Search

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Um 13 ára aldur verður breyting i heilanum sem veldur því að táningar taka síður mark á því sem móðir þeirra segir en hlusta fremur á aðra. Og vísindamenn segja þetta einkar hentugt.

BIRT: 09/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Halló – ertu að hlusta á mig? Ef þú ert með táning heima og átt æ erfiðara með að ná sambandi við hann eða hana, gæti nú hafa fundist á því eðlileg skýring.

 

Þessi valkvæða heyrn er nefnilega ekki endilega táningnum sjálfum að kenna.

 

Þetta sýnir ný rannsókn sem jafnframt afhjúpar að það er rödd móðurinnar sem síst nær eyrum unglingsins – og að það er bara afar gott.

 

Heilinn er forritaður til að fjarlægjast

Um 13 ára aldur tekur verðlaunakerfi heilans nefnilega að bregðast síður við rödd móðurinnar en beinist þess í stað fremur að nýjum og áður óþekktum röddum.

 

Allt er þetta hluti af vel stýrðu líffræðilegu ferli sem gegnir þeim tilgangi að fjarlægja unglinginn frá örygginu í faðmi foreldranna.

 

„Rétt eins og kornabarn veit að það á að hlusta eftir rödd móður sinnar, veit unglingurinn að hann þarf að hlusta á nýjar raddir,“ segir geðlæknirinn Daniel Abrams, einn vísindamannanna að baki rannsókninni.

 

Í þessari rannsókn gerðu Abrams og hópur hans MRI-skannanir á heila unglinga á aldrinum 13-16,5 ára til að sjá hvað gerist í hinum hormónabaðaða heila.

 

Fyrir skönnun tóku vísindamennirnir upp rödd móðurinnar sem látin var segja bullorð, innan við sekúndu að lengd. Þannig var tryggt að unglingarnir tengdu hvorki við merkinguna né tilfinningagildi orðanna.

 

Sömu bullorð voru tekin upp úr munni tveggja óviðkomandi kvenna.

 

Hver þátttakandi hlustaði aftur og aftur á upptökurnar með rödd móður sinnar og hinna ókunnu kvenna í tilviljanakenndri röð. Táningarnir voru líka látnir heyra ýmis heimilisleg hljóð, svo sem suð í uppþvottavél og vísindamennirnir fylgdust svo með viðbrögðum heilans við mismunandi röddum.

 

Óþekktar raddir vöktu viðbrögð í heilanum

Á skannanum sást skýrt hvernig allar raddir vöktu viðbrögð víðar í heila unglinganna en hjá börnum undir 12 ára aldri.

 

T.d. mátti sjá að hljóðupptökurnar vöktu viðbrögð heilasvæðis sem nefnist „superior temporal sulcus“ og tengist félagsgreind.

 

Þessi virkni jókst smám saman með hækkandi aldri og reyndar svo staðfastlega að unnt var að giska á aldur viðkomandi á grunni skönnunarinnar.

 

Vísindamenn: ,,Þetta er hentugt”

Vísindamennirnir sáu líka að verðlaunastöð heilans, „nucleus accumbens“ varð mun virkari þegar unglingarnir heyrðu óþekkta rödd en rödd móðurinnar.

 

Sama gilti um heilastöð í ennisblaðinu þar sem félagslegar upplýsingar eru metnar.

 

Að mati vísindamannanna er góð og gild ástæða fyrir þessu skyndilega aðdráttarafli hins nýja og óþekkta. Þetta er hreinlega hluti af heilbrigðum þroska.

 

„Það kemur að því að barn hættir að vera háð foreldrunum og þau tímamót þurfa að styðjast við líffræðilega breytingu,“ segir aðalhöfundur vísindagreinarinnar, Vinod Menon sem er prófessor í geðlækningum og atferlisfræði við Stanfordháskóla.

 

„Það sem við höfum sýnt fram á er breyting sem hjálpar unglingum að vera þátttakendur í í hinum stóra heimi og mynda sambönd sem gera þá félagslega hæfa utan fjölskyldunnar,“ segir hann.

BIRT: 09/12/2022

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is