Náttúran
Svartþrestir hafa iðulega sést leggja sér til munns aðra fugla sömu tegundar, m.a. unga og keppinauta þeirra. Þó er álitið að atferli þetta sé fremur sjaldgæft en þess verður oft vart í kjölfar þurrka þegar helsta fæða fuglanna, ánamaðkar, er ekki í boði.
Flotmeisur ráðast stundum á og drepa aðra fugla og leðurblökur. Þær nota sterklegan gogginn til að höggva gat á höfuðkúpu andstæðingsins og éta síðan gjarnan úr honum heilann. Flotmeisur hafa einnig sést næra sig á líkum manna.
Franskir vísindamenn fylgdust með fjórum gráspörvum deyða fugl sömu tegundar árið 2013. Gerendurnir fjórir, þrír karlfuglar og einn kvenfugl, réðust á fórnarlambið til skiptis þar til það að lokum gaf upp öndina. Svipað atferli hafði sést áður og stafar sennilega af fæðuskorti.
Glóbrystingar halda sig að miklu leyti innan sama svæðis og ráðast iðulega á aðra fugla sömu tegundar, svo og aðrar tegundir, uppstoppaða fugla eða jafnvel eigin spegilmynd. Árásirnar geta orðið einkar heiftúðlegar og enda stundum með dauða annars fuglsins.
Í tilraun einni sem gerð var á amerískum krákum árið 2018 kom í ljós að þessir fuglar sem sagðir eru vera svo greindir, hafa stundum samfarir við dauða fugla sömu tegundar. Í einu tilviki eðlaði einkvænt fuglapar sig með dauðum fugli og reif hann síðan í sig.
Skjórinn kærir sig ekki um rándýr og fuglarnir hópast oft saman og ráðast fyrirvaralaust á hunda, ketti, ránfugla eða slöngur. Markmiðið er þá að hræða óvininn í burtu til þess að afkvæmum skjósins standi ekki ógn af.
Hrottafengnar hópnauðganir eru mjög algengar meðal margra andartegunda. Vegna þessara harkalegu aðfara hafa kvenfuglarnir þróað með sér getuna til að loka á getnaðarlimi karlfuglanna til þess að körlunum takist ekki að sæða þær.
Náttúran
Heilsa
Maðurinn
Náttúran
Maðurinn
Lifandi Saga
Náttúran
Náttúran
Lifandi Saga
Maðurinn
Maðurinn
Lifandi Saga
Elísa Guðrún ehf
Klapparstígur 25
101 Reykjavík
Sími: 570-8300
Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
lifandi@visindi.is
Hægt er að gerast áskrifandi að vefnum hér.
Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum með því að smella hér.
Þú getur sagt upp vefáskriftinni þinni hvenær sem er inni á þínum síðum
Ef erindið er að segja upp blaða áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is
Prófaðu í 14 daga ókeypis!
Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.
Viltu lesa greinina?
Ókeypis í 2 vikur!
Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.
Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.
Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.