Nýjar sannanir fyrir vatni á tunglinu

Vísindamenn hafa fundið beinharðar sannanir fyrir vatni á tunglinu.

BIRT: 13/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Dimmir gígar við pólana á tunglinu eru fullir af ís. Það hafa bandarískir vísindamenn nú uppgötvað með litrófsmælingum sem ætlað er að kortleggja málma á yfirborðinu.

 

Þessi uppgötvun hefur afgerandi þýðingu varðandi langtímabúsetu á tunglinu.

Litrófsrannsóknir á tunglinu hafa sýnt vatnsísgíga (rauða punkta) á pólum tunglsins

Meira um tunglið …

Þótt það sé aðeins 384.000 km í burtu kemur tunglið okkar enn á óvart. Hér er nokkrar fréttir af tunglrannsóknum.

Segulmagn skýrir dulræð mynstur

Ljósleit mynstur í tunglrykinu hafa nú verið skýrð: Stjörnufræðingar telja þessar þyrilmyndanir skapast af áhrifum staðbundinna segla. Þeir hafa líklega myndast fyrir meira en 3 milljörðum ára, þegar eldvirkni var enn á tunglinu. Hár hiti olli því að járn skildi sig frá og tók í sig segulmagn frá segulsviði tunglsins.

Nýr sjónauki leitar örtungla

Aðdráttarafl jarðar nær tangarhaldi á sumum þeirra loftsteina sem fara hjá og þeir verða um hríð eins konar örtungl á braut um jörðu. Að jafnaði eru einn eða tveir loftsteinar á slíkum brautum. Nú hyggjast stjörnufræðingar kanna efnasamsetningu þeirrar og uppruna með LSST-sjónaukanum í Chile. Þessi örtungl gætu markað upphaf að námuvinnslu í geimnum.

Tunglryk hættulegt fyrir líkamsfrumur

Nýjar tilraunir sýna að rykið á yfirborði tunglsins er hættulegt, líkast til vegna þess að það er svo fíngert að örðurnar komast gegnum hindranir í líkamsvef. Vísindamenn hafa sett lungnafrumur úr mönnum og heilafrumur úr músum í snertingu við gervitunglryk, sem sagt alveg þurrar og örsmáar örður, aðeins míkrómetra í þvermál. Allt að 90% af frumunum drápust.

BIRT: 13/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA,© PNAS,© Todd Mason, Mason Productions Inc./LSST Corp.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is