Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Parísarsamkomulagið gekk í gildi árið 2015 og leiðtogar heimsins innsigluðu með handaböndum þá ætlun sína að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráður. En níu árum síðar erum við að fara yfir þau mörk. Losun mannkyns á gróðurhúsalofti hefur valdið hraðfara hækkun meðalhita. Nú valda heitur sjór og mikið eldgos því að hnötturinn hitnar svo mjög að það sýður upp úr.

BIRT: 23/02/2024

Við langt háborð, fremst í salnum, undir stóru og áberandi merki Sameinuðu þjóðanna sitja voldugustu leiðtogarnir á COP21-ráðstefnunni.

 

Mikil spenna ríkir í salnum. Atkvæði berast smám saman og loks liggur niðurstaðan fyrir. Framsæknasti loftslagssáttmáli sögunnar hefur verið samþykktur.

 

Stjórnmálamennirnir rísa úr sætum, taka saman höndum og lyfta þeim eins og til marks um stóran sigur.

 

Atriðið verður ódauðlegt í sögunni vegna aragrúa ljósmynda, enda smelltu ljósmyndarar í salnum af myndavélum sínum í gríð og erg.

 

Myndirnar hafa táknrænt gildi, vegna þess að þær sýna fögnuðinn yfir Parísarsáttmálanum en samkvæmt honum skuldbundu aðildarríkin sig til að taka til höndum og tryggja að hlýnun jarðar færi ekki yfir 1,5 gráður.

 

Það eru aðeins liðin níu ár en engu að síður er þegar ljóst að Parísarsáttmálinn er ekki einu sinni jafn verðmætur pappírnum sem í hann fór. Á þessu ári verður hækkun meðalhitans komin yfir þessa einu og hálfu gráðu – að minnsta kosti í bili.

 

Hækkun hitastigsins er fyrst og fremst afleiðing af losun manna á gróðurhúsalofti en einmitt núna þrýstist hitinn enn hærra fyrir tilverknað eðlilegra náttúrufyrirbrigða.

 

Loftslag sveiflast

Á síðustu 150 árum hefur meðalhiti á hnettinum hækkað um 1,25 gráður eða svo.

 

Langveigamesta ástæðan er brennsla jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og jarðgass sem losar koltvísýring út í andrúmsloftið.

Með hendur á lofti, kreppta hnefa og upplyfta þumla fögnuðu heimsleiðtogar samkomulaginu árið 2015. Með samkomulaginu skuldbundu leiðtogarnir sig til að halda hækkun hitastigs undir 1,5 gráðum.

Gróðurhúsalofttegundir hafa fengið þetta samheiti vegna þess að þær halda hita frá sólinni frá því að geislast til baka út í geiminn. Það ástand veldur því að hiti hækkar á hnettinum.

 

Meðal afleiðinganna eru ísbráðnun á heimskautasvæðunum og hækkandi yfirborð í heimshöfunum. Það leiðir af sér flóðahættu, bæði í borgum nálægt ströndinni og meðfram fljótum. Jafnframt hefur veðrið aukna tilhneigingu til að staðna og valda löngum þurrkatímabilum, t.d. í Evrópu.

 

Þótt loftslag í heiminum hafi alltaf sveiflast hafa sveiflur ekki verið jafn tíðar og nú.

Innbyggður hitastillir sér um loftslagið

Þegar jörðin kólnar um of, sér hún sjálf um að skrúfa frá hitanum. Og þegar hún ofhitnar, kælir hún sig líka sjálfkrafa. Eins konar innbyggður hitastillir eykur koltvísýring í gufuhvolfinu eða dregur úr honum eftir þörfum – en á þúsundum ára.

1. Ís endurkastar sólarljósinu

Á köldum hnetti eykst ísmagn á köldum svæðum við pólana. Ísinn endurkastar sólarljósi og lækkar hitann.

2. Eldgos losa koltvísýring

Úrkoma fjarlægir koltvísýring úr lofthjúpnum. Á köldum hnetti myndast minni skýjahula og þar eð eldgos verða í jöfnum takti eykst þéttni koltvísýrings hægt.

3. Hitastig hækkar

Koltvísýringur er gróðurhúsaloft sem hægir á útgeislun hita út í geiminn, þannig að hitastigið hækkar smám saman.

4. Gróðurhúsaloft heldur í hitann

Á heitum hnetti er mikið af gróðurhúsalofti, svo sem koltvísýringi og metani. Þetta heldur hitanum inni.

5. Regnið skolar efnum niður

Gróðurhúsalofttegundir valda auknum raka í loftinu. Það veldur tíðara regni sem skolar koltvísýringi úr gufuhvolfinu.

6. Hitastig lækkar

Aukin úrkoma bindur mikið magn koltvísýrings í höfunum. Magn hans í lofti minnkar og hnötturinn tekur að kólna.

Margir þættir hafa áhrif á hitastig á hnettinum en áhrif þeirra eru misjöfn.

 

Sem dæmi um stórar, náttúrulegar sveiflur má nefna ísaldir sem hafa staðið yfir í mörg þúsund ár. Smærri sveiflur gerast t.d. í formi sjávarstrauma sem geta verið breytilegir en sjá til þess að flytja hita um hnöttinn.

 

Einmitt litlar breytingar á náttúrufari eru nú að ýta enn frekar við hraða hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Þetta eru El Ninjo-fyrirbærið og hið öfluga gos í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga 2022.

 

Kyndarinn í Kyrrahafi

Það er nokkuð mismunandi hve langt líður milli þess sem náttúrufyrirbærið El Ninjo lætur til sín taka á Kyrrahafi og kyndir þar undir hita.

 

Hlýr yfirborðssjór við miðbaug streymir til austurs í Kyrrahafi og veldur því að sjávarhiti vestan við Suður-Ameríku hækkar um allt að 6 gráður. Afleiðinganna gætir um allan heim. Á Indlandi ríkja þurrkar en aftur á móti fellur mikil úrkoma í suðurhluta Bandaríkjanna.

Sífjölgandi mannkyn skortir drykkjarvatn og loftslagsbreytingarnar auka á þorstann. Hitabylgjur þurrka upp stöðuvötn og mikil regnflóð skola óhreinindum í drykkjarvatnsból. Verkfræðingar hafa þó viss úrræði, m.a. mikið af heitu lofti.

El Ninjo kemur ekki aðeins með mislöngu millibili, heldur herjar þessi kyndari Kyrrahafsins af mismikilli ákefð og hitaáhrifin því mismikil.

 

Stærsti El Ninjo á síðari árum var 1997-98 sem olli hækkun meðalhita um 0,2 gráður og heilar 0,5 gráður þá mánuði sem aukningin var mest.

 

Hitinn breiddist út frá hitabeltishluta Kyrrahafsins og á árunum 1997 og 1998 féll hvert hitametið af öðru.

0,2 gráður var hækkun meðalhita á jörðinni af völdum El Ninjo 1997-1998.

Reyndar hækkaði El Ninjo hitann á heimsvísu svo mikið, einkum 1998, að nokkuð mörg ár liðu þar til hærri meðalhiti mældist. Vísindamenn stóðu frammi fyrir traustum mælingum sem sýndu að óvenju grimmúðlegur El Ninjo getur valdið mikilli hækkun meðalhitans.

 

Og sá El Ninjo sem nú er í uppsiglingu virðist óvenju kröftugur. Breytinga frá því sem vísindamenn kalla eðlilegt ástand varð fyrst vart sumarið 2023. Fram á haustið þróaðist fyrirbærið og olli æ vaxandi hita.

 

Meðalhitastig á hnettinum fylgir með og er nú komið alveg upp undir þá 1,5 gráðu hækkun sem til stóð að forðast. Þess er að vænta að viðbótarspark frá El Ninjo undir árslok flytji meðalhitann upp fyrir mörkin.

 

Gosefni hanga í gufuhvolfinu

Aðrar náttúrulegar orsakir loftslagsbreytinga eru mun ófyrirsjáanlegri en El Ninjo. Eldgos eru vissulega tíð á jörðinni en misstór og hafa misjafnar afleiðingar.

 

Í eldgosi streyma hraunkvika, gosaska og ýmsar gastegundir upp úr eldstöðinni. Meðal gastegundanna eru koltvísýringur, vatnsgufa og brennisteinn sem hafa mjög mismunandi áhrif.

Samtals býr meira en hálfur milljarður manna á hættusvæðum eldstöðva. Frjósamur jarðvegur er mjög víða kringum eldstöðvarnar og þar er líka oft aðgangur að ódýrri orku. En eldfjöllin eru dyntótt og enginn veit nákvæmlega hvenær næsta gos hefst.

Eldgos getur – allt eftir stærð og staðsetningu – ýmist kælt eða hitað jörðina.

 

Fyrst eftir gosið er líklegast að hitinn lækki þar eð brennisteinn og aska endurspegla sólarljósið og beina því aftur út í geiminn en síðar snýst þetta við.

 

Vatnsgufan berst alla leið upp í heiðhvolfið, þar sem loft er yfirleitt þurrt. Þar getur vatnsgufan haldist í áratug og virkar þá sem gróðurhúsalofttegund með því að halda sólarhitanum inni.

 

Eldgos af þeirri gerð sem eykur hitann varð einmitt í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga í suðurhluta Kyrrahafsins í janúar 2022.

 

 Gosið var ekki aðeins sérstætt að því leyti að hljóðbylgjan frá upphafssprengingunni fór margsinnis umhverfis jörðina. Eldstöðin skaut jafnframt um 145 milljónum tonna af vatni upp í himininn og jók raka í heiðhvolfinu um heil 13%.

 

Og nú eru sem sagt horfur á að áhrif losunar manna, El Ninjo og gosið í Hunga Tonga, séu í sameiningu að leggja Parísarsamkomulagið í gröfina.

 

2024 forsmekkur að framtíðinni

„Það er mjög sennilegt að samanlögð áhrif af öflugum El Ninjo og aukinni vatnsgufu í heiðhvolfinu muni valda því að hækkun meðalhitans fari yfir 1,5 gráðu mörkin í einum eða fleiri mánuðum snemma árs 2024,“ segir Jens Hesselbjærg Christensen prófessor í loftslagsfræðum hjá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla.

3 þættir setja París í gröfina

Við erum nú komin alveg að þeim 1,5 gráðu mörkum sem sett voru í Parísarsáttmálanum. Aukinn hiti stafar fyrst og fremst af aukinni losun gróðurhúsalofts en tvö eðlileg náttúrufyrirbæri gera illt verra.

1. Losun hækkar hitastigið

Vaxandi koltvísýringur og metan hafa síðan um miðja 19. öld hækkað meðalhita á jörðinni um nærri 1,3 gráður. Gróðurhúsaloftið kemur nær allt frá brennslu kola, olíu og jarðgass.

2. Kyrrahafið kyndir undir

Á mismargra ára fresti birtist náttúrufyrirbærið El Ninjo sem veldur auknum hita í Kyrrahafi. Spár gera nú ráð fyrir að El Ninjo 2023-24 muni hækka meðalhita jarðar um 0,2 gráður.

3. Eldgos ýtir okkur yfir mörkin

Í janúar 2022 þeytti eldgosið í Hunga Tonga 145 milljónum tonna af vatnsgufu upp í heiðhvolfið í 8-50 km hæð, virkar sem viðbótargróðurhúsaloft og hækkar hitann um 0,5 gráður – og þar með yfir 1,5 gráðu mörkin.

Þetta fyrsta hitaris upp fyrir 1,5 gráðu mörkin verður sem sagt aðeins tímabundið og síðan mun hitastig fara aftur niður og koma Parísarsamkomulaginu til bjargar.

 

En ekki seinna en 2027 kemur að líkindum heilt ár með hærri meðalhita en 1,5 gráðum yfir hinum eðlilegu mörkum. Þessu spáði WMO, veðurstofnun Sameinuðu þjóðanna í maí 2023.

 

Þá sögðu vísindamennirnir að 98% líkur væru á því að eitt af árunum 2023-2027 yrði hið hlýjasta í sögu hitamælinga og að 66% líkur væru til að það ár færi yfir 1,5 gráðu mörkin.

Á norðurslóðum gerast áhrif loftslagsbreytinganna tvöfalt hraðar en annars staðar. Miklir gróðureldar geisa þegar stórir mýraflákar þorna upp.

Vísindamennirnir vænta þess að eftir 2027 lækki meðalhitinn lítils háttar vegna þverrandi áhrifa af El Ninjo. Það verður þó aðeins stuttur gálgafrestur því hitunaráhrif mannkyns halda stöðugt áfram.

 

„Upp úr 2030 og ekki seinna en 2035 má hiklaust reikna með því að meðalhiti á jörðinni verði kominn yfir 1,5 gráðu mörkin,“ segir Jens Hesselbjærg Christensen.

 

Þetta hljómar ekki vel en á hinn bóginn er lausnin ekki endilega langt undan.

 

Ef fyrir alvöru kemst einhver skriður á grænar umbreytingar, þannig að losun gróðurhúsalofts frá iðnaði, orkuframleiðslu og landbúnaði minnki og hverfi, þá tekur að hægja á hlýnun og í framhaldinu mun hnötturinn svo hægt og sígandi ná fyrra jafnvægi alveg upp á eigin spýtur.

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Claus Lunau,© COP21/Imageselect,© Alan Hagman/Getty Images/Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.