Psílósýbín slekkur á geðröskunum

Psílósýbín er hugvíkkandi efni sem finnst náttúrulega í mörgum sveppum. Efnið getur ekki aðeins gjörbreytt skynjun okkar á raunveruleikanum heldur má einnig nota það til meðferðar á geðröskunum eins og t.d. þunglyndi og kvíða.

BIRT: 16/08/2023

LESTÍMI:

4 mínútur

Hvað er psílósýbín

Psílósýbín er efni sem veldur ofskynjunum og það er að finna náttúrulega í meira en 200 mismunandi sveppategundum. Slíkir sveppir eru oft nefndir „töfrasveppir“ því þeir geta orsakað miklar ofskynjanir sem gjörbreyta skynjun okkar á raunveruleikanum og bjaga skynhrif.

 

Psílósýbín var í fyrsta sinn einangrað kemískt á rannsóknarstofu og í kjölfarið framleitt árið 1958 af svissneska efnafræðingnum Albert Hoffman.

Svissneski efnafræðingurinn Albert Hoffmann einangraði bæði LSD og psílósýbín. Hann kallaði þessi nýju efni „lyf fyrir sálina“.

15 árum áður hafði hann af tilviljun efnasmíðað ofskynjunarefnið LSD við tilraun eina með sveppinn korndrjóla fyrir svissneska lyfjafyrirtækið Sandoz.

 

Hoffmann prófaði efnið á sjálfum sér og lýsti áhrifunum þannig: „Þetta var yfirþyrmandi vellíðan – eins og ég hefði endurfæðst. Lífslöngun og orka streymdi í gegnum hverja frumu líkamans. Heimurinn var eins og nýr.“

Sveppurinn Psilocybe azurescens, sem vex aðeins við strandsvæði bandarísku fylkjanna Washington og Oregon, er talin vera sú sveppategund í heiminum sem inniheldur mest psílósýbín.

Misnotkun leiddi til banns

Fyrirtækið Sandoz gerði efnasmíðað psílósýbín og LSD aðgengilegt fyrir lyfjatilraunir vísindamanna undir lok sjötta áratugarins.

 

Á næstu árum voru ofskynjunarefni prófuð á meira en 40.000 manns í BNA einum saman og árið 1965 var búið að birta meira en 2.000 vísindalegar greinar um slík efni.

 

Í mörgum greinum var að finna jákvæða reynslu meðferðar gegn t.d. kvíða og alkóhólisma.

Fimm önnur hugbreytandi efni í náttúrunni

Það eru ekki bara psílósýbínsveppir sem geta splundrað raunveruleikanum með kröftugum ofskynjunum. Hér eru fimm önnur hugbreytandi efni sem finnast í náttúrunni:

 

Shamansalvía (Salvia Divinorum)

Shamansalvía er plöntutegund frá Mexíkó sem veldur ofskynjunum þegar blöð hennar eru tuggin, reykt eða drukkin sem te.

 

Fílakaktus (Peyote)

Fílakaktusinn er að finna í Mexíkó og suðvesturhluta Texas en hann inniheldur hugvíkkandi efnið meskalín.

 

Múskathneta


Múskathneta inniheldur hugvíkkandi efnið myristicin sem getur veitt vímu og ofskynjanir ef hennar er neytt í miklu magni.

 
Gurunghunang

Í hinum víðáttumiklu Annapurnajöllum Nepal safna heimamenn Gurung-hunangi frá Himalayafjöllum, sem á vorin inniheldur sjaldgæft efni sem kallast grayanotoxin, sem hefur ofskyjunaráhrif.

 

Ayahuasca

Ayahuasca er te sem er bruggað úr Banisteriopsis caapi plöntunni sem finnst í Amazon frumskóginum og inniheldur ofskynjunarefnið dímetýltryptamín (DMT).

Það voru þó ekki bara manneskjur sem misnotuðu efni og þjáðust af geðröskunum sem tóku inn hugbreytandi efni.

 

Upp úr 1960 urðu bæði LSD og psílósýbín-sveppir afar vinsæl efni meðal ungmenna í BNA og Evrópu. Til þess að stöðva þessa misnotkun innleiddi BNA árið 1966 algjört bann við slíkum efnum. Jafnframt voru klínískum tilraunum með ofskynjunarefni settar svo miklar skorður að það var nær ógjörlegt að rannsaka þau frekar.

 

Á síðustu áratugum hefur áhugi á lyfjameðferð með hugbreytandi efnum aukist mikið. Sumir tala jafnvel um „hugvíkkandi endurreisn“ og möguleg þáttaskil í sálrænni meðferð.

 

 

Hvernig virkar psílósýbín

Skannanir afhjúpa ný mynstur


Psílósýbín og mörg önnur hugvíkkandi efni örva framleiðslu serótóníns 2A í heilanum.

 

Serótónín er eitt af mikilvægustu boðefnum heilans og stýrir m.a. svefni, matarlist og minni, sem og vellíðunartilfinningu og gleði.

 

Þegar heilinn er örvaður um of af serótóníni, eins og er raunin þegar ofskynjunarefni efni eru tekin inn, breytist viðtekinn hugsunarháttur okkar sem og upplifunin á sjálfinu og umheiminum.

 

Sumt fólk sem hefur tekið psílósýbín lýsir upplifuninni eins og sjálfið hafi brotnað niður og egóið leyst upp.

 

Árið 2016 nýttu vísindamenn við Imperial College, London, í fyrsta sinn heilaskönnun til að sjá hvernig hugvíkkandi efni virka á heilann.

 

Þær sýndu að efni þessi bæta samskipti milli stöðva heilans sem alla jafnan hafa litla tilhneigingu til að eiga í samskiptum sín í milli.

 

Jafnframt hamla efnin samskiptum milli svæða sem eiga oft í samskiptum. Þetta kann að skýra þá umtalsverðu breytingu á því hvernig menn upplifa umheiminn þegar psílósýbín er tekið inn.

Þessi sjónræna framsetning sýnir tengingar milli mismunandi svæða í mannsheila fyrir og eftir sveppainntöku. Til vinstri er venjulegur heilbrigður heili en til hægri venjulegur heilbrigður heili eftir inntöku psílósýbíns.

Víman kemur fyrst fram 30 – 40 mínútum eftir inntöku á psílósýbín og varir síðan yfirleitt í milli fimm til sex klukkustundir.

 

 

Hvað er hægt að meðhöndla með psílósýbín?

Psílósýbín getur dregið úr þunglyndi


Psílósýbín kann að geta dregið úr og jafnvel læknað sjúklinga sem þjást af kvíða, þunglyndi, fíkn, átröskunum og svokölluðum Hortons-höfuðverk. Í öllu falli sýna fjölmargar klínískar rannsóknir á psílósýbíni að það eru einmitt slíkir kvillar sem verða vægari þegar að þetta hugvíkkandi efni er tekið inn.

 

Fólk sem þjáist af miklu þunglyndi er jafnan með minna magn af boðefninu serótóníni í heilanum og þar sem psílósýbín örvar framleiðslu þess í heilanum getur efnið hjálpað gegn þunglyndislegum hugsunum.

 

Sjúklingar með þunglyndiseinkenni hafa í mörgum klínískum tilraunum lýst því hvernig vítahringur neikvæðra hugsana stöðvaðist eftir inntöku á psílósýbíni. Jafnframt upplifðu margir sterkari tengsl við sjálfa sig og umheiminn.

Klínískar tilraunir með psílósýbín fara fram með svokölluðum örskömmtum þar sem afar lítið magn er notað og engar ofskynjanir eiga sér stað.

Umfangsmesta tilraun með psílósýbín við meðhöndlun á þunglyndi var framkvæmd af breska líftæknifyrirtækinu Compass Pathways árið 2021. Þar tóku alls 233 sjúklingar frá 10 mismunandi löndum í Evrópu og Norður-Ameríku þátt.

 

Sjúklingarnir fengu hver einn skammt af psílósýbíni sem var gefið undir leiðsögn sálfræðinga. Skammtarnir voru breytilegir, allt frá 1 mg í 25 mg.

 

29,1% þeirra sjúklinga sem fengu stærstan skammt af psílósýbíni upplifðu umtalsverða bót rauna sinna þegar daginn eftir – nokkuð sem mátti ennþá greina þremur vikum síðar. 24,1% sjúklinganna upplifðu ennþá þessa lækningu tólf vikum eftir tilraunirnar.

BIRT: 16/08/2023

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is