Ráneðlan Sias meekerorum
Fyrir 100 milljónum ára lifðu tröllvaxnar forneðlur í fjöllunum í Suður-Utah í BNA. Vísindamenn við ríkisháskólann í Utah fundu leifar þessarar risaeðlu, sem fengið hefur heitið Sias meekerorum, sem merkir mannætuófreskja Meekers.
Þótt eðlan hafi verið 10 metra löng og yfir 4 tonn að þyngd, telja vísindamennirnir þetta hafa verið unga eðlu. Eðlan er af carchrodontaurus-ætt, en þær ráneðlur hafa ekki áður fundist í Ameríku.
Breyting efst í fæðukeðjunni
Carchrodontaurus-eðlur tróndu á toppi fæðukeðjunnar um milljónir ára, snemma á krítartímabilinu, en síðar tóku tyrannosaurus-eðlurnar við því hlutverki.
Steingervingafræðingum er ekki ljóst hvað olli þessum umskiptum, Cedarfjöll í Utah eru meðal fárra staða þar sem steingervingar beggja hafa fundist.
Tyrannosauruseðlur sem uppi voru á sama tíma og Sias meekerorum, voru á stærð við hunda, en áður en Sias meekerorum dó alveg út, hafði a.m.k. ein tyrannosaurustegund þróast í fulla stærð. Hún hefur trúlega orðið Sias meekerorum yfirsterkari og tími tyrannosaurs-eðlanna þar með kominn.
Tyrannosaurus yfirtók hásæti fæðukeðjunnar
Á sama svæði og Sias meekerorum fannst, hafa aðrir steingervingafræðingar mögulega fundið svarið við spurningunni um endalok þessarar stór ráneðlu.
Þetta var forfaðir grameðlunnar (Tyrannosaurs rex), sem fengið hefur hið tilkomumikla heiti Lythronax argestes, eða „suðrænn kóngur limlestinga“.
Sias meekerorum hefur trúlega orðið undir í þróuninni og orðið að lúta í lægra haldi fyrir Lythronax argestes, sem virðist hafa verið ein af allra fyrstu virkilega stórvöxnu drápseðlunum.