Maðurinn

Skynjari á tönnum greinir fæðuna

Hefurðu borðað of mikið salt? Rannsóknarteymi hefur þróað lítinn skynjara sem þú getur sett á tönn og fengið svarið.

BIRT: 26/07/2023

Brostu til skynjara og samstundis útskýrir snjallsíminn hvað þú varst að borða.

 

Þetta verður að veruleika með nýþróuðum skynjara, sem mælir magn sérstakra efna, sem við viljum ekki borða of mikið af, svo sem sykur, salt og alkóhól.

 

Skynjarinn er þróaður af vísindamönnum hjá Tufts-háskóla í BNA. Hann er 2 mm2 og verður settur á tönn. Skynjarinn er gerður líkt og samloka, þar sem miðlagið er úr efni sem drekkur í sig efni úr munnvatni. Gullrammar eru utan og innan á þessu efni.

 

Þarf ekki rafmagn

Engin rafeindatækni er innbyggð og skynjarinn þarf því ekki straum til að starfa. Til að lesa af honum eru útvarpsbylgjur sendar að honum og endurvarp þeirra skráð.

 

Hafi efnið í skynjaranum t.d. drukkið í sig salt, endurkastast útvarpsbylgjurnar öðruvísi en ef ekkert salt væri í munninum.

 

Gullramminn gegnir hlutverki einskonar bergmálstækis, sem styrkir bylgjurnar. Mynstur í endurvarpinu er lesið í sérstökum skynjara og niðurstöðurnar má t.d. senda áfram í snjallsímann.

 

Vísindamennirnir leggja áherslu á tvo kosti þessarar uppfinningar:

 

Aðlagast þér

Hún er einföld, litil og auðvelt að koma henni fyrir án þess að nokkur óþægindi stafi af og til viðbótar er hún sveigjanleg.

 

Sjálft skynefnið í miðjunni getur verið mismunandi og sérhæft til að drekka í sig tiltekin efni, þannig að skynjarann má aðlaga að þörfum hvers og eins.

Um 6000

er fjöldi þeirra bragðlauka sem við höfum í tungunni. Í hverjum bragðlauk eru 5-18 bragðfrumur, sem taka þátt í að greina bragðið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© SilkLab/Tufts University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

Lifandi Saga

Björgun Stalíns kostaði blóðbað 

Maðurinn

Vísindamenn rýna í líffræði sjálfsvígsins

Alheimurinn

Er svarthol í raun og veru hol?

Læknisfræði

Krabbameinsrannsóknir: 5 vandamál torvelda lækningu gegn krabbameini

Jörðin

Eru sum eldfjöll hættulegri en önnur?

Lifandi Saga

Morð var öruggasta leiðin til himna

Lifandi Saga

Forsmekkurinn að Stalíngrad: Loftbrú fyllti Göring stórmennskubrjálæði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is