Nýuppgötvuðu heilafrumurnar stjórna samskiptum milli annarra heilafrumna.

Vísindamenn hafa nú fundið alveg nýja gerð heilafruma sem geta skapað betri þekkingu á geðsjúkdómum eins og skítsófreníu, geðhvörfum og þunglyndi.

BIRT: 19/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er ekki aðeins fjöldi heilafrumna sem skilur okkur frá öðrum dýrum. Nýlegar rannsóknir benda til að við gætum haft sérstaka gerð frumna sem ekki er í öðrum tegundum.

 

Hópur ungverskra vísindamanna hefur athugað muninn á heilavef í ysta lagi heilabarkarins í mönnum og músum og fundið áður óþekkta gerð heilafrumna.

 

Í heilaberkinum fer fram ýmis æðri hugarstarfsemi, sem t.d. lýtur að námi og óhlutbundinni hugsun.

 

Vísindamennirnir nefna frumurnar „hjúpfrumur“ með tilvísun til grasafræðinnar en þær geta minnt á runna og á útvextir á þeim greinast nokkuð þétt.

Nýuppgötvaðar frumur stýra umferð í heilanum

Hjúpfrumurnar flokkast sem hemjandi taugafrumur og hafa stjórn á taugaboðum milli annarra frumna svipað og stöðuljós.

 

Skipta e.t.v. máli varðandi geðsjúkdóma

Hjúpfrumurnar eru um 10-15% af hemlafrumum í ysta lagi heilabarkarins en snertipunktar þeirra við aðrar frumur benda til að þær gegni mikilvægu hlutverki við að hafa hemil á boðum til útskota heilafrumna.

 

Nú hyggjast vísindamennirnir kortleggja hlutverk þeirra nákvæmlega og rannsaka hvort gallaðar hjúpfrumur hafi áhrif varðandi geðsjúkdóma á borð við skítsófreníu, geðhvörf og þunglyndi.

BIRT: 19/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Tamas Lab/University of Szeged

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is