Lifandi Saga

Hvað varð um fjársjóðslest nasista?

Undir lok síðari heimsstyrjaldar á lest full af þýfi sem nasistar höfðu komist yfir, að hafa horfið í Póllandi. Nú hefur hópur Pólverja sem leitað hafa fjársjóðsins, hugsanlega fundið ummerki um hann.

BIRT: 19/01/2023

Á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldar voru nasistar í Póllandi undir miklum þrýstingi. Sovéski herinn nálgaðist óðfluga, dag frá degi og Þjóðverjar fundu sig knúna til að koma undan þeim auðævum sem þeir höfðu rænt, áður en óvinurinn kæmi og frelsaði landið.

 

Lausnin var fólgin í heilum lestarfarmi af gulli, skartgripum og listmunum og þessa svokölluðu „gulllest“ var svo ætlunin að senda til Þýskalands. Áður en lestin kæmist á áfangastað hvarf hún hins vegar, án nokkurra ummerkja, í suðvesturhluta Póllands.

 

Þannig hljóðar ein vinsælasta sagan um goðsagnarkennda gulllest nasistanna. Hvort lestin nokkurn tíma hafi verið til er þó mjög á reiki meðal sagnfræðinga því engum hefur til þessa tekist að sanna né afsanna tilvist hennar, né heldur gersemanna sem hún á að hafa innihaldið. Engu að síður hafa fjársjóðsleitendur, m.a. pólski herinn, reynt að hafa uppi á lestinni og verðmætunum í henni, allar götur frá árinu 1945.

Horfinn fjársjóður nasistanna

Fjársjóðslestin í Póllandi er ekki eini nasistafjársjóðurinn sem á að hafa horfið í ringulreið seinni heimsstyrjaldar. Sagt er að gull hafi einnig horfið í Afríku og á Norður-Atlantshafi og aldrei fundist aftur.

Rafherbergið

Rafherbergið samanstóð af dýrmætum veggklæðningum, skreyttum rafi og gulli sem Friðrik Vilhjálmur 1. Prússakeisari er sagður hafa gefið Pétri mikla keisara árið 1716. Þegar nasistar réðust inn í Sovétríkin árið 1941 voru veggklæðningarnar sendar til Königsberg. Rafherbergið hvarf sporlaust þegar bandamenn vörpuðu sprengjum sínum á borgina árið 1944.

Fjársjóður Rommels

Árið 1943 eru nasistar sagðir hafa rænt ógrynninu öllu af gulli frá gyðingum þegar Þjóðverjar hernámu Túnis. Gullið sendu þeir til Korsíku en skipið sem flutti það er sagt hafa sokkið þegar siglt var með gullið áfram til Þýskalands. Æ síðan hafa fjársjóðsleitendur reynt að staðsetja skipið með gullfarminum.

„Andlitsmynd af ungum manni“

Nasistar rændu ógrynni málverka meðan á seinni heimsstyrjöld stóð. Ein þekktasta myndin kallaðist „Andlitsmynd af ungum manni“ en hana málaði endurreisnarlistamaðurinn Rafael. Þjóðverjarnir rændu málverkinu á safni einu árið 1939 og létu flytja það í kastala í borginni Kraków. Þegar Bandaríkjaher náði kastalanum á sitt vald var málverkið hins vegar á bak og burt.

S.S. Minden

Þýska skipið S.S. Minden var á leið frá Brasilíu til Þýskalands þegar breskt skip sökkti því í sjónum úti fyrir Íslandi. Sagt er að skipið hafi verið drekkhlaðið gersemum. Síðast á árinu 2018 reyndu breskir leiðangursmenn að staðsetja skipsflakið og gullfjársjóðinn en allt kom fyrir ekki.

Fjársjóðsleitendur: Við höfum fundið gull nasista

Ein vinsælasta tilgátan er sú að nasistar hafi falið lestina í lestargöngum í grennd við landamæri Þýskalands og Póllands. Leit á svæðinu hefur þó enn ekki borið árangur. Leitin að fjársjóði nasistanna heldur þó áfram án afláts.

 

Síðustu fréttir af leitinni herma að pólskir fjársjóðsleitendur hafi sent frá sér tilkynningu í maí árið 2022, þess eðlis að fjársjóður nasistanna væri fundinn.

 

Ef marka má Pólverjana studdust þeir við dagbók eins SS-foringjanna til að nálgast fjársjóðinn og síðan eiga þeir að hafa notað jarðsjá til að bera kennsl á mörg tonn af gulli á þriggja metra dýpi undir pólsku þorpi. Leitarmennirnir bíða sem stendur eftir leyfi til að grafa upp gullið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock,© UC Santa Cruz,© Ministry of Culture and Art,© Nikolaus Stürzl

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.