Alheimurinn

Nýtt tölvulíkan sýnir næsta ofurmeginland

Þurrlendi jarðar mun á næstu 200-300 milljón árum ná saman, loka Kyrrahafinu og mynda nýtt ofurmeginland samkvæmt útreikningum tölvulíkans.

BIRT: 12/01/2024

Þar til fyrir 200 milljón árum var nánast allt þurrlendi jarðar samankomið í ofurmeginlandinu Pangeu.

 

Nú sýna útreikningar tölvulíkans hjá Curtinháskóla hvernig jarðskorpuflekarnir munu færa sig á næstu 300 milljónum ára og meginlandsflekarnir að lokum sameinast með samruna Asíu og Ameríku og þar með loka Kyrrahafinu sem nú þekur um þriðjung hnattarins.

 

Ástralía tengir

Aðrir jarðfræðingar hafa áður sett fram kenninguna um Amasíu sem eina mögulegra framtíðarsviðsmynda, varðandi landrek á næstu hundruðum milljóna ára.

 

En að sögn þeirra vísindamanna sem standa að nýja tölvulíkaninu staðfesta útreikningarnir að Ástralía muni fyrst tengjast Asíu og síðan mynda landbrú yfir til Ameríku, þegar Kyrrahafið minnkar og hverfur svo að lokum.

Samkvæmt útreikningum jarðfræðilíkans lokast Kyrrahaf en Ameríku- og Asíuflekana rekur saman og þeir mynda ofurmeginlandið Amasíu á næstu 200-300 milljónum ára.

Þetta verður síður en svo í fyrsta sinn sem heimsálfurnar sameinast í eitt stórt meginland.

 

Á síðustu tveimur milljörðum ára hafa meginlandsflekarnir oftar en einu sinni safnast saman í svonefnd ofurmeginlönd.

 

Þetta gerist á nálægt 600 milljón ára fresti og þetta ferli kalla jarðfræðingar ofurmeginlandahringinn.

 

Það er einmitt þekkingin á reki meginlandsflekanna ásamt svonefndum fjórvíðum jarðdýnamískum líkönum sem áströlsku vísindamennirnir hafa notað til að skyggnast 200-300 milljón ár inn í framtíðina.

 

Þeir telja líka að breytingarnar muni hafa gríðarmikil áhrif á vistkerfin, sjávarstöðu, hitastig og umhverfi.

Árekstur fleka skapaði Pangeu

Árekstur jarðskorpuflekanna undir þurrlendi jarðar skapaði ofurmeginlandið Pangeu fyrir um 325 milljónum ára.

Fyrir 325 milljón árum: Meginlönd rekast saman

Næstum allt þurrlendi jarðar myndar tvö meginlönd, Evróameríku og Gondwana. Þessar plötur rekast saman og loka Paleó-Tetýshafinu.

Fyrir 235 milljón árum: Allt þurrlendi í Pangeu

Allt þurrlendi jarðar hefur nú sameinast í Pangeu – eftir grísku orðunum pan = allt og gaia = land. Úthafið Panthalassa þekur hnöttinn að öðru leyti.

Fyrir 140 milljón árum: Heimsálfur myndast

Meginlandsflekarnir skiljast að og taka að brjóta Pangeu sundur. Norður-Atlantshaf er mjótt sund en Suður-Ameríka og Afríka fylgjast enn að.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock, © Curtin University, Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is