Alheimurinn

Nýtt fyrirbrigði í geimnum: Sprengistjarna lifir af

Eftir að sprengistjarna springur umbreytist hún ýmist í svonefnda tifstörnu eða svarthol en megnið af efninu þeytist út í geiminn. Nú hefur stjarna lifað slíka sprengingu af og lýsir bjartar en nokkru sinni fyrr. Þessi uppgötvun getur breytt skilningi okkar á eðli sprengistjarna.

BIRT: 27/01/2023

Endalok sprengistjörnu (Supernova) eru meðal kraftmestu fyrirbrigða sem við þekkjum.

 

Þegar stjarna hefur brennt upp öllum vetnisbirgðum sínum, skortir hana afl til að hamla gegn eigin þyngd. Hún fellur þess vegna saman og springur síðan. Sprengingin losar ofboðslega orku.

 

Eftir sprenginguna er aðeins kjarni stjörnunnar eftir og hann ummyndast annað hvort í tifstjörnu eða svarthol. Annar efnismassi stjörnunnar þeytist út í geiminn og myndar gríðarlegt ryk- og gasský.

 

Sprengingin getur verið svo öflug að hún lýsi upp heila stjörnuþoku. Einkum eru það sprengingar svonefndra heitkjarna-sprengistjarna sem eru öflugar og eyðileggjandi. Það hefur alla vega verið álit stjörnufræðinga – þar til nú.

Sprengistjarnan SN 2012Z fannst í stjörnuþokunni NGC 1309 árið 2012.

Stjarnan sem lifði af sprenginuna

Hópur stjörnufræðinga hafði beðið spenntur eftir gögnum Hubble-sjónaukans frá sprengingu heitsprengistjörnunnar SN 2012Z en þegar gögnin birtust í tölvum stjörnufræðinganna urðu þeir alveg forviða.

 

Stjarnan reyndist hafa lifað sprenginguna af og nú lýsti hún meira að segja bjartar en fyrir sprenginguna.

 

„Við áttum von á að sjá annað hvort af tvennu, þegar við fengum síðustu gögnin frá Hubble,“ segir stjarneðlisfræðingurinn Curtis McCully. „Annað hvort yrði stjarnan horfin eða hún væri enn á sínum stað sem hefði þýtt að hún hefði ekki sprungið, heldur einhver önnur stjarna. Engum datt í hug að við myndum sjá stjörnu sem hefði lifað af og væri nú orðin ljóssterkari en fyrr. Þetta var afar torleyst ráðgáta.“

 

Heitkjarna-sprengistjörnur nefnast líka sprengistjörnur af gerð 1a og teljast til mikilvægustu viðmiða við fjarlægðarútreikninga í geimnum. Stjarneðlisfræðingar vita þó ekki með vissu hvað veldur því að þessar heitkjarnastjörnur springa. Menn eru þó sammála um að þetta séu hvítar dvergstjörnur, á stærð við jörðina en með massa á við sólina og þær eyðist í sprengingunni.

Til vinstri: Litmynd af stjörnuþokunni NGC 1309 fyrir sprengingu stjörnunnar 2012Z. Efsta miðmynd: SN 2012Z fyrir sprenginguna árið 2012. Efst til hægri: SN 2012Z árið 2013 við sprenginguna. Neðri miðmynd: SN 2012Z árið 2016 hefur lifað af. Neðst til hægri: SN 2012Z skín skærar en fyrir sprenginguna.

,,Misheppnuð sprengistjarna”

Ein kenningin er sú að heitkjarnastjörnur sogi til sín efni frá móðurstjörnu sinni og þegar hún verður of þung leiði hitavirkni í kjarnanum til sprengingar.

 

SN 2012Z telst til undirflokksins 1ax en þær stjörnur eru veikbyggðari en stjörnur af gerð 1a sem líka eru algengari.

 

Þar eð þessar stjörnur eru kraftminni og sprengingin hægari, hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort þetta geti verið einhvers konar „misheppnaðar“ sprengistjörnur. Sú tilgáta gæti nú hafa verið staðfest.

 

Stjörnufræðingarnir álíta að ástæða þess að stjarnan er nú bjartari en áður sé sú að hún sé orðin þéttari. Þar eð sprengingin var ekki nógu öflug til að þeyta öllu efni burtu hefur hluti þess sogast aftur inn að stjörnunni.

 

Með tímanum vænta stjörnufræðingarnir þess að stjarnan muni smám saman komast aftur í fyrra ástand en verði þó stærri um sig og jafnframt massaminni. Þótt það virðist mótsagnakennt verða hvítir dvergar því stærri um sig sem efnismassinn er minni.

 

Eftir þessa uppgötvun munu stjörnufræðingar þurfa að endurskilgreina skilning sinn á sprengistjörnu og ástæður þess að þær springa eða gera það ekki.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© NASA, ESA, The Hubble Heritage Team (STSCI/AURA), and A. Riess (JHU/STSCI),© McCully et al.,

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is