Ofurörvuð börn læra minna

Heilar lítilla barna geta ekki greint sundur þau ýmsu skynhrif sem börnin verða fyrir dag hvern. Þess vegna kemur það þriggja ára börnum að góðu gagni að láta þau einbeita sér að fáum hlutum í einu.

BIRT: 11/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hafa börn þörf fyrir fleiri eða færri örvanir til að læra eitthvað nýtt? Vísindamenn á sviði kennslufræði greinir á um þetta því sannað er að þeim mun fleiri skynfæri sem við beitum, því betur munum við.

 

Þegar svo málið snýst um að kenna litla bróður ný orð gagnast vel að lesa upphátt fyrir hann, því þannig getur barnið bæði séð og heyrt í einu. Barnabókaiðnaðurinn beitir í ríkum mæli skemmtilegum, litríkum myndskreytingum.

 

Ein mynd gagnast betur en tvær

Rannsókn leiddi á hinn bóginn í ljós að það getur borgað sig að fækka myndunum til þess að ungu heilarnir verði ekki ofhlaðnir. Í það minnsta hvað máltileinkun snertir.

 

Rannsóknin gekk út á það að lesa barnabækur upphátt fyrir þriggja ára börn. Í ljós kom að börn sem lesin var bók fyrir með einungis einni mynd á opnu lærðu helmingi fleiri orð en börn sem fengu bók með tveimur myndum á opnu.

Börn eiga auðveldara með að tengja myndefni og tungumál ef aðeins er höfð ein mynd á opnu.

Minna er meira

Margar barnabækur eru prýddar litríkum, áberandi myndum og þær geta að sama skapi verið einkar skemmtilegar. Sé hins vegar litið til kennslufræðilegs gildis þeirra bóka gagnast betur að hafa eina mynd á opnu og hún á helst að vera eins eðlileg og frekast er unnt.

 

Aðrar rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að viðbótarskemmtun í formi sérlegra flipa eða þá mynda af dýrum sem klædd eru sem fólk (mjög vinsælt myndefni í barnabókmenntum) dregur úr tungumálagetu barna.

 

Fyrir þá sem langar að lesa bækur sem fela í sér margar hugmyndaríkar myndir hafa vísindamenn þó fundið einfalt ráð. Bendið á myndina sem sýnir nákvæmlega þann texta sem verið er að lesa. Þannig veit barnið hvaða mynd það á að einblína á og getur sameinað sjónhrifin því sem það heyrir.

BIRT: 11/06/2023

HÖFUNDUR: BERIT VIUF

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Stephen Baack (IMCOM)

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is