ABILDGAARD

© Prismatic Pictures/Bridgeman Images & United States Holocaust Memorial Museum/Wikimedia Commons. © Prismatic Pictures/Das Bundesarchiv/Bridgeman Images. © United States Holocaust Memorial Museum/Wikimedia Commons. © National Archives Catalog & Library of Congress. © Peter Newark Military Pictures/Bridgeman Images. © Bundesarchiv Bild/Wikimedia Commons. © Coreyjo/Wikimedia Commons. © Wikimedia Commons. © CNA Deutsch. © akg-images/Imageselect

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

6

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Brostu! Þetta er falin myndavél

Faldir hljóðnemar og útsmognir sjónvarpshrekkir gerðu Allen Funt frægan um gervöll Bandaríkin á sjöunda áratugnum. En þegar hann lenti í raunverulegu flugráni reyndist það vera hálfgerð martröð að vera þekktur prakkari.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is