Stoðgrind í buxunum gefur lengri hlaupatúra

Bandarískir og suður-kóreskir vísindamenn hafa fundið upp stoðgrind sem minnkar orkunotkun hlaupatúrsins um fjögur prósent. Nú á að gera stoðgrindina léttari svo hægt verði að spara enn meiri orku.

BIRT: 22/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Lengdu daglega hlaupatúrinn um 4% án þess að þurfa meiri orku. Eða er kannski enn snjallara að bæta 9% við vegalengdina.

 

Þetta verður gerlegt með nýrri buxnastoðgrind sem styrkir eðlilegar hreyfingar á göngu eða hlaupum.

 

Það eru bandarískir og suður-kóreskir vísindamenn sem fundu upp þessa tækni. Til að sjá eru þetta bara nokkuð síðar stuttbuxur en það er reyndar ekki allt og sumt.

 

Á maganum ber hlauparinn rafhlöðu en virknitækin eru rétt yfir lendunum. Þessi tæki toga í ólar sem tengjast aftanverðum lærunum.

 

Það hjálpar vöðvum aftan í lærum og rassi að hreyfa fótlegginn aftur á við, miðað við þyngdarpunkt líkamans.

 

Innbyggðir í buxurnar eru skynjarar sem stöðugt fylgjast með vöðvahreyfingunum og tryggja að grindin starfi í sama takti.

Ný stoðgrind sparar hlauparanum 7% orkunnar þegar kveikt er á henni. Orkusparnaðurinn er 4% að teknu tilliti til þyngdar tækjanna.

Orkusparnaðurinn eykst til muna ef mönnum tekst að létta búnaðinn sem nú vegur um 5 kíló.

 

Langtímamarkmiðið er þó ekki bara að auðvelda fólki hlaup eða göngu.

 

Vísindamennirnir gera sér vonir um að uppfinningin leiði af sér nýjar gerðir stoðgrinda til að hjálpa sjúklingum í endurhæfingu og komið að gagni við mikla erfiðisvinnu.

BIRT: 22/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.