Sjáðu myndskeiðið: Háhyrningar ráðast á stærsta háf hafsins

Síðustu mánuði hafa háhyrningar við strendur Norður-Ameríku og Evrópu hagað sér nokkuð undarlega. Og nú síðast náðu kafarar myndskeiði af tveimur háhyrningum ráðast á bráð sem vísindamenn töldu ekki að háhyrningar veiddu.

BIRT: 15/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Stærsta rándýr heimshafanna hagar sér undarlega um þessar mundir.

 

Í maí og júní birtust nokkur myndskeið af háhyrningum sem réðust á skip af ýmsum stærðum – þar á meðal sjö tonna snekkju undan Hjaltlandseyjum við Skotland og seglbát við Gíbraltar.

 

Og þessi nýja hegðun háhyrninganna virðist ekki boða gott fyrir stærri sjávardýr eins og nýlegt myndskeið sýnir.

 

Á siglingu um Kaliforníuflóa fyrr á þessu ári náði James Moskito, sem er forstöðumaður ferðaskrifstofunnar Ocean Safaris, ótrúlegu myndskeiði af árás háhyrninga.

 

Stærsta háfategundin varnarlaus gegn háhyrningum

Moskito segist hafa komið auga á hvalháf nálægt yfirborði sjávar og ákvað að synda nær honum.

 

Þegar hann var í innan við tveggja metra fjarlægð frá hinum átta metra hvalháfi kom hann auga á tvo háhyrninga.

 

Háyrningarnir réðust á hvalinn og bitu sig í hann. Í myndskeiðinu sést greinilega blóð streyma úr háfnum og á sama tíma sést annar háhyrningurinn éta lifur hvalháfsins.

 

Annar háhyrninganna nær augljóslega að seðja hungur sitt því hann syndir að yfirborðinu en háfurinn hverfur ofan í dimmt djúpið.

 

„Ég geri ráð fyrir að hann hafi drepist,“ sagði Moskito við miðilinn LiveScience. “Þetta var allt búið á nokkrum sekúndum.”

 

Horfðu á háhyrninga drepa hvalháfinn hér:

Sáu einstaka árás tvisvar í röð

Hvalháfur eru stærsta lifandi hákarlategundin og stærsta þekkta dýrið mældist tæpir 19 metrar.

 

Til samanburðar má nefna að stærsti háhyrningurinn sem mælst hefur var tæpir 10 metrar.

 

Myndskeiðið er að því er virðist fyrsta skjalfesta tilvikið þar sem háhyrningar ráðast á og éta heilbrigðan, fullorðinn hvalháf. Hingað til hafa vísindamenn gengið út frá því að rándýrið ráðist eingöngu á særða hvalháfa eða kálfa.

 

Og ekki nóg með það, James Moskito og ferðamennirnir á hans vegum fengu alveg einstaka innsýn í hvernig fæðukeðjan virkar undir yfirborði sjávar þennan dag í apríl – þeir upplifðu þetta allt tvisvar.

 

Stuttu eftir að Moskito tók myndskeiðið sá hann nokkra háhyrninga ráðast á annan hvalháf. Þegar þau komu nær sáu þau hvalháf berjast örvæntingarfullt fyrir lífi sínu en einn háhyrninganna hafði bitið sig fastan við háfinn.

 

Moskito kannaðist við einn háhyrninganna sem tók þátt í báðum árásunum: háhyrninginn Montezuma.

 

„Hann var ekki með sinni venjulegu hjörð og var nánast hvatamaðurinn á bak við árásirnar, jafnvel þó að á myndskeiðinu er það kvendýr sem bítur en ekki karldýr,“ segir Moskito.

 

Að sögn sjávarlíffræðinga hafa háhyrningarnir greinilega komist að því að lifur háfa eru mjög næringarrík.

 

Og svo er auðvelt að ná í lifrina því hún flýtur upp á yfirborðið – ólíkt sumum líffærum sem sökkva.

BIRT: 15/08/2023

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is