Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Léttasta spendýr veraldar nýtir líka undarlegustu tæknina til að lifa af fæðuskort vetrarins. Dýrið fórnar stórum hluta heilans til að spara orku.

BIRT: 18/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Spendýr nota ólíkar aðferðir til að lifa af fæðuskortinn á köldum vetri. Sum fita sig gríðarlega á haustin og safna þannig forða, en önnur leggjast í dvala.

 

Harkalegustu aðferðinni beita snjáldurmýs af tegundinni Suncus etruscus. Ný rannsókn sýnir að þegar kólnar ganga dýrin á sinn eigin heila til að spara orku.

Yfir veturinn rýrna þær heilastöðvar sem vinna úr boðum skynháranna. Að rúmfangi er rýrnunin um 28% frá sumri (gult) til vetrar (blátt)

Líffræðingar hjá Berlínarháskóla í Þýskalandi hafa áður uppgötvað að hjá annarri tegund snjáldurmúsa rýrna bæði skrokkur og heili yfir veturinn, en vaxa svo aftur í fyrri stærð á vorin.

 

Nú vildu þeir athuga hvort hið sama gilti um tegundina Sunctus etruscus og hvernig þær snjáldurmýs stýri árstíðasveiflum. Þeir framkvæmdu þess vegna reglubundnar heilaskannanir á snjáldurmúsum í heilt ár, en á þeim tíma var músunum haldið í búrum þar sem til skiptis ríkti 12 tíma birta og 12 tíma myrkur.

 

Flókið samspil stjórnar heilarýrnuninni

Tilraunin sýndi að heilinn rýrnaði yfir veturinn jafnvel þótt mýsnar yrðu ekki varar við neinn árstíðamun. Vísindamennirnir endurtóku síðan þessa tilraun en drógu nú úr fæðu dýranna yfir hásumarið.

 

Heilinn reyndist þá einnig rýrna á þeim tíma. Að samanlögðu sýna tilraunirnar að árstaktur dýranna ákvarðast bæði af líkamsklukkunni og ytri aðstæðum, svo sem fæðuskorti.

Meðalþyngdin um 1,8 grömm og er snjáldurmúsin Suncus etruscus léttasta spendýr heims. Á vorin, sumrin og haustin borðar hún sína eigin þyngd átta sinnum á dag til að lifa af. Á veturna, þegar enginn matur er að finna, þarf hún að draga úr orkunotkun sinni.

Frekari tilraunir leiddu í ljós að það er ekki allur heilinn sem rýrnar, heldur aðeins sérstakt lag í heilaberkinum. Þar eru meðhöndluð skynboð frá skynhárunum sem eru mikilvægasta skynfærið í leit dýranna að skordýrum og ormum.

42% – svo mikið fjölgar heilafrumum í einni af heilastöðvum snjáldurmúsar þegar hún hefur lifað veturinn af.

Rýrnunin nam 28% og sparar mikla orku yfir veturinn þegar skynhárin kom hvort eð er ekki að haldi.

 

Á vorin fjölgar svo þessum heilafrumum um 42%. Svo umfangsmikil nýmyndun heilafrumna hefur ekki sést áður hjá nokkru spendýri.

BIRT: 18/06/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Saikat Ray & Imageselect,© Trebol-a

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is