Náttúran

Risaköngulær stinga fórnarlömbin á hol

Tarantúlur stinga eiturkrókum í fórnarlömb sín og breyta þeim í eins konar fljótandi mjólkurhristing með því að hella eitraðri magasýru yfir þau. Þessi loðnu dýr eru til allrar hamingju ekki skaðleg mönnum.

BIRT: 05/11/2024

Hvað er tarantúla?

Fá dýr valda eins mikilli ógn og tarantúlur. Og þessi áttfættu rándýr eru nánast gerð með það fyrir augum að kalla fram martröð.

 

Búkur tarantúlunnar er þakinn smáum, fíngerðum hárum sem valda álíka miklum sviða og brenninetlur gera og geta orsakað útbrot sem okkur svíður og klæjar í ef við snertum dýrin.

 

Fíngerður feldurinn fælir frá önnur rándýr. Ef netluhár þessi komast í nef eða munn rándýrsins og þaðan ofan í öndunarveginn geta lungun orðið fyrir svo mikilli ertingu að dýrið á erfitt með að draga andann.

 

Tarantúlur eru útbúnar átta augum sem öll er að finna á ofanverðu höfðinu. Fremst á höfðinu eru sterklegir eiturkrókar sem andstætt við króka allra annarra köngulóa, snúa lóðrétt en ekki lárétt.

 

Þetta táknar að tarantúlan stingur bráð sína á hol í stað þess að bíta hana með eiturkrókunum.

Ef henni er ögrað skýtur brasilíska risakönglóin gaddahárum í augu árásarmannsins.

Staðreyndir um tarantúlur

 

  • Vísindaheiti: Theraphosidae.

 

  • Fjöldi tegunda: 1000

 

  • Fæða: Kjötætur.

 

  • Kjörlendi: Heittempruð svæði, svo og hitabeltissvæði, um allan heim.

 

  • Líftími: allt að 25 árum

 

  • Stærð: Búkurinn getur verið 1-13 cm á lengd. Lengd fótleggja getur numið allt að 30 cm.

 

  • Þyngd: Allt að 170 grömm.

Til eru alls 40.000 köngulóategundir í heiminum og þar af eru til um eitt þúsund tegundir af tarantúlum.

 

Þó svo að köngulær að öllu jöfnu lifi aðeins í eitt ár, geta tarantúlur orðið allt að 25 ára gamlar.

 

Tarantúlur eru ákaflega ólíkar hvað stærð snertir. Sumar tegundir geta þakið heilan matardisk á meðan aðrar eru einungis á stærð við smápening. 

Langflestar tarantúlur liggja í leyni í holu sinni og bíða þess að uppáhaldsmaturinn eigi leið þar hjá.

Stærsta tarantúla heims er hin svokallaða golíat-tarantúla sem lifir í frumskógum Suður-Ameríku.

 

Risi þessi er allt að 30 cm í þvermál og getur vegið 170 grömm sem er álíka mikið og hamstur vegur.

 

Golíat og aðrar stærstu tarantúlurnar éta gjarnan stóra bráð á borð við nagdýr, froska, leðurblökur, eðlur og jafnvel litla fugla og fyrir vikið eru þær oft kallaðar fuglaköngulær. Flestar tarantúlur lifa þó á skordýrum.

 

Tarantúlan veiðir bráð sína með því að höggva og lama dýrið með eiturkrókunum. Þegar bráðin hefur lamast ælir köngulóin upp meltingarvökvum úr maganum og yfir bráðina sem leysist upp. 

Hvar búa tarantúlur?

Tarantúlur bárust upprunalega frá Ameríku til Afríku og Asíu fyrir um 160 milljón árum.

 

Þetta gerðist þegar ofurmeginlandið Gondvana fór að klofna í sundur í þau meginlönd sem við þekkjum í dag.

 

Þetta hefur verið leitt í ljós í tilraunum þar sem fylgst hefur verið gaumgæfilega með erfðamengi tarantúla.

 

Í dag er að finna tarantúlur á öllum meginlöndum heims, að undanskildu Suðurskautslandinu. Stærstu tegundirnar er þó einkum að finna á heittempruðum svæðum í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu.

Tarantúlur þykja hið mesta lostæti víða í Asíu, þar sem þær eru djúpsteiktar heilar og bornar á borð þannig.

Þó svo að tarantúlan sé stærsta köngulóartegund í heimi veldur hún sjaldnast miklum usla.

 

Flestar tarantúlur verja mestallri ævinni nefnilega í litlum holum neðanjarðar í regnskógum, á fenjasvæðum og eyðimörkum.

Tarantúlur á Norðurlöndunum

Með eilítilli heppni er í raun réttri einnig hægt að rekast á tarantúlur á Norðurlöndunum. Svokölluð norðlæg tarantúla, Atypus affinis, er ekki hættuleg fólki en hún lifir á Bretlandseyjum, í Hollandi, Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar.

 

Þessi smágerða tarantúla er ekki nema 2,5 cm að stærð, með fótleggjunum og hana er einungis að finna í sendnum jarðvegi í halla þar sem mikillar sólar nýtur.

Norðlæga tarantúlan getur lifað í allt að 10 ár.

Norðlæga tarantúlan hafði ekki sést í Danmörku í ein 70 ár þegar hún skyndilega kom aftur fram á sjónarsviðið árið 1994.

 

Allar götur síðan hafa tarantúlur sést víða í Danmörku en í dag er stofninn raunar í rénun aftur.

Stærstu tarantúlurnar

  • Golíat-tarantúla: 30 cm í þvermál.
  •  
  • Grammostola anthracina: 26 cm í þvermál.
  •  
  • Lasiodora parahybana: 25 cm í þvermál.
  •  
  • Pamphobeteus sp. machala: 23-25 cm í þvermál.

Eru tarantúlur eitraðar?

Eitur kann að vera hollnæmt

Ótti við köngulær kallast „araknofobia“ en um er að ræða eina algengustu fælni í heimi. Ætla má að um 3 til 15 prósent jarðarbúa þjáist af köngulóarfælni.

 

Mjög viturlegt er að óttast eitruðustu köngulærnar sem dregið geta fullorðna einstaklinga til dauða en á hinn bóginn þarf enginn að liggja andvaka af ótta við tarantúlur.

 

Þrátt fyrir illúðlegt útlitið eru tarantúlur nefnilega tiltölulega meinlausar. 

Tarantúlur eru ekki eitraðar mönnum. Eitur Pelinobius muticus getur hins vegar valdið alvarlegum ofskynjunum.

Þó svo að eitrið sé nógu öflugt til að deyða með flesta bráð tarantúlunnar er það aðeins hættulegt mönnum í mjög fáum tilvikum.

 

Sagt er að fólki líði líkt og eftir geitungabit þegar loðin tarantúlan hefur stungið eiturkrókum sínum í það.

 

Í raun réttri getur tarantúlueitur verið beinlínis heilnæmt fyrir okkur.

 

Ástralskir vísindamenn hafa nefnilega fundið sérlegt örprótein í eitri kínverskrar tarantúlu sem hefur deyfandi áhrif á verki í liðamótum og vöðvum.

 

Vísindamönnum hefur tekist að skilja próteinið frá og að vinna það á rannsóknarstofu.

 

Þetta táknar að nú sé unnt að framleiða þetta verkjastillandi prótein í efnarannsóknarstofum og hver veit nema það eigi eftir að rata upp í hillur apóteka um gjörvallan heim sem verkjastillandi lyf þegar fram líða stundir.

Pörun með lífið að veði

Í heimi tarantúla er það kvendýrið sem stjórnar – líka í ,,svefnherberginu”.

 

Þegar karldýrið er til í tuskið yfirgefur hann öruggan helli sinn í leit að kvendýri. Ef hann finnur hina útvöldu bankar hann á vegg hellisins með sérstökum merkjum og lætur kvendýrið vita að hann sé ekki bráð.

 

Ef kvendýrið hefur áhuga kemur hún út úr hellisopinu. Pörun tekur aðeins nokkrar mínútur og á meðan á ferlinu stendur heldur karldýrið eiturkrókum kvendýrsins í skefjum.

 

Kvendýrið verður oft svöng eftir pörun – og er ekkert á móti því að smakka aðeins á karldýrinu.

 

Eftir pörun hefur karlinn gegnt hlutverki sínu og þá getur kvendýrið allt eins notið góðs af orkunni sem hann hefur að geyma.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Shutterstock. © Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Stærsta stöðuvatn heims

Lifandi Saga

Hversu margar aðalbækistöðvar hafði Hitler yfir að ráða?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Grænar hægðir: Þess vegna breytist liturinn í klósettskálinni

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is