Lifandi Saga

Svipubræður hýddu sig til blóðs

Dómsdagur er í nánd, hrópar öfgafullur sértrúarsöfnuður á miðöldum. Eina von mannkyns felst í að píska sig og iðrast. Boðskapurinn breiðist út eins og eldur í sinu og sjálfur páfinn getur ekki stöðvað þessar sjálfspíningar.

BIRT: 04/08/2023

Árið 1259 fékk munkurinn Justin að reyna nokkuð sem honum þótti bæði undarlegt og óskiljanlegt. Íbúar í ítalska bænum Perugia urðu nær allir sem einn sturlaðir og tóku að strýkja sjálfa sig.

 

„Þeir voru svo andsetnir af guðsótta að bæði leikir sem lærðir, ungir og gamlir, jafnvel börn niður í fimm ára aldur gengu klæðalaus um göturnar án nokkurrar blygðunarkenndar. Flest héldu þau á svipum með leðurólum og grátandi og stynjandi pískuðu þau bak sitt þar til blóðið rann“, skrifaði munkurinn furðulostinn.

 

Justin hafði aldrei séð nokkru þessu líkt. Hann lýsti þessum sjálfspíningum sem öfgafullum hugarórum vegna aukinnar lögleysu og óreiðu sem honum þótti ríkja í samfélaginu.

 

Fyrst hafði þessi hugsýki gripið íbúa Perugia og breiddist þaðan út um nánast allan Ítalíuskaga.

 

Hreyfingin hlaut nafnið „Flagellants“ – frá latneska orðinu yfir það að strýkja með svipu.

„Á Drottins ári 1263 fóru menn að hlaupa um og hýða sig í hverri götu,“ segir í texta þessarar myndar úr ungverska handritinu „Chronicon Pictum“ frá árinu 1358.

Pískurinn ákærði alla

Sjálfspíningar voru ekki óþekktar á miðöldum í Evrópu. Um aldaraðir höfðu kristnir munkar og einsetumenn pínt sig og plagað til að sýna iðrun og trúfestu.

 

Sem dæmi nefnir Theodoret biskup á Kýpur frá trúhneigðum einsetumönnum sem gengu um með gaddaslegna hlekki eða gjarðir til að minnast í sífellu þjáningar Krists á krossinum.

 

Dominic Loricatus hinn helgi sem bjó í ítölskum skógi á 11. öld, er sagður hafa pískað sig mörgum sinnum í viku hverri – samkvæmt sögusögnum strýkti hann sjálfan sig 50.000 sinnum á dag á föstunni.

 

En ólíkt fyrri stökum sjálfspíningarmönnum reyndust svipubræður á 13. öld öðlast miklar vinsældir – jafnvel meðal manna alls ótengda kirkjum og klaustrum. En þetta voru ekki einungis fátækir bændur, heldur einnig góðborgarar og aðalsmenn sem gripu upp svipuna til að berja sig fyrir framan stóran skara af áhorfendum. Á meðan þessu stóð sungu þeir sálma og köstuðu sér grátandi til jarðar.

„Það var ekki vegna blessunar nokkurs kirkjuföður né heldur hafði nokkur trúarleiðtogi skipað þetta fyrir. Heldur virðist þetta æði hafa kviknað af sjálfu sér meðal einfaldra manna en bæði leikir og lærðir sóttu í þessa fyrirmynd“

Munkurinn Justin frá Peugia

Kaþólska kirkjan fylgdist með þessu áhyggjufull og undrandi meðan að ríkjandi heimskipan var snúið á hvolf. Svipubræðurnir fengu þjófa til að iðrast og skila aftur þýfi sínu og yfirvöld á mörgum stöðum voru skyndilega gripin mikilli samhyggð og opnuðu fangelsin, meðan að þeir sem úthýst hafði verið fengu að snúa aftur til síns heima.

 

„Kirkjan furðaði sig á því hvernig svona ástríðufull tjáning trúarhita gæti skyndilega sprottið upp. Það var ekki vegna blessunar nokkurs kirkjuföður né heldur hafði nokkur trúarleiðtogi skipað þetta fyrir. Heldur virðist þetta æði hafa kviknað af sjálfu sér meðal einfaldra manna en bæði leikir og lærðir sóttu í þessa fyrirmynd“, skrifaði Justin.

Ár hvert þann 15. febrúar er haldið upp á „Lupercalia“ í Rómarríki. Ungir menn hlaupa um göturnar og píska konur hóflega til að auka frjósemi þeirra.

Svipan small til forna

Samkeppni, helgiathafnir og frjósemishátíðir – fjölmargt í fornri menningu fól í sér sjálfspíningar.

 

Í siðmenningu fornaldar er að finna mörg dæmi um sjálfspíningar. Sem dæmi héldu Spartverjar árlega upp á Dag svipubræðranna. Þá voru drengir og menn pískaðir daglangt og keppnin fólst í hver þeirra gæti þolað mestar hýðingar.

 

„Drengir voru pískaðir allan daginn, oft til bana, fyrir framan altari gyðjunnar Díönu og þeir þjást glaðir í bragði. Þeir keppast um að sigra, því sá sem þolir mestan sársauka og hefur þolað flest högg, hefur borið sigur úr býtum“, skrifar sagnaritarinn Plútark (46-120 f.Kr.).

 

Rómverjar sveifluðu einnig svipunni á frjósemishátíðinni Lupercalia, þar sem ungir aðalsmenn hlupu naktir um göturnar og ungar meyjar leyfðu þeim að slá létt högg á kvið sinn til þess að auka frjósemi sína.

 

Hjá fornum og dularfullum sértrúarsöfnuðum stunduðu menn að sama skapi sjálfspíningar. Sem dæmi nefnir sagnaritarinn Heródótus helgiathöfn hjá Isis-költinu, þar sem bæði konur og menn hýddu sig. Slíkar helgiathafnir voru háleynilegar. „Það er ekki leyfilegt að afhjúpa hvar slíkar hýðingar áttu sér stað“, skrifar Heródótus.

 

Trúarleiðtogar Gyðinga, Egypta og Sýrlendinga pískuðu sig ákaft sömuleiðis í von um að ná upphöfnu ástandi og þannig öðlast nýja innsýn í guðdóm sinn.

Tugþúsundir hlaupa um göturnar

Þessi guðrækni varð skjótt að logandi öfgastefnu. Á einungis fáeinum árum fengu svipubræður þúsundir áhangenda úr öllum stéttum samfélagsins sem tóku þátt í sjálfspíningu með áður óþekktri þrautsegju.

 

Launin voru að sögn fyrirgefning Guðs á öllum syndum, frestun á dómsdegi og skemmri viðvera í hreinsunareldinum.

 

„Það var ekki aðeins á daginn heldur einnig um nætur sem hundruðir, þúsundir og tugþúsundir af þessum iðrandi syndurum hlupu um göturnar með logandi kyndla – án tillits til vetrarkuldans. Slíkar uppákomur mátti sjá í litlum þorpum og bæjum en einnig í fjöllunum og á ökrunum mátti heyra enduróminn af bænakvaki þeirra til Guðs“, skrifar munkurinn Justin.

 

Konur tóku einnig þátt í þessum trúarlegu öfgum en voru þó nógu siðsamar til að gera það einkum innan dyra, bætti munkurinn við.

Þrátt fyrir að nokkrir konungar hafi bannað svipubræður hélt sjálfspíningin áfram um aldir á Spáni. Hér er atriði málað af hinum mikla listamanni Francisco Goya snemma á 19. öld.

Hellisbúi heillaði yfir 10.000

Á tímabili sætti kirkjan sig við þessa sturlun fjöldans en á miðri 13. öld náðu sjálfspíningar ótrúlegu og uggvænlegu fylgi. Eftir tímaskeið þar sem uppskeran brást, geisaði hungursneyð víðsvegar í Evrópu. Og þegar kornið óx ekki og hungurvofan barði að dyrum hlaut það að vera refsing Guðs samkvæmt trú flestra bænda og borgara. Margir þeirra tóku að efast um heilindi kirkjunnar og leituðu nýrra leiða til að milda reiði Guðs.

 

Allir voru velkomnir til svipubræðranna. Hreyfingin hafði engan eiginlegan leiðtoga, enga stefnuskrá né stéttaskiptingu og það þurfti bara einn heillandi mann til að safna gríðarlegum mannfjölda að baki sér. Í Perugia hafði slíkt æði byrjað með hellisbúanum Raniero Fasani.

 

Hann tilkynnti íbúum að engill hefði komið til hans og sagt að bærinn yrði gjöreyðilagður ef borgarar iðruðust ekki og færu að strýkja sjálfa sig. Skjótt hafði hann myndað bræðralag sem sankaði að sér áhangendum um alla Ítalíu. Og innan tíðar voru meira en 10.000 manns að marsera um í ítölskum sveitum sveiflandi pískum.

 

Þeir sem ekki tóku þátt voru sakaðir um að vera í bandalagi með djöflinum og fólk hvarf víðs vegar úr sveitum þegar íbúarnir fylktu sér með skrúðgöngum svipubræðranna. Sjálfu samfélaginu stóð nú ógn af þessari áráttu.

 

Hvað kirkjuna varðar þótti það svívirðilegt að þessi sértrúarhópur héldi því fram að hægt væri að afplána syndir sínar með svipunni einni saman.

 

Hefðin kvað á um að einungis prestar gætu fyrirgefið syndir manna í nafni Guðs og þannig ógnuðu svipubræður nú sjálfum grundvelli kirkjunnar.

 

Páfinn var tilneyddur til að grípa inn í atburðarásina og árið 1261 bannfærði hann svipubræður og kvað þá vera helbera trúvillinga.

Blómatími svipubræðra stóð aðeins í rúm 100 ár, en sjálfsprottinn hreyfing setti mikinn svip á miðöldum og er oft nefnd af sagnfræðingum, t.d. í Nürnbergkróníkunni.

Þjóðverjar voru óðir í svipur

Eftir þetta inngrip páfans missti sértrúarhópurinn smám saman fylgi á Ítalíu en hélt þó áfram að breiðast út í Austurríki og Frakklandi og ennfremur norður á bóginn til landsvæða sem nú eru Tékkland, Þýskaland og Pólland. Þar héldu nýir áhangendur áfram að pína sjálfa sig.

 

Þegar Svarti dauði barst til Suður Þýskalands upp úr 1340 kviknaði nýtt blómaskeið meðal svipubræðra. Annálaritarinn Matthías Von Neunburg lýsir þannig því hvernig 200 sjálfspínarar mörsuðu inn í bæinn Spayer, þar sem mikill fjöldi íbúa tók á móti þeim.

 

„Þeir komu sér fyrir innan í stórum hring sem markaður var á jörðina og tóku af sér öll klæði fyrir utan lendarklæðin. Þessu næst gengu þeir hring eftir hring með handleggina útstrekkta til hliðanna eins og kross en enduðu síðan á að kasta sér til jarðar. Síðan stóðu þeir upp og tóku að berja sig með svipum – sumar með hnútum og járngöddum – undir háværum sálmasöng. Þegar tiltekið merki var gefið köstuðu þeir sér allir á hnén og lágu síðan flatir á jörðinni meðan þeir börmuðu sér“.

Á miðri 14. öld höfðu svipubræður náð slíkum vinsældum að þeir héldu margar skrúðgöngur. Í Þýskalandi taldi flokkur þeirra margar þúsundir.

Költin settu skilyrði

Það var einkum í sveitahéruðum nærri Spayer og Strasbourg sem að mörg svipubræðrabandalög löðuðu að sér þúsundir meðlima. Hjá einu trúarfélaginu – svonefndum Krossbræðrum – var aðsóknin svo mikil að það gat leyft sér að setja skilyrði fyrir inngöngu. Sérhver maður átti að vera fær um að nota einungis fjóra pfenninga á dag í nauðþurftir, að hafa játað allar sínar syndir, fyrirgefið óvinum og fengið samþykki eiginkonunnar fyrir umsókninni.

 

Svipubræður stóðu í þeirri bjargföstu trú að innblástur athafna þeirra væri guðdómlegur. Einn sjónarvottur greinir frá því hvernig þeir svipubræður sem hann mætti á leið sinni, voru sannfærðir um að fyrirmæli þeirra væru komin frá helgu bréfi frá sjálfum Jesú – sem engill hafði komið til þeirra.

 

Í bréfinu lýsir sonur Guðs að sögn því hversu óánægður hann er með syndarana – einkum þá sem höfðu gerst sekir um guðlast sem og hina trúlausu. Samkvæmt bréfsendingunni gátu iðrandi menn bætt fyrir syndir sínar með því að lifa í útlegð í 34 daga og agað sjálfa sig daglega með svipuhöggum.

Myndband: horfðu á filippseyska menn hýða sig

Syndaselir vildu endurupplifa dauðann

Vinsældir svipubræðranna tengdust mjög farsóttum, eins og Svartadauða. Þess fleiri fórnarlömb sem Svartidauði krafðist, því öflugari varð sértrúarsöfnuðurinn. Þegar plágan geisaði hvað hæst milli áranna 1347 og 1349 tóku fjölmargir fagnandi á móti svipubræðrum í þýskum bæjum og sveitum.

 

„Þeir gengu í gegnum bæina í skipulögðum röðum, með leiðtoga og söngvara. Augu þeirra voru hulin og þeir einblíndu á jörðina. Allt fór þetta fram með mikilli trúarástríðu og sorg. Hvarvetna tóku klingjandi klukkur á móti þeim ásamt skara af mönnum sem komu langt að, til að heyra sálma þeirra og boðskap,“ skrifaði þýski sagnfræðingurinn J. E. C. Hecker.

„Við tiltekið merki köstuðu þeir sér á kné, lögðust síðan flatir á jörðina og börmuðu sér.“

Annálaritarinn Matthias von Neuenburg um svipubræður

Í ítalska bænum Guardia Sanframondi streyma íbúar sjöunda hvert ár út á göturnar til að iðrast synda sinna og píska sig á táknrænan máta.

Brátt var hreyfingin orðin svo stór að hún tók yfir kirkjur og breiddi út boðskap sinn í gegnum fjölþjóðlega sálma. Í Strasbourg reyndu svipubræður að sýna fram á andlegt yfirvald sitt með því að endurlífga dáið barn og reka út illa anda. Kornið sem fyllti mælinn hjá kaþólsku kirkjunni fólst í því að svipubræður ákváðu að endurlífga hinn heilaga rómverska keisara Friðrik 2. sem hafði þá verið dauður í ríflega 200 ár.

 

Endurlífgunartilraunin gat aldrei talist annað en argasta trúvilla og árið 1349 bannfærði Klemens 6. páfi (1291 – 1352) þá svipubræður. Biskupar Þýskalands studdu hann í þessum erindagjörðum og um áraraðir virtist sem hreyfingin væri nú að deyja út.

Drottningin Katarína Medici stundaði sjálfspíningar

Frönsk drottning sveiflaði svipunni

Þrátt fyrir að framsókn svipubræðra hafi verið heft víðs vegar í Evrópu á 15. öld, héldu opinberar sjálfspíningar áfram í bæði Frakklandi og Portúgal. Oft með velþóknun aðalsins.

 

Franska drottningin Katarina Medici (1519-1589) og sonur hennar Hinrik 3. (1551-1589) studdu opinberlega trúarfélög svipubræðra. Árið 1574 fór drottningin í fararbroddi þeirra og tók þátt í fjölmörgum helgiathöfnum, m.a. í Lyon og Toulouse. Þetta sama ár leiddi hún svonefnda svörtu skrúðgöngu svipubræðra í gegnum Avignon. Drottningin gekk svo langt að hún skipulagði jafnvel samkomur þar sem hofmeyjar voru neyddar til að píska hver aðra til að bæta fyrir syndir sínar. Sjálf tók hún ríkan þátt í þessu athæfi og leiddi athöfnina.

 

Þrátt fyrir konunglega athygli nutu svipubræður ekki lengur sömu vinsælda. Árið 1601 samþykkti bæjarstjórn Parísar bann við slíku háttalagi og hvarf það smám saman í Frakklandi.

 

Á stöku stöðum í Portúgal, á Spáni og Ítalíu héldu sjálfspínarar áfram að skipuleggja skrúðgöngur – einkum á páskum – langt fram eftir 19. öld.

Hreyfingin fjaraði út


Það var þó hægara sagt en gert að bæla niður þennan taugaveiklaða trúarofsa og þrátt fyrir fordæmingu kirkjunnar söfnuðust svipubræður saman hér og þar til sveita. Sem dæmi fékk ítalskur bóndi árið 1399 vitrun sem varð upphafið að nýjum en skammvinnum árangri svipubræðra. Meira en 15.000 sjálfspínarar söfnuðust saman í bænum Modena en kaþólska kirkjan lét nú aldeilis til sín taka og leiðtogar þeirra voru brenndir á báli fyrir trúvillu.

 

Í Þýskalandi náði maður að nafni Karl Schmidt að safna stórum hópi í kringum sig. Fólk var sannfært um að Schmidt væri endurfæddur spámaður úr Gamla testamentinu og jafnframt ódauðlegur. Þessi trúarvilla var endanlega brotin á bak aftur, þegar Rannsóknarrétturinn kastaði bæði Schmidt og fylgjendum hans á bálið árið 1414.

 

Undir lok 15. aldar voru svipubræður nánast alveg úr sögunni.

Lesið meira um svipubræður

  • William M. Cooper: Flagellation & the Flagellants: A History of the Rod, Fredonia Books, 2001

 

  • Bernard Hamilton: Religion in the Medieval West, Bloomsbury Academic, 2003 

 

  • Jean Louis De Lolm: The History of the Flagellants, Gale ECCO Print Editions, 2010

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NATASJA BROSTRÖM , BUE KINDTLER-NIELSEN

© Akg-Images/Ritzau Scanpix. © Mark of Kalt/Wikimedia Commons. © Andrea Camassei/Wikimedia Commons. © Francisco de Goya/Wikimedia Commons. © Hartmann Schedel/Wikimedia Commons. © The Granger Collection/Ritzau Scanpix© Gianfranco Vitolo/Wikimedia Commons. © François Clouet/Wikimedia Commons.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.