Lifandi Saga

Skírlífsbelti voru hugarburður einn

Á miðöldum lokuðu krossfararnir alls ekki kynfæri eiginkvenna sinna á bak við lás og slá, ef marka má þýskan fræðimann. Skírlífsbelti voru ekki tekin í notkun fyrr en löngu seinna og þá voru þau ætluð karlmönnum.

BIRT: 09/05/2022

Í svefnherbergi einu í miðaldakastala kynnast drottningin og hirðfífl konungsins. Þau eru að flýta sér upp í rúmið áður en kóngurinn vaknar af síðdegisblundinum í turnherbergi sínu.

 

Hirðfíflið reynir skjálfandi höndum að ná kjólnum utan af ástkonu sinni sem er greinilega þó nokkuð stærri en hann, þegar hann furðu lostinn uppgötvar stóran málmhlut með lykli í sem lokar fyrir aðgengið að kynfærum drottningarinnar.

 

„Þetta er skírlífsbeltið sem afbrýðissamur eiginmaður minn, konungurinn, lætur mig klæðast til þess að enginn annar maður fái notið holdlegra lystisemda minna“, segir drottningin í kvikmyndinni sem um ræðir.

 

Í gamanmyndinni „Allt sem þig langaði að vita um kynlíf en þorðir ekki að spyrja um“ frá árinu 1972 gefst hirðfíflið (leikið af Woody Allen) þó ekki upp. Hann reynir allt hvað hann getur til að stinga upp lásinn, með ýmsum áhöldum, allt frá kertastjaka og upp í tveggja metra langan atgeir.

Miðaldagrín: Woody Allen í miklum vandræðum með skírlífsbelti ástkonunnar.

Þó svo að kvikmyndin byggi á uppspuna sýnir atriðið nokkuð sem almennt var trúað, sem sé að konungar og riddarar þeirra læstu kynfæri eiginkvenna sinna á bak við skírlífsbelti. Lásinn skyldi koma í veg fyrir að eiginkonan gæti stundað kynlíf með öðrum á meðan eiginmaðurinn væri í burtu.

 

Skírlífsbelti voru hins vegar hugarburður einn, segir þýski prófessorinn Albrecht Classen sem stundað hefur rannsóknir á sviði þessarar þjóðsagnakenndu hugdettu.

 

Skírlífsbelti hefði deytt notandann

Engir fornleifafræðingar hafa nokkru sinni fundið eða grafið upp skírlífsbelti frá miðöldum og prófessorinn segir það stafa af þeirri augljósu staðreynd að þau hafi einfaldlega ekki verið til.

 

Í bók sinni „The Medieval Chastity Belt: A Myth-Making Process“ ræðst hann til atlögu við sögusagnirnar um innilokun kynfæranna.

 

„Skírlífsbeltið, líkt og fræðimenn lýstu því áður fyrr, hljómar of ósennilegt til að geta nokkru sinni hafa verið til“, ritaði hann.

LESTU EINNIG

Algeng gróusaga gekk út á það að eiginkonur krossfaranna hafi borið skírlífsbelti á meðan mennirnir börðust í Landinu helga á 12. öld. Vitað er að krossferðirnar gátu staðið yfir árum saman og fyrir vikið er þetta læknisfræðilega ógerlegt. Tilraunir Classens á okkar dögum hafa leitt í ljós að kona getur í mesta lagi gengið með skírslífsbelti í 15 mínútur áður en hún fær blöðrur undan því.

 

Jafnvel þótt beltin hefðu verið klædd með silki að innanverðu og verið útbúin stórum opum fyrir líkamsvökva og hægðir kæmist fljótt sýking í húðskrámurnar því erfitt myndi reynast að þvo sér gaumgæfilega með kynfærin læst inni. Á miðöldum hefðu vesalings konurnar dáið af völdum skírlífsbeltanna löngu áður en eiginmennirnir sneru heim aftur.

 

Trúföst eiginkona hefði enn fremur verið dauðadæmd ef eiginmanninum hefði tekist að barna hana áður en hann setti á hana skírlífsbeltið og tók lykilinn með sér.

Ekki hefði verið mögulegt á að fæða barn með skílífsbelti hangandi utan á sér.

Albrecht Classen tekur einnig fram að engin miðaldarit lýsi í raun notkun skírlífsbelta. Þau eru aðeins nefnd í myndlíkingum en það hefur leitt til margra rangtúlkana.

 

Til dæmis skrifaði franski munkurinn Bernhard af Clairvaux bæn fyrir ógiftar konur á fyrri hluta 12. aldar:

 

“Æruverðuga mey, ég bið þig um að hafa staðfasta trú á hjartanu … og cingulum castitatis (latína fyrir” skírlífsbelti “, ritstj.) um líkamann”.

Skondnir og ástríðufullir skartgripir báru það með sér að kynlíf var einnig leikur.

Framhjáhald var einnig uppspretta kátínu

Kirkjan fordæmdi lauslætislegan losta en kirkjugestirnir sem voru síður siðvandir gátu samt komið auga á kímnina.

 

Öldum saman var ekki einungis litið á dyggð konunnar af mikilli alvöru, heldur einnig með kímni. Farandsöngvarar miðalda sungu ruddafengnar vísur um unga elskendur sem kokkáluðu talsvert eldri eiginmann konunnar lævíslega.

 

Konur sem höfðu mikla kynlífsþörf voru að sama skapi vinsælt yrkisefni á miðöldum. Líkt og nú tíðkast að segja Hafnfirðingabrandara voru til ógrynnin öll af sögum um lostafullar konur á miðöldum, svo og bændur sem haldnir voru holdlegri fýsn. Ef marka má þýska fræðimanninn Christa Grössinger var mikill munur á skopsagnagerðunum tveimur á miðöldum:

 

„Bændurnir voru einfaldlega álitnir vera heimskir á meðan konurnar þóttu vera slóttugar og færar um að vefja karlmönnum allra stétta um fingur sér til að fullnægja þörf kvennanna sem sögð var vera takmarkalaus“.

Fræðimenn fyrri alda hafa mjög sennilega misskilið Bernhard sem, líkt og aðrir miðaldahöfundar, notaði hugtakið cingulum castitatis ekki í bókstaflegri merkingu.

 

Ef marka má prófessor Classen hugðist hinn frómi Bernhard hins vegar lýsa hefð sem konur í Aþenu og Róm til forna lögðu stund á: Sem ógiftar konur gengu þær með mjótt belti sem þær köstuðu fyrir róða eftir brúðkaupið. Aðallinn í Evrópu tileinkaði sér síðar meir táknið um sakleysi hreinna meyja.

 

Beltið var einungis myndlíking

Miðaldaskáld notuðu mjög gjarnan myndlíkingar og óforskammaðir farandsöngvarar áttu þátt í að afvegaleiða seinni tíma menn. Farandsöngvarar voru flakkandi vísnasöngvarar og eftirlætismyndhverfingar þeirra fyrir kynfæri kvenna og karla voru annars vegar skráargat og hins vegar lykill.

 

Iðulega var fjallað um ástina sem skrín sem unnt væri að læsa upp með rétta lyklinum. Franski farandsöngvarinn Guillaume de Machaut hefur því víst varla verið með skírlífsbelti í huga þegar hann orti ljóð á 14. öld sem fól í sér þessi orð:

 

„Svo faðmaði fögur frúin mig. Síðan rétti hún mér lítinn lykil úr gulli gerðan af meistara höndum og sagði: Berðu þennan lykil og varðveittu hann sem sjáaldur augna þinna, því þetta er lykillinn að fjársjóði mínum“.

Troubadour-Kyskhedsbaelte

Árið 1425 gaf ítalska ljóðskáldið Antonio Beccadelli (1394-1471) út bók með safaríkri ljóðlist sem páfinn lét brenna. Eitt ljóðanna hljómaði þannig: „Corvino varðveitir flöskur sínar á bak við lás og slá. Gleðidyr eiginkonunnar njóta hins vegar algers frelsis. Hann er sparsamur á vín en gjafmildur á píkuna.“

Ekki er farið að nefna skírlífsbelti á nafn fyrr en í tengslum við ítalska endurreisnartímabilið á 15. öld. Í bókinni „Bellifortis“ frá árinu 1405 er að finna teikningu af konu sem ber skírlífsbelti. Þýskur höfundur bókarinnar, Konrad Kyeser, skrifaði þessu til útskýringar:

 

„Þetta er búnaður sem konur í Flórens gengu með. Búnaðurinn er gerður úr járni, er harður og læsist að innanverðu“.

 

Ef marka má prófessor Classen ber teikningin eingöngu vott um ímyndunarafl Kyesers og fordóma hans í garð Ítala sem sagðir voru vera lauslátir.

Skírlífsbeltið sem Konrad Kyeser sýndi í bók sinni var ónothæft, vill prófessor Classen meina.

„Bellifortis“ var ein fyrsta myndskreytta handbókin um hernaðartækni og hún fól jafnframt í sér ýmsa alvarlega texta og teikningar af umsátursbúnaði.

 

Af einhverri óskiljanlegri ástæðu valdi Kyeser að lífga upp á rit sitt með ýmsum skondnum og óraunverulegum hugdettum, svo sem eins og formúlu fyrir ósýnileika, belti sem var blásið upp þegar notandinn leysti vind og tæki sem notað var til að skera getnaðarliminn af mönnum!

 

Classen segir skírlífsbelti Kyesers jafnframt vera lélegan brandara, því á það vanti t.d. nauðsynleg op fyrir salernisferðir.

Prófessor Albrecht Classen (fæddur 1956) er sérfræðingur í evrópskum miðöldum og höfundur nokkurra bóka um viðhorf til kynlífs og siðferðis á þeim tíma.

Ári eftir að Kyeser birti skopmynd sína lést maðurinn sem síðar var sagður hafa fundið upp skírlífsbeltið, maður að nafni Francesco frá Padova.

 

Ítalska borgríkið Padova var hernumið og lagt undir Feneyjar og síðasta hertoganum í Padova, Francesco 2., var varpað í fangelsi í Feneyjum þar sem hann var tekinn af lífi með kyrkingu eftir að friðarumleitanir við hann brugðust.

 

Innan um jarðneskar leifar hans fundust ýmis pyntingartól og einnig skírlífsbelti sem ferðabókahöfundar sögðu hafa verið til sýnis í hertogahöllinni í Feneyjum allt fram á 16. öld.

 

Þetta illræmda belti hvarf og sú staðreynd vakti grunsemdir hjá Classen. Hann benti á að hertoginn hefði haft orð á sér fyrir að vera ástúðlegur eiginmaður á meðan hann lifði. Einungis andstæðingar hans á sviði stjórnmála hlutu miskunnarlausa meðhöndlun.

 

Francesco var lýst sem skrímsli í Feneyjum en tilgangurinn var að sjálfsögðu sá að réttlæta hrottafengna aftökuna á honum. Borgarstjórnin lét dreifa rógburði um að hann hefði pyntað óvini sína og læst kynfæri eiginkonu sinnar á bak við lás og slá.

 

Klámfengnar tréristur ýttu undir skröksögurnar um skírlífsbelti á 16. öld. Listamenn sýndu m.a. ástarþríhyrninga þar sem ástsjúkar konur voru látnar táldraga aldraða, efnaða eiginmenn sína með því að láta ungan elskhuga hafa lykilinn að skírlífsbelti þeirra.

Kona nælir sér í peninga úr veski eiginmanns síns meðan gefur hún elskhuga sínum lykilinn að skírlífsbelti sínu.

Tréristurnar eru þó engan veginn nokkur sönnun þess að skírlífsbelti hafi nokkru sinni verið notuð. Ef marka má Classen eru þær öðru fremur framhald af grínhefð farandsöngvaranna og bókarinnar „Bellifortis“. Prófessorinn hafnar því alfarið að skírlífsbelti hafi verið notuð á miðöldum en samþykkir að þau hafi verið notuð öldum seinna.

 

Til eru ýmis dæmi um slík belti frá endurreisnartímanum sem hófst í kringum árið 1500 í mörgum Evrópulöndum. Classen hafnar því hins vegar alfarið að þau hafi verið notuð að staðaldri til að læsa inni kynfæri giftra aðalskvenna. Hann telur þó ekki óhugsandi að gleðikonur þess tíma kunni að hafa borið þau.

 

Til er mynd, frá árinu 1560, af naktri konu með peningapoka yfir höfðinu, haldandi á risastórum lykli sem engan veginn virðist geta gengið að lásnum á skírlífsbelti hennar.

 

Sagnfræðingar hafa sett fram þá kenningu að um sé að ræða vændiskonu sem notað hafi skírlífsbelti öryggisins vegna. Hún hafi svo tekið beltið úr lás þegar viðskiptavinurinn hafði greitt umsamda upphæð.

Á endurreisnartímanum voru konur með skírlífisbelti vinsælt myndefni. Ef hún gæfi ungum manni lykil er vel hægt að giska á hvað gerðist næst.

Tvö dómsmál frá Skandinavíu á 17. öld gefa til kynna að skírlífsbelti hafi hvorki verið algeng né viðurkennd. Ef marka má gömul réttarskjöl á danskur aðalsmaður að hafa verið ákærður og dæmdur árið 1609 fyrir að hafa hengt lás á konuna sína. Og einhvern tímann kringum árið 1650 vitnaði danski læknirinn Ole Worm í sakamáli sem rekið var gegn manni nokkrum sökum þess að hann hefði þvingað eiginkonu sína til að ganga með svonefndan konulás.

 

Kona fékk mjaðmahlíf með sér í dauðann

Sögusögnin um skírlífsbeltið kann mæta vel að hafa gufað upp á 18. og 19. öld en árið 1889 má segja að sagan hafi snúið aftur af auknum krafti. Þetta gerðist þegar austurríski safnarinn Anton Pachinger kom í litla sveitakirkju í Austurríki sem reist hafði verið á 16. öld.

 

Undir kirkjugólfinu höfðu iðnaðarmenn fundið kistu sem hafði að geyma jarðneskar leifar konu frá því í kringum 1600. Vandaður klæðnaður konunnar gaf til kynna að hún hefði verið af aðalsættum og Pachinger til mikillar furðu var hún með sérkennilegan útbúnað á mjöðmunum, þ.e. mjaðmahlíf úr járni með botni úr sterklegu leðri sem festur var með tveimur lásum.

 

Allir hinna nærstöddu þóttust vissir um að konan hefði gengið með einhvers konar lækningabúnað sem ætlaður væri sem stuðningur við hana, eftir að hún t.d. hefði dottið af hestbaki og slasast illa. Pachinger var hins vegar ekki á sama máli. Árið 1904 birti hann svo skýrslu um það sem hann taldi vera ósvikið skírlífsbelti og áleit hann beltið varpa nýju ljósi á notkun slíks búnaðar. Fréttin barst um gjörvallan vísindaheiminn og milljónir manna lýstu yfir undrun og hneykslan á þessum grimmilega sið fortíðarinnar.

 

Prófessor Classen jarðaði ekki einvörðungu í eitt skipti fyrir öll sögusögnina um skírlífsbeltin heldur réðst hann jafnframt á söfn víðs vegar í Evrópu sem höfðu þessi belti til sýnis. Hann sagði söfnin eiga þátt í að halda sögusögninni lifandi.

 

Þekktasta skírlífsbelti allra tíma er að finna í Cluny safninu í París. Þar stendur á skýringarplötu að franski konungurinn Henrik 2. hafi komið því fyrir á ítalskri eiginkonu sinni, Katarínu Medici, á 16. öld. Classen var enn ekki sannfærður.

Karlar sluppu ekki alveg við járnbeltin

Sjálfsfróun þótti vera svo alvarleg ógn við geðheilsu karla og hamingju fjölskyldunnar að uppfinningamenn fundu upp skírlífsbelti fyrir karla.

– Biblían fordæmdi sjálfsfróun

Strax á fyrstu árum kristninnar vöruðu kirkjunnar menn við sjálfsfróun. Sjálfsfróun kallast á mörgum tungumálum ,,onani“ og á rætur að rekja til frásagnar Biblíunnar af Ónan. Í fyrstu Mósebók dró Ónan sig út úr samförum og „spillti sæði sínu á jörðina“. Guð refsaði honum með dauðanum.

 

Í ljós kom að kirkjan hafði ekki erindi sem erfiði í því að vara við sjálfsfróun. Á 18. öld var vandamálið orðið svo útbreitt að rituð var bók um hættuna af sjálfsfróun: „Onania, or the Heinous Sin of Self-Pollution“ (Sjálfsfróun eða hin viðurstyggilega synd sem nefnist sjálfssaurgun).

 

Höfundur bókarinnar var nafnlaus en hann varaði þá sem lögðu stund á sjálfsfróun við því að þeir myndu brenna í helvíti og þjást af lekanda, flogaveiki og tæringu.

 

– Kóngur varð geðveikur vegna sjálfsfróunar

Árið 1760 renndi svissneski læknirinn Samuel Auguste Tissot stoðum undir staðhæfingarnar og bætti við í bók sinni „L’Onanisme“ (Sjálfsfróunin) að líkamleg geta karla léti undan síga í hvert sinn sem þeim yrði sáðfall.

 

Mikil og tíð sjálfsfróun gæti því í versta falli dregið menn til dauða.

 

Sjálfsfróun var að sama skapi sögð geta orsakað það að fólk yrði blint og missti vitið. Árið 1772 kenndi Struensee hirðlæknir tíðri sjálfsfróun Kristjáns 7. um geðveiki hans.

 

„Þetta er það sem veikir og deyðir líkama hans en að sama skapi vitsmunina“, skrifaði líflæknirinn sem þótti vera víðlesinn og framfarasinnaður.

– Hemja þurfti löngunina

Á Viktoríutímabilinu í Englandi (1837-1901) keyptu margir foreldrar skírlífsbelti fyrir unglingana sína og unga piparsveina.

 

Það var ekki fyrr en í upphafi 20. aldar sem kynlífsfræðingar á borð við Bandaríkjamanninn Alfred Kinsey fóru að halda uppi vörnum fyrir meinleysi sjálfsfróunar og gagnsemina sem hún fól í sér. Þá hafði kirkjan barist hatrammlega gegn sjálfsfróun öldum saman.

Hann benti á að fræðimönnum hefði enn ekki tekist að tímasetja eitt einasta skírlífsbelti nákvæmlega. Rannsóknir hans leiddu enn fremur í ljós að safngripirnir hefðu verið útbúnir á 19. öld, annað hvort sem kynlífsleikföng eða sögulegar falsanir í því skyni að vekja áhuga þröngsýnnar yfirstéttarinnar á Viktoríutímanum.

 

Á sama tíma og sjálfsfróun þótti viðurstyggileg vöktu skírlífsbelti reiði og löðuðu samt sem áður að viðskiptavini. Beltin sem sýnd voru sýndu svo ekki varð um villst hversu langtum siðfágaðri safngestirnir voru en forfeður þeirra hefðu verið: Að hugsa sér að Evrópubúar hafi fyrir örfáum öldum verið svo mikið á valdi hvatanna að þeir hafi orðið að nota furðulegan lás til að hemja þær.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bjørn Bojesen

Getty Images, © Science & Society Picture Library/Getty Images, Shutterstock, © Public domain, © Wellcome Collection, © Konrad Kyeser: “Bellifortis”, Bayr. Staatsbibl. München, © Oswald-Forscher, © Universal History Archive/UIG/Bridgeman Images, © Science & Society Picture Library/Getty Images, akg-images/Erich Lessing,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Maðurinn

3 ókostir við greind

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.