Svona gróa sár

Það getur verið bæði sársaukafullt og tímafrekt þegar sár eru að gróa. En til allrar lukku hefur húðin þann sérstaka eiginleika að geta endurskapað sjálfa sig.

BIRT: 14/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Öfugt við nánast öll önnur líffæri hefur húðin einstæða hæfni til að endurnýja sjálfa sig.

 

Jafnvel tiltölulega stór sár geta gróið alveg án þess að nokkurt ör myndist. Það eru mismunandi hvít blóðkorn ónæmiskerfisins sem standa að lækningunni með því að valda bólgu.

 

Þótt ónæmiskerfið geti gert við margvíslegar skrámur er það einstaklingsbundið hvernig sár gróa. Reykingar og sjúkdómar á borð við t.d. sykursýki geta valdið því að sárin grói verr.

Bólga flýtir náttúrulegri lækningu

10 mínútur – blóðstorka

Lækningaferli húðarinnar hefst með því að rofnar æðar (rauðir blettir) draga sig saman. Prótínið fíbrín (blá strik) losnar og kemur blóðinu til að storkna þannig að blæðingin stöðvast.

48 tímar – síðbúin bólga

Ein gerð hvítra blóðkorna, svonefndar litfælnar kornfrumur (fjólubláar), hefur lækninguna en önnur gerð, svonefndar átfrumur (grænar) gefa frá sér lífefni sem hvetja sárið til að loka sér.

72 tímar – vaxtarfasi

Bandvefsfrumur (bláar) sem mynda kollagen (hvítar línur) og keratín (fjólubláar keðjur á yfirborði) koma að sárinu og endurmynda bæði leðurhúðina og fíngerðar æðar í henni.

 

Vikur til mánuðir – þroskafasi

Eftir vaxtarfasann tekur þroskafasinn við og skyndilausnir eru leystar af hólmi með langtímaviðgerðum.

 

BIRT: 14/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is