Maðurinn

Ný uppgötvun gæti fært sköllóttum hárið aftur

Lítið en stórvægilegt lykilatriði hefur úrslitaáhrif á vöxt hárs í hársekknum. Vísindamenn vonast til að uppgötvunin ryðji brautina fyrir nýja meðferð við hártapi.

BIRT: 07/08/2022

Allt að helmingur karla og um fjórðungur kvenna hafa misst eitthvað af hári sínu um fimmtugt.

 

Þótt hártapið sé hvorki hættulegt né sársaukafullt getur það haft áhrif á sjálfsmynd og lífsgæði þeirra sem fyrir því verða.

 

Vísindamenn um allan heim hafa lengi reynt að finna líffræðilegar ástæður fyrir fækkun háranna og nú hafa kínverskir og bandarískir vísindamenn komist stóru skrefi nær því.

 

Með nákvæmum rannsóknum á frumum niðri í hársekkjunum uppgötvuðu þeir atriði sem mönnum hefur yfirsést fram að þessu en gegnir lykilhlutverki varðandi hárvöxt og gæti þar með auðveldað meðferð við hártapi. Þetta er boðsameindin SCUBE3.

Grátt hár getur tekið lit sinn á ný

Vísindamenn hafa lengi talið að gránandi hár væri óhjákvæmileg þróun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að það er mögulegt að fá aftur lit í hárin með tilteknum lífsstílsbreytingum.

Lítill boðberi rífur allt á fullt

Upphaflega voru vísindamennirnir að leita mögulegrar meðferðar við því hártapi hjá körlum og konum sem tengist næmi gagnvart kynhormónum.

 

Af þeim sökum genabreyttu þeir tilraunamúsum þannig að hársekkirnir urðu mjög virkir. Þannig var unnt að fylgjast með flóknum ferlum hárvaxtarins – skref fyrir skref.

 

Í þessu ferli uppgötvuðu þeir boðsameindina SCUBE3 sem frumur í hársekkjum framleiða. Sameindin virkar sem eins konar boðberi og tilkynnir stofnfrumum í kring að þær eigi að taka að skipta sér. Það ferli setur hárvöxt í gang.

Hárið dettur af eftir fimm ár

Hárin á höfðinu bera í sér eins konar gildisdagsetningu. Hvert hár vex stanslaust í kringum fimm ár fyrir tilverknað stofnfrumna djúpt niðri í húðinni. En svo stöðvast vöxturinn skyndilega.

1. Stofnfrumur byggja hár frá grunni

Vöxtur hársins hefst á því að stofnfrumur (gular) flytja sig frá hlið hársekksins til botns. Þar er lítil húðtota, hárnabbinn, þar sem æðar (rauðar og bláar) skila súrefni og næringu til frumnanna. Stofnfrumurnar þróast í hárfrumur og skipta sér aftur og aftur þannig að hárið vex upp og út úr húðinni.

2. Aðflutningur súrefnis og næringar hættir

Eftir þrjú til fimm ár taka hárnabbinn og hársekkurinn að rýrna og hárinu berst því ekki lengur súrefni og næring til að vaxa. Vöxturinn stöðvast alveg og hárið heldur óbreyttri lengd í 2-3 vikur. Á hverjum tilteknum tíma eru um 3% af hársekkjum á höfðinu í þessum fasa.

3. Hársekkurinn losar hárið og byrjar upp á nýtt

Að lokum losnar hárið og getur nú fallið af hvenær sem er. Um 5-10% af hársekkjunum eru í þessum fasa og af höfðinu falla því nálægt 100 hár á dag. Eftir þriggja til fimm mánaða hvíld vakna stofnfrumur í hársekknum af dvalanum og ná sambandi við blóðrásina. Nýtt hár tekur að vaxa.

Mannahársekkir græddir á mýs

Í næsta hluta rannsóknarinnar sprautuðu vísindamennirnir SCUBE3-boðsameindum beint inn í húð músanna eftir að hafa grætt í hana hársekki úr höfuðhúð manna. Boðsameindin örvaði hárvöxtinn mikið, segja vísindamennirnir, bæði í hársekkjum manna og músa.

 

Þótt vísindamennirnir hafi enn ekki gert neinar tilraunir á mönnum, telja þeir niðurstöðurnar lofa góðu og líklegt að SCUBE3 eða svipaðar sameindir muni í framtíðinni gagnast sem meðferð gegn hártapi.

 

„Það er mikil þörf fyrir árangursríka meðferð gegn hártapi. Náttúruefni sem einmitt verður til í hársekknum við eðlilegar aðstæður, gæti sem best verið draumalausnin,“ segir Maksim Plikus hjá Kaliforníuháskóla, einn vísindamannanna sem stóðu að þessari rannsókn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Shutterstock & Malene Vinther

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

5

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is