Search

Sokkar geta haft áhrif á magann

Hefur þú líka lent í vandræðum með magann þegar þú reimar á þig hlaupaskóna og hleypur af stað? Ný rannsókn sýnir að svokallaðir „compressionsokkar“ eða þrýstisokkar gætu komið að haldi.

BIRT: 08/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þú þýtur af stað á fullri ferð út á malbikið í hlaupaferð dagsins en einmitt þegar þú ert á góðri leið með að slá persónulegt met, gerir maginn vart við að eitthvað sé í ólagi.

 

Hafirðu lent í einhverju slíku geturðu huggað þig við að fleiri hafa þessa reynslu.

 

Rannsókn hefur sýnt að 62% hlaupara sem hlaupa 5 km eða lengra hafa lent í því að þurfa að hætta vegna óþæginda í maga.

 

Ný tilraun sem náði til 46 maraþonhlaupara bendir til að þrýstisokkar (oftast nefndir compressionsokkar upp á ensku) geti komið í veg fyrir þessar óþægilegu þarmahreyfingar.

 

Til viðbótar benda sérfræðingar á að hollt fæði og mikil vatnsdrykkja hjálpi til við að halda maganum í jafnvægi bæði fyrir hlaupin og eftir þau.

 

Sokkarnir bæta blóðrásina

Fyrir tilraunina höfðu vísindamennirnir þá tilgátu að óþægindin stöfuðu af því að hlaupið truflaði maga og þarma og gæti jafnvel valdið skaða.

 

Þess vegna þótti þeim rétt að byrja á að bæta blóðrásina hjá sumum hlaupurum og skoða hvaða áhrif það hefði.

 

Í tilrauninni voru 23 af 46 maraþonhlaupurum látnir hlaupa í þrýstisokkum og í ljós kom að tiltekið prótín sem bindur iðrafitusýru og kallast I-FABP, mældist í minna magni í blóði þeirra sem hlupu í sokkunum.

 

Að sögn vísindamannanna er magn I-FABP í blóði vísbending um hversu mikið tjón magi og þarmar verða fyrir á hlaupum.

 

Meðalhækkun var á magni I-FABP um 38 prósent í blóði þeirra hlaupara sem voru í þrýstisokkum en aukningin var 107 prósent í blóði þeirra hlaupara sem ekki voru í þessum sokkum.

BIRT: 08/03/2023

HÖFUNDUR: Mikkel Bjerg

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is