Tækni

Ný flaga lengir endingu símarafhlöðu um viku

IBM og Samsung hafa þróað nýja gerð örflögu sem getur dregið úr orkunotkun tölvu eða snjallsíma um allt að 85%.

BIRT: 19/12/2022

Þú kannast vafalaust við það hvernig dagleg notkun margra smáforrita í símanum étur svo mikla orku úr rafhlöðunni að síminn þarf að komast í rafmagnsinnstunguna eftir allt of stuttan tíma.

 

Þessi daglega hleðsla gæti þó bráðum heyrt sögunni til vegna nýrrar flögugerðar með allt annarri hönnun og öðruvísi rafrásum.

 

Þessi nýja hönnun er unnin hjá IBM og Samsung í sameiningu og framleiðendurnir segja reiknigetuna tvöfaldast en þess á milli má setja símann í mjög orkusparandi dvala. Þeir lofa því að rafhlaðan muni duga í viku í staðinn fyrir einn eða kannski tvo daga eins og nú er.

Nýja flagan fer í framleiðslu hjá Samsung og til að byrja með á að hana nota í netþjóna frá IBM.

Kynningarmyndband IBM og Samsung af nýja VTFET smáranum. 50 milljarðar smára eru á flögunni sem þó er minni en frímerki.

Algjörlega ný gerð af flögu

Þetta litla rafkraftaverk varð að veruleika í rannsóknastofum IBM, þegar mönnum tókst að raða hinum fíngerðu smárum hverjum ofan á annan.

 

Aðferðin fékk tækniheitið VTFET (Vertical Transport Field Effective Transistors) og öfugt við eldri gerðir þar sem smárunum er raðað hlið við er þeim nú raðað lóðrétt en með því móti má pakka þeim enn þéttar saman.

 

Hjá IBM hefur þannig tekist að pakka 50 milljörðum smára á VTFET-flögu sem er minni um sig en frímerki.

 

Auk þess að bæta örgjörvahraðann og spara straum mun þessi nýja tækni líka geta gjörbylt afköstum netþjóna í stórum tölvuskýjum sem nú afgreiða til okkar allt frá samfélagsmiðlum til efnis frá streymisveitum.

 

Um 30 milljarðar raftækja sem nú þegar tengjast netinu, svo sem sportúr, snjallperur eða snjallhátalarar munu til lengri tíma litið njóta góðs af VTFET-hönnuninni sem áætlað er að muni draga úr raforkunotkuninni um allt að 85%.

Lögmál Moores lýsir því hvernig reiknigeta og fjöldi smára á hverri flögu myndi tvöfaldast annað hvert ár.

Framlengir líf lögmáls Moors

Nýja hönnunin framlengir líka hið svonefnda lögmál Moores.

 

Verkfræðingurinn Gordon Moore hjá Intel spáði því árið 1965 að reiknigeta og fjöldi smára á hverri flögu myndi tvöfaldast annað hvert ár.

 

Árið 1975 endurskoðaði hann þessa spá sína og taldi nú að tvöföldunin myndi taka tvö ár.

 

í næstum hálfa öld frá upphafi tölvutækninnar hefur þetta lögmál staðist í meginatriðum allt til nútímans þegar orðið er tiltölulega einfalt að keyra nokkuð þung forrit í tölvum og símum.

 

Hefðu bílar þróast á sama hraða og tölvutæknin segja menn hjá Intel að bíll myndi nú kosta um 5 krónur, komast milljón km á einum lítra af bensíni og ná 500.000 km hraða.

 

Síðasta áratuginn hafa menn keppst við að dæma lögmál Moores úr leik, þar eð smárarnir eru orðnir svo fíngerðir og komnir niður í nanóstærð að það er ekki gerlegt að koma fleiri fyrir á hverri flögu.

 

Með nýju VTFET-tækninni eru nú horfur á að lögmál Moores muni gilda í mörg ár til viðbótar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

© Wikipedia / OurWorldInData.org. © IBM / Samsung

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Skortur á stáli ýtti undir sköpunarkraft bandamanna í baráttunni við hina illræmdu kafbáta nasistanna. Ein ótrúlegasta tilraunin átti sér stað á stöðuvatni einu í Kanada.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.