Náttúran

Súrefni steig upp úr hafinu: Eldsneyti lífsins

Þú andar að þér 2.000 lítrum af því á degi hverjum og það finnst hvarvetna í alheimi. En það hvernig súrefni steig upp í lofthjúpinn og gerði jörðina byggilega hefur verið ein helsta ráðgáta vísindanna. Þar til nú.

BIRT: 04/01/2024

Þess vegna ættir þú að lesa greinina

Án súrefnis er enginn skilvirkur bruni í frumum og þar með ekkert þróað líf.

 

Súrefni átti sinn þátt í fyrsta fjöldaaldauða á jörðu þar sem 99% alls lífs dó.

 

Til þess að geta numið nýja hnetti þarf súrefni að vera í för með okkur – og tæknin er til staðar.

Menn geta gert grein fyrir því hvernig vatn barst til jarðar og þeir hafa ágætar skýringar á því hvernig jarðskorpan hreyfist og myndar há fjöll og djúpa dali. En hvernig súrefni slapp út í lofthjúpinn og hratt þannig af stað miklu lífi hefur um áratugi verið hulin ráðgáta.

 

Menn spyrja jafnframt hvers vegna það þurftu að líða 1,2 milljarðar ára frá því að fyrstu ljóstillífandi bakteríur tóku að framleiða súrefni í úthöfum jarðar þar til hægt var að anda að sér þessu virka gasi í andrúmsloftinu.

 

Eins þegar súrefni var loksins sloppið út hvers vegna drap það þá mestan hluta lífs á jörðu og orsakaði 300 milljón ára langa loftslagskreppu.

 

Nú hafa vísindamenn eftir mikla mæðu leyst ráðgátu ildisins og fundið svarið djúpt undir yfirborði jarðar.

 

Járn og gas í djúpinu átu súrefnið

Súrefnier eitt útbreiddasta frumefni alheims. Það hefur sætistöluna 8 – þ.e.a.s. súrefnisatóm samanstendur af átta róteindum í kjarna og átta rafeindir hringa kjarnann.

Þegar tvö súrefnisatóm renna saman mynda þau tvíatóma súrefnissameindina O2 – sem við skiljum sem súrefni.

50 kg af súrefni inniheldur 75 kg maður þar sem líkaminn samanstendur einkum af vatni, H2O.

Fyrir 3,6 milljörðum ára var loftið á jörðu eitrað. Súrefni var vissulega að finna en það var bundið kolefni í gastegundinni CO2 sem ásamt metani, vetni, köfnunarefni og argoni mynduðu lofthjúpinn.

 

Við þessar harðneskjulegu aðstæður kviknaði líf í hafi, þar sem m.a. blágrænir þörungar þróuðust. Bakteríurnar mynduðu stórar nýlendur sem nefnast strýtuþörungar og nýtilkomin ljóstillífun þeirra hratt af stað mikilli framleiðslu súrefnis í úthöfunum.

Steingervinga af súrefnisframleiðandi blágrænþörungum, svonefnda strýtuþörunga, má finna víðs vegar í heimi. Hér eru slíkir á grunnsævi við Shark Bay í Ástralíu

En blágrænir þörungar höfðu varla framleitt súrefnið áður en það var fjarlægt úr vatninu á ný. Nánast um leið og súrefni losnaði tengdist það uppleystu járni í sjónum og féll út sem járnoxíð sem lagðist á hafsbotninn.

 

En gráðugt járn í hafinu er einungis lítill hluti skýringar á því hvers vegna það liðu 1,2 milljarðar ára frá því að fyrstu blágrænþörungarnir tóku að ljóstillífa, þar til ildið náði á endanum í lofthjúp jarðar.

 

Árið 2009 sýndi efnafræðingurinn Chadlin M. Ostrander við University of Arizona að þrátt fyrir að súrefni hafi fyrst náð út í lofthjúpinn fyrir 2,4 milljörðum ára innihélt sjórinn á grunnsævi þegar fyrir 2,5 milljörðum ára frítt súrefni – jafnvel ennþá lengur.

 

Frítt súrefni í hafinu ætti að hafa orsakað súrefni í lofthjúpnum, því þegar gas leysist upp í vökva gerist það í hlutfalli við þrýsting gassins við yfirborðið og öfugt. Frítt súrefni í vatni ætti þannig að leiða til súrefnisauðgunar í lofti – ef gasið gengur ekki í efnahvörf um leið og það losnar út í lofthjúpinn.

Lög úr súrefni og járni má sjá í járnsetlögum en í þeim er að finna langmest af járni á jörðu.

Gráðugt járn tók súrefni í gíslingu

Lofthjúpur jarðar var laus við allt súrefnivið fæðingu plánetunnar. En fyrir 3,6 millljörðum ára tóku lífverur að umbreyta CO2 í O2. Það liðu þó 1,2 milljarðar ára til viðbótar áður en fyrstu súrefnissameindirnar sluppu úr hafinu.

1. Járn vellur út í hafið

Lofthjúpur jarðar í bernsku hennar var laus við súrefni og höfin voru full af CO2 og uppleystu járni sem streymdi upp úr eldvirkni neðansjávar. Fyrir 3,6 milljörðum ára komu ljóstillífandi blágrænþörungar til sögunnar sem tóku að losa súrefni út í vatnið.

2. Járn gleypir allt súrefni

Súrefnið frá blágrænþörungunum var samstundis bundið af járni og féll út sem járnoxíð sem lagðist á hafsbotninn, m.a. í járnsetlögum sem eru svo útbreidd að þau eru um 60% af járnmálmi hnattarins.

3. Súrefni stígur upp úr hafinu

Það var fyrst fyrir 2,4 milljörðum ára sem magn af uppleystu járni í sjónum var svo lítið að súrefnið gat losnað úr hafinu og tók að súrefnismetta lofthjúpinn. Þetta aukna magn súrefnis í lofti var upphafið að þróuðum fjölfrumungum.

Þrátt fyrir að þetta fría súrefni á grunnsævi ætti að hafa borist út í loftið birtust fyrstu menjar súrefnis í gasformi fyrst fyrir 2,4 milljörðum ára – þ.e.a.s. 100 milljón árum síðar. Vísindamenn furðuðu sig á þessu og árið 2020 fundu þeir svar sem markar þáttaskil.

 

Undir forystu lífefnafræðingsins Shintaro Kadoya við University of Washington sannaði hópur vísindamanna að það var á þessum tíma í sögu jarðar sem að afgerandi breyting átti sér stað djúpt í jörðu.

 

Hnötturinn skiptist upp í lög, efst er jarðskorpan og undir henni er lag sem nefnist möttull. Samkvæmt vísindamönnum varð möttullinn fyrir 2,4 milljörðum ára oxíderaður – þ.e.a.s. hann kom til með að innihalda fleiri efnatengingar mettaðar með súrefni sem leiddi til breytingar á efnasamsetningu í eldgosum á yfirborðinu.

 

Fram til þessa höfðu lofttegundir í eldgosinu samanstaðið af súrefnissnauðum tegundum eins og vetni og kolildi sem hvörfuðust hratt við þau fáu fríu súrefnisatóm sem voru í loftinu en nú sendu eldfjöllin frá sér meira af vatni, H2O og koldíoxíði, CO2 sem þegar var mettað af súrefni.

Vissir þú …

að menn geta hvorki séð, fundið lykt af eða bragð af súrefni?

 

að frumefnið súrefni uppgötvaðist árið 1771 af sænska apótekaranum Carl Wilhelm Scheele?

 

að þrátt fyrir að súrefni sé nauðsynlegt fyrir bruna getur súrefnið sjálft ekki brunnið?

 

Sífellt færri af þeim súrefnissameindum sem blágrænir þörungar sendu upp í lofthjúpinn, hvörfuðust og því varð magn af fríu súrefni smám saman meira.

 

Þrátt fyrir að súrefni hafi til lengri tíma litið verið stórkostlegur ávinningur fyrir líf á jörðu var það í fyrstu algjör skelfing – einnig fyrir blágrænþörunga sem framleiddu það.

 

Ofgnótt leiddi til útrýmingar

Súrefni var nefnilega hreinasta eitur fyrir margar af þeim lífverum sem höfðu lifað á súrefnissnauðri jörð. Þessi gastegund olli þannig fyrsta fjöldaaldauða á hnettinum þar sem allt að 99% af öllu lífi hvarf.

 

Þessar hamfarir voru þó rétt byrjaðar þegar súrefnið breytti einnig samsetningu loftsins og braut niður sumar gastegundir sem höfðu verið þar til í miklu magni.

 

Fram til þess hafði gróðurhúsagastegundin metan lagt lok yfir hnöttinn og haldið honum heitum en nú hvarfaðist metanið við súrefni. Saman urðu þessi tvö efni að koldíoxíði og vatni og þrátt fyrir að koldíoxíð sé einnig gróðurhúsagastegund, þá er hún miklu vægari en metan.

 

Afleiðingin af þessu var sú að hitastig snarlækkaði á jörðu og stóð þetta í næstum 300 milljón ár. Íshellan breiddist mörgum sinnum út frá heimskautunum, stundum alveg að miðbaug og hefur þetta skeið verið kennt við snjóboltajörðina.

Ildi og metan gengu í hrikalegt bandalag sem varð til þess að hitakerfi jarðar hrundi og hnötturinn varð þakinn ísmassa.

Þær tegundir sem lifðu af þessar hremmingar þurftu að laga sig að súrefnissnauðu umhverfi, t.d. djúpt undir hafsbotni meðan nýjar lífverur þróuðust hratt og löguðu sig að súrefnisríkum aðstæðum.

 

Súrefni er nefnilega afar skilvirkt verkfæri í efnaskiptum lífvera og á einnig þátt sem eldsneyti í orkuframleiðslu í orkukornum frumnanna. Þar er efnið adenósíntrífosfat, ATP, framleitt úr sykrunni glúkósa, með því að taka upp súrefni í svonefndri oxíderingu.

 

Niðurbrot á glúkósa með súrefni er þannig þrettán sinnum skilvirkara fyrir lífveru heldur en efnahvörfin í t.d. bakteríum sem lifa án súrefnis. Þetta veitti nýtilkomnum lífverum mikið forskot í þróuninni.

 

Magn súrefnis hélt þó áfram að vera nokkuð lágt eða milli 1/10 og 1/100 miðað við núverandi stöðu – þar til fyrir um ríflega 850 milljón árum og á þeim tíma voru lífverurnar tiltölulega smávaxnar. Þetta hefur nýlega verið útskýrt í vísindagrein sem birtist í maí 2021.

 

Lítið súrefni leiðir til smárra dýra

Í rannsókninni gerðu vísindamenn við Georgia Institute of Technology tilraunir undir forystu líffræðingsins Ozan Bozdag með tiltekna gerð af genabreyttu geri sem hagar sér eins og afar einfaldur fjölfrumungur með því að mynda stórar móðir-dóttir nýlendur.

-219°C er hitinn sem þarf til að súrefni frjósi. Þá myndast ljósbláir ildiskristallar.

Tegundin kýs að lifa við súrefnisríkar aðstæður en getur spjarað sig án súrefnis. Vísindamennirnir ræktuðu gerið yfir í meira en 800 kynslóðir við mismunandi magn súrefnis.

 

Þegar gerið lifði án súrefnis og varð að knýja efnahvörf sín með öðrum hætti fjórfaldaðist stærð einstaklinga yfir 800 kynslóðir. Það sama átti sér stað fyrir gerfrumur sem lifðu í miklu súrefnismagni.

 

En þegar gerið var látið kljást við lítið magn af súrefni, samsvarandi til þess sem var á jörðu fyrir um 850 milljón árum, þá urðu nýlendurnar afar litlar.

 

Niðurstaða vísindamannanna er sú að súrefni takmarkar í raun stærð þeirra lífvera þegar efnið er einungis til staðar í litlu magni, því í einföldum lífverum þarf súrefnið að þrengja sér inn í frumur beint frá umhverfinu.

Ediakara-fánan samanstóð af fyrstu flóknu lífsformum á jörðu sem minna á lindýr og orma. Minnstu dýrin voru fáeinir millimetrar en þau lengstu margir metrar.

Þess vegna komu nú fram þróaðir fjölfrumungar – og þar með dýrin á jörðu – í fyrsta sinn með svonefndri Ediakara-fánu fyrir um 600 milljón árum.

 

Lífið er orðið háð súrefni

Núna hefur dýralífið breiðst út um allan hnöttinn og þróunin hefur gert sínar ótal tilraunir með ýmis öndunarfæri til að flytja súrefnið bæði inn í líkamann og um hann.

 

Þessi grundvallaráskorun er enn til staðar – flytja þarf súrefnið til hverrar og einnar frumu í einstaklingnum, annars deyr fruman og á endanum sjálf lífveran.

Holur, holrými og himnur færa lífi súrefni

Vísindamenn telja að allt þróað líf á jörðu þarfnist súrefnis til að knýja svonefnd efnaskipti í frumum. En hvernig þessi lífvænlega gastegund kemst inn í líkamann er breytilegt milli tegunda.

Húðöndun takmarkar stærðina

Hjá lífverum sem anda með húðinni nær súrefnið beint inn í gegnum hana. Þessi tækni krefst þess að dýrið sé með stórt yfirborð miðað við rúmtak og takmarkar þannig hve stórir t.d. flatormar og hringormar geta orðið.

Rörakerfi dreifir súrefninu

Mörg lindýr á landi, t.d. skordýralirfur, anda í gegnum kerfi gata á hliðunum sem nefnast loftæðar. Þær tengjast loftæðagreinum, stífum rörum sem hleypa lofti inn í líkamann og greinast síðan í sundur þannig að súrefnið er flutt beint til frumnanna.

Lungu eru þróuð fyrir landið

Skriðdýr, froskar, fuglar og spendýr, þar með talið hvalir, anda með lungum. Í fínustu berkjum lungnanna þrengir súrefnið sér í gegnum afar þunnar himnur inn í blóðið þaðan sem því er síðan dælt um líkamann.

Tálkn sækja súrefni úr vatni

Tálkn hjálpa bein- og brjóskfiskum, krabbadýrum og lindýrum við að taka súrefni beint úr vatninu í gegnum þunnar húðfanir. Tálkn virka nánast eins og par af lungum á röngunni.

Þar til fyrir fáeinum árum töldu vísindamenn einnig að allt æðra dýralíf væri háð súrefni.

 

En árið 2010 fann teymi vísindamanna, undir forystu Roberto Danovaro frá tækniháskólanum í Ancona á Ítalíu, þrjár tegundir af örsmáum brynormum í Miðjarðarhafi sem – að því er virðist – lifa allt sitt líf í algjörlega súrefnissnauðu umhverfi.

 

Helsta tilgáta vísindamannanna um það hvernig frumur brynorma fá orku er að sumar tegundir hafi hvatberalíkan mekanisma í frumu, svokallaða hydrogenosóma sem geta haldið frumum á lífi án súrefnis. Sú virkni hefur til þessa einungis verið þekkt frá afar einföldum lífverum eins og svömpum en ekki frá dýraríkinu.

 

Árið 2020 dúkkaði upp enn eitt dýr sem lifir án þess að brenna súrefni. Þá uppgötvaði ísraelski dýrafræðingurinn Dayana Yaholomi og teymi hennar tegundina Henneguya salminicola – holdýr í fjölskyldu með marglyttum sem lifa sníkjulífi á löxum.

Henneguya salminicola festir sig á lax og lifir greinilega algjörlega án súrefnis.

Henneguya salminicola er fyrsta dýrið sem vísindamenn vita um sem skortir þann bút af DNA í genamengi sínu sem kóðar fyrir orkuver frumnanna, hvatberana. Án hvatbera er engin ástæða til að taka upp súrefni.

 

Rétt eins og á við um brynormana hafa vísindamenn ekki skilið til fulls ennþá hvernig dýrið fær sína orku.

 

Staðreyndin er eftir sem áður sú að þrátt fyrir að brynormar og laxasníklar geti spjarað sig án súrefnis, þá getur manneskjan það alls ekki.

 

Og meðan þessi merkilega efnatenging er núna aðgengileg í lofthjúp jarðar þá er skortur á henni næstum alls staðar annars staðar í alheimi.

 

Geimfarar munu anda að sér Mars-ildi

Þess vegna verða geimfarar sjálfir að flytja með sér eða framleiða súrefni þegar þeir halda til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eða á enn fjarlægari áfangastaði.

 

NASA hefur náð hvað lengst í þeirri tækni að framleiða súrefni á framandi plánetu og þar hafa menn útbúið nýja marsjeppann, Perserverance, með búnað til að umbreyta CO2 sem er í miklu magni í lofthjúp Mars, í súrefni.

 

Tilraunin MOXIE getur framleitt ríflega tíu grömm af hreinu súrefni á klukkustund. Það samsvarar um einum þriðja af þörf fullorðinnar manneskju. Fyrir vikið þarf því að stækka upp MOXIE-búnaðinn verulega áður en hann verður nýtanlegur í Mars-leiðangri.

NASA tilkynnti þann 27. apríl 2021 að tækinu MOXIE um borð í Mars-jeppanum Perseverance hafi tekist að framleiða ildi á rauðu plánetunni.

Klofið koldíoxíð tryggir geimförum súrefni

Súrefni skiptir sköpum fyrir menn og er einnig mikilvægt efni í eldflaugaeldsneyti. Því gerði NASA tilraunir með að framleiða súrefni á framandi plánetu í tilraun sem kallast MOXIE um borð í Mars-jeppanum Perseverance.

 

1. Rafmagn klýfur koldíoxíð

CO2 í lofthjúp Mars fer í gegnum neikvæðan pól MOXIE, katóðuna. Rafspennumunur og hitastig við 800° orsakar rafgreiningu, þar sem CO2 klofnar í jónir af ildi og kolildi.

 

2. Súrefnis-jónir halda til anóðu

Kolildið er aukaafurð og er losað aftur út í lofthjúp Mars. Súrefnis-jónirnar eru með tvær aukarafeindir og því neikvæða hleðslu. Þær halda í átt að jákvæðu skauti MOXIE, anóðunni.

 

3. Atóm safnast saman í súrefni

Við anóðuna oxíderast súrefnisjónirnar og mynda tvö og tvö súrefnisatóm, O2. Við sama tækifæri losna alls fjórar auka rafeindir til anóðunnar og fara þar í rafrás.

 

Fyrir utan það að halda áhöfninni á lífi með MOXIE – eða samsvarandi tækni – þarf að framleiða það súrefni sem þarf til að fylla á eldsneytistanka geimskips, svo það geti snúið aftur til jarðar. Útreikningar frá NASA sýna að það þarf um 25 tonn af súrefni til að brenna þau sjö tonn af hreinu eldflaugaeldsneyti sem þarf fyrir geimfar með fjóra geimfara á leið aftur til jarðar.

 

 

Að finna súrefni á Mars er ekki sérstökum vandkvæðum bundið. Efnið er hið þriðja algengasta í alheimi á eftir vetni og helíum og finnst hvarvetna í ótal efnasamböndum.

 

Áskorunin felst í því að óháð því hvernig losa skal súrefni frá t.d. CO2 þá þarf að rjúfa efnatengingar milli atómanna – og til þess þarf orku.

 

Fyrir utan MOXIE – eða sambærilegt apparat í stærri skala – þurfa geimfarar því að flytja með sér búnað til að framleiða orku, t.d. sólarsellur eða litla kjarnaofna. Því kann að fara svo að einhver ný tækni taki fram úr MOXIE.

 

Árið 2020 sýndu þrír vísindamenn við Washington University undir forystu efnafræðingsins Praley Gayen nefnilega hvernig afar sterkt saltvatn sem hefur fundist á Mars má kljúfa í ildi og vetni með rafgreiningu.

13 geislavirkar súrefnissamsætur eru til. Samsætan O-15 lifir lengst með helmingunartíma sem er rúmar tvær mínútur.

Ferli þetta notar einungis 1/25 af þeirri orku sem MOXIE þarf til að framleiða samsvarandi magn súrefnis – og þetta er kostur sem er örðugt að líta fram hjá í geimferð þar sem hvert einasta kíló af farmi kostar gríðarlegt fjármagn.

 

Lofthjúpur gengur í barndóm

Á einhverjum tímapunkti mun verða nauðsynlegt að skapa súrefni á jörðu í sama mæli eins og ljóstillífun gerir núna. Framleiðsla jarðar stöðvast nefnilega þegar sólin gerir plánetuna of heita fyrir jurtalíf eftir um 1 milljarð ára.

 

Þessu spá stjarnlíffræðingurinn Kazumi Ozaki frá Toho University og kollegi hans, Christopher T. Reinhard í rannsókn frá mars 2021.

 

Vísindamennirnir tveir hafa keyrt loftslagslíkön fyrir jörðu, ekki bara til áranna 2100 eða 2500, heldur margar milljónir ára fram í tímann.

 

Í öllum líkönunum brotnar lofthjúpur jarðar saman og skilur einungis um eitt prósent af núverandi magni ildis eftir en á hinn bóginn mikið magn af koldíoxíði og metani – rétt eins og raunin var í bernsku jarðar áður en ildið náði að rísa upp í lofthjúpinn.

 

Með þessum hætti mun jörðin þá enda þar sem hún byrjaði.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock,© SPL© Shutterstock & Malene Vinther,© Claus Lunau,© Getty Images,

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

1

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

2

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

3

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

4

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

5

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

6

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Vísindamenn vara við: Hamfaraskjálftar vofa yfir stærstu borgum heims

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Við sjáum aldrei nema aðra hlið tunglsins. Nú verða Kínverjar fyrstir til að senda geimfar til að taka sýni af bakhliðinni. Úr þeim á að lesa hvernig þessi fylgihnöttur okkar myndaðist – og mögulega sjá okkur fyrir næstum ókeypis orku.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is