Svartar fjaðrir gefa aukaorku

Sjófuglar með svartar fjaðrir á vængjunum hafa loftaflfræðilegt forskot á þá hvítvængjuðu. Liturinn hefur þýðingu varðandi loftmótstöðu.

BIRT: 31/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Nýjar rannsóknir, sem koma á óvart, sýna að það er ekki aðeins stærð og lögun vængjanna sem ákvarða flughæfnina. Liturinn skiptir líka máli.

 

Áratugum saman hafa fuglafræðingar undrast að sjófuglar sem ferðast um mjög langan veg hafa svartar fjaðrir í vængjum. Til að finna skýringu á þessu ákváðu þróunarlíffræðingar hjá Ghentháskóla í Belgíu að rannsaka fyrirbrigðið betur.

 

Fyrst tókst þeim að staðfesta grun fuglafræðinga með því taka saman 324 tegundir sjófugla og bera svo saman flughæfni þeirra og liti á vængjum. Þarna reyndist vera ákveðið samhengi. Fuglar með dekkri vængi eru einfaldlega hæfari til flugs

Hámörkuð flughæfni

Beinabygging, vöðvar og litir eru sérhæfð fyrir líf í loftinu.

Ofurlétt bein

Til að spara þyngd eru bein fugla ekki gegnheil. Þversniðið minnir á þéttriðið net og beinin verða þannig bæði sterk og létt.

Öflugir vöðvar

Mjög sterkir brjóstvöðvar gera fuglinum kleift að hreyfa vængina af nákvæmni, hratt og af miklum krafti.

Heppilegur fjaðralitur

Ný rannsókn sýnir að svartar fjaðrir í vængjum hita loftið örlítið og vængurinn smýgur því léttilegar í gegn.

 Að þessu loknu rannsökuðu líffræðingarnir uppstoppaða vængi, m.a. af súlum í vindgöngum. Við mismunandi vindaðstæður voru gerðar tilraunir með mismikla innrauða geislun, sem látin var tákna hitageislun frá sólinni.

 

Tilraunirnar leiddu í ljós að svartir vængir, sem drekka í sig meiri hitageislun, gefa forskot varðandi mótstöðuna sem vængurinn mætir á leið sinni um loftið.

 

Munurinn reyndist vera heil 20% og það sparar fuglunum mikla orku.

 

Niðurstöðurnar auka ekki aðeins skilning fuglafræðingu á þýðingu lita á fjöðrum fugla. Ef dökkir vængir spara fuglum orku, hlýtur hið sama að gilda t.d. um dróna og flugvélar.

 

Nú eru flestar farþegaflugvélar annaðhvort hvítar eða ljósar á lit, einmitt til að draga úr hitun, en það kynni að breytast.

BIRT: 31/05/2022

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is