Lifandi Saga

Skáldið Snorri Sturluson: Dapurleg endalok skáldjöfurs

Miðaldarithöfundurinn Snorri Sturluson ritaði Eddu sem greinir frá ásatrú víkinga og Heimskringlu sem rekur sögu norskra konunga.

BIRT: 09/05/2022

Þegar höfðinginn Sturla Þórðarson vildi ekki gefa sig í erfðadeilu við Pál Sölvason og konu hans, Þorbjörgu, greip hún hníf og kastaði sér yfir Sturlu til að stinga úr honum augun.

 

Henni tókst þó aðeins að skera hann í kinnina en nú var Sturla í fullum rétti til að krefjast mikilla skaðabóta sem gátu neytt Pál og konu hans til að yfirgefa hús sín og heimili.

 

Þau sneru sér til Jóns Loftssonar – eins voldugasta manns Íslands undir lok 12. aldar – og báðu hann um að miðla málum.

 

Að lokum tókst Jóni Loftssyni að fá Sturlu til að lækka skaðabæturnar, m.a. með því að bjóðast til að taka að sér og fóstra upp þriggja ára son Sturlu, Snorra Sturluson.

 

Snorri fékk úrvalsmenntun

Sú varð raunin.

 

Snorri óx upp á hinu merka fræðasetri Odda og þannig byrjaði lífið með allt öðrum hætti fyrir Snorra heldur en ef hann hefði vaxið upp hjá eigin fjölskyldu.

 

Jón Loftsson varð nefnilega ekki aðeins auðugur, hann tilheyrði einnig best menntuðu mönnum Íslands, átti stórt bókasafn og hafði sjálfur samið kvæði um ættir sínar sem hann rak til norskra kónga.

 

Jón sendi Snorra í skóla með sínum eigin börnum og sá til þess að hann fékk staðgóða menntun í sögu Noregs og Íslands.

 

Frá og með því að kristni varð tekin upp hér árið 1000 höfðu nokkrir kirkjunnar menn skrifað niður sögur um þá atburði sem annars varðveittust bara í minni manna.

 

Orðið saga þýddi eiginlega frásögn eða endursögn, upprunalega í munnlegu formi. Saga varð þannig sögð.

 

Giftist til fjár

Þegar Jón Loftsson andaðist var Snorri Sturluson 19 ára og yfirgaf æskuheimilið. Í byrjun virtist framtíð hans vera óviss, faðir hans var dáinn og móðirin hafði sóað arfinum.

 

En nú kom ættin til hjálpar.

 

Snorri tilheyrði einni voldugustu ætt landsins sem lagt hafði grunninn að samfélagsgerð Íslendinga og með aðstoð fjölskyldunnar tókst honum að giftast Herdísi, dóttur Bersa auðga sem bjó á Borg á Mýrum.

Í Reykholti er að finna Snorralaug sem fær heitt vatn úr nærliggjandi hver.

Snorri fékk bóndabæinn Borg í arf eftir tengdaföður sinn en þar hafði áður búið skáldið og ofbeldismaðurinn Egill Skallagrímsson sem varð síðar gerður ódauðlegur í sögu sem Snorri skráði líklega sjálfur.

 

Hann erfði einnig stöðu tengdaföðurins sem goðorðsmaður eða höfðingi yfir svæði þar sem hann átti bæði að vera veraldlegur og andlegur leiðtogi.

 

Ísland numið af flóttamönnum

Á síðari hluta 9. aldar var Ísland numið af norskum höfðingjum sem flúðu ofríki Haraldar hárfagra.

 

Eyjan skiptist í 40 einingar og henni var stjórnað með því að frjálsir menn söfnuðust saman á Alþingi á miðju sumri sem frá árinu 930 var haldið á Þingvöllum.

Á Þingvöllum í um 40 km fjarlægð frá Reykjavík stofnuðu víkingar fyrsta íbúalýðræði Norðurlanda.

Þar þurfti fyrst að kveða upp lögin af lögsagnarmönnum og var gert ráð fyrir að þeir kynnu lögin utanað – í öllu falli fram til þess að þau voru skráð niður í byrjun 12. aldar.

 

En með tímanum spilltist kerfi þetta vegna þess að valdasjúkir höfðingjar lögðu sífellt fleiri og fleiri svæði undir sig.

 

Það gerði Snorri Sturluson einnig.

 

Völd hans voru staðfest þegar hann árið 1215 var valinn sem lögsögumaður í fyrsta sinn.

 

Á fyrsta helmingi 13. aldar versnaði valdabaráttan á Íslandi.

 

Þessar deilur milli ólíkra ætta var rituð niður af bróðursyni Snorra, Sturlu Þórðarsyni í Sturlungasögu og þar er greint frá miklu ofbeldi, svikum og hefndum.

„Þegar hann heimsótti höfðingja flutti Snorri oft kvæði og sagði sögur.“

Í sögunni er einnig greint frá ferðum Snorra Sturlusonar til Noregs.

 

Þar fékk hann góðar móttökur af nánasta aðstoðarmanni hins unga konungs Hákons, Skúla Bárðarsyni sem nefndur var Skúli jarl og fékk tækifæri til að bæta við þekkingu sína um norska sögu.

 

Snorri hélt einnig til V-Gotlands í suður Svíþjóð sem gestur hjá lögmanninum Eskil Magnússyni, bróður Birkis jarls. Í heimsókninni hjá þessu mektarfólki tróð Snorri oft upp og flutti kvæði til heiðurs gestgjafanum – eins konar tækifærisræða þess tíma.

Snorra-Edda er rituð á kálfaskinn og síðari útgáfur voru myndskreyttar.

Edda Snorra Sturlusonar – goðafræði og skáldskaparmál

Þekktasta verk Snorra Sturlusonar er Edda sem er leiðsögn um skáldskap og fornar kenningar.

 

Merking orðsins Edda er umdeild. Samkvæmt einni túlkun er það komið af orðinu óður sem merkir kvæði en Edda getur einnig þýtt langamma eða formóðir.

 

Í Snorra-Eddu greinir hann frá sögu heims, frá sköpun hans og veitir sína kristnu túlkun á hinni fornu ásatrú.

 

Samkvæmt Eddu komu æsirnir upprunalega frá Asíu – eins og endurspeglast í nafninu.

 

Í öðrum merkum kafla sem nefnist Gylfaginning, fær sænski konungurinn Gylfi svör við goðfræðilegum og tilvistarlegum spurningum sínum.

Í stríði við frænda

Þegar Snorri sótti Noregskonung heim í annað sinn heyrði hann um áform konungs um að ráðast á Ísland til að hefna Íslendingum fyrir það er þeir réðust á norska kaupmenn og rændu þá.

 

Þá lagði Snorri til að kóngur ætti þess í stað að fela honum að tala landa sína á að heyra áfram undir stjórn Noregs.

 

Þetta samþykkti Hákon konungur en þegar Snorri sneri aftur til Íslands lagði hann sig alls ekkert fram um að halda þetta loforð.

LESTU EINNIG

Næstu ár notaði hann þess í stað í að tryggja stöðu sína og styrkja hana, meðal annars með því að verða kosinn lögsögumaður á ný og eins með því að gifta dætur sínar burt til voldugustu manna Íslands.

 

Sá sem varð valinn til að uppfylla þessar óskir Hákons um að leggja Ísland undir Noreg var bróðursonur Snorra, hinn vígreifi Sturla Sighvatsson.

 

Hann fór strax kerfisbundið að hrella aðra höfðingja og í þeirri vegferð kusu margir að yfirgefa landið.

 

Einn þeirra var Snorri sem enn á ný hélt til Noregs þar sem Skúli Jarl tók á móti honum en Skúli jarl var þá að undirbúa uppreisn gegn Hákoni konungi.

 

Snorri drepinn að skipan konungs

Þegar Snorri fékk þær fréttir að átökin heima fyrir hefðu leitt til þess að bróðir hans og bróðursonur voru drepnir ákvað hann að snúa aftur til Íslands þrátt fyrir að konungur hafi bannað honum það.

 

Þetta leiddi til þess að Hákon konungur leit á Snorra sem svikara og sendi hann skilaboð til Íslands um að Snorri skyldi handsamaður og fluttur aftur til Noregs – eða drepinn ella.

 

Skilaboð þessi bárust Gissuri Þorvaldssyni sem m.a. átti í erfðadeilum við Snorra.

„Eigi skal höggva!“

Síðustu orð Snorra Sturlusonar

Nótt eina undir lok september árið 1241 fór Gissur til Reykholts með mikinn mannafla.

 

Þeir brutust inn í bæinn en Snorri flúði niður í dimmt kjallaraherbergi.

 

Gegn loforði um að Snorra yrði hlíft sagði prestur Snorra Gissuri hvar Snorri væri falinn. Fimm menn fóru niður í kjallarann og fundu Snorra þar.

 

„Eigi skal höggva!“ voru síðustu orð Snorra sem hann hefur líklega mælt fram í valdsamlegum tón.

 

Mennirnir hikuðu en ekki lengi.

Nemendur við Kaupmannahafnarháskóla mótmæla afhendingu handritanna til Íslands.

Áralangar deilur um íslensku handritin

Snorri Sturluson ritaði verk sín á pergament, þ.e.a.s. þunnt kálfaskinn. Varðveislu þeirra má einkum þakka einum manni, Árna Magnússyni sem var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Í frístundum safnaði hann fornum sögum og lagabókum frá Íslandi.

 

Saggafullir torfbæirnir á Íslandi voru hreint ekki heppilegir til að varðveita ritin en heima hjá Árna fór vel um þau. Fyrir andlát sitt ánafnaði Árni Kaupmannahafnarháskóla þetta mikla safn sitt.

 

Eftir að Ísland hlaut sjálfstæði árið 1944 varð handritasafn Árna að miklu þrætuepli milli Íslendinga og Dana.

 

Eftir áralangar deilur og mörg réttarhöld var meginhluta þeirra skilað aftur til Íslands.

Gissur Þorvaldsson fékk nú að vita að búið væri að drepa Snorra Sturluson, þrátt fyrir mótmæli hans.

 

Hákon konungur lagði síðan hald á allar eignir hans sem voru umtalsverðar og styrktu völd Hákons á Íslandi.

 

Tveimur áratugum síðar ákvað Alþingi að undirgangast konungsvald Noregs – en fengu að ráða nokkrum málum sínum sjálfir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Tomas Blom

Shutterstock, © William Gersham Collingwood (1854-1932)/Bridgeman Art Library/Ritzau Scanpix, © Werner Forman Archive/Shutterstock/Ritzau Scanpix, © Allan Moe/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is