Maðurinn

Taktu prófið. Hversu myrk er skapgerðin þin?

Fæst okkar eru algerlega laus við hin myrku skapgerðareinkenni sem liggja að baki D-þættinum. Kynntu þér níu einkenni hinnar myrku skapgerðar og taktu svo prófið sem sýnir hversu myrk skapgerð þín er.

BIRT: 15/12/2022

Að mati danskra og þýskra vísindamanna eru níu myrk skagerðareinkenni sem við höfum öll að einhverju leiti. Undirliggjandi orsök allra eiginleikanna er hinn myrki D-þáttur.

 

D-þátturinn lýsir því hversu langt maður er tilbúinn að ganga fyrir eigin ávinning, jafnvel þótt það sé á kostnað annarra.

 

Fólk sem skorar hátt á D-stuðlinum er tilbúið að valta yfir allt og alla til að ná markmiðum sínum. Jafnframt eru þeir sannfærðir um að hegðun þeirra sé réttlætanleg og þeir fá ekki samviskubit yfir því að aðrir líði fyrir gjörðir þeirra.

 

Þrír af níu persónueinkennum – siðblinda, sjálfhverfa og svokallað undirferli eða machiavellismi – eru raunverulegar geðsjúkdómar, en hinir sex eru ekki taldir sem sjúkleg skapgerðareinkenni.

 

Kynntu þér hinar níu myrku hliðar mannsins og sjáðu hvaða störf einstaklingar með þessa eiginleika telja heillandi. Dæmin um störfin eru m.a. byggt á rannsókn þar sem 424 Bandaríkjamenn úr hinum ýmsu starfsgreinum tóku próf á netinu á myrku persónueinkennum sínum og áhugamálum.

 

Neðst í greininni geturðu tekið próf til að sjá hversu myrk skapgerðin þín er.

1. Kvalalosti

Þessir gleðjast yfir þjáningum annarra

Þeir hafa ánægju af að vinna öðrum andlegt eða líkamlegt tjón.

 

  • Hegðun: Þeir gleðjast yfir að misþyrma, angra eða hræða dýr og menn að ástæðulausu.

 

  • Starfsáhugasvið: Tannlæknir, hjúkrunarfræðingur, lögregluþjónn eða hermaður.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Ofbeldi, nauðgun eða sérlega hrottafengið morð, gjarnan framið í geðshræringu.

2. Sjálfhverfa

Þeir leita eftir athygli

Þeir eru ákaflega uppteknir af sjálfum sér, reyna að hefja sig til vegs og virðingar og hafa gríðarlega athyglisþörf.

 

  • Hegðun: Lítilsvirða aðra í því skyni að vera ávallt miðpunkturinn. Mikið keppnisskap.

 

  • Starfsáhugasvið: List og menning, félags- og umönnunargeiri, auk frumkvöðlastarfa.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Skattsvik og fjárhagsglæpir.

3. Siðblinda

Þeir ráðskast með aðra og eru stjórnsamir

Þeir búa yfir lítilli hluttekningu, sjálfsstjórn og sektarkennd, taka gjarnan áhættu og búa yfir mikilli atorku.

 

  • Hegðun: Notfæra sér og ráðskast með aðra með ofbeldiskenndri, yfirlætislegri og ógnandi hegðun.

 

  • Starfsáhugasvið: Hagnýtar greinar á borð við iðngrein, þjónustu og viðskipti, ellegar stjórnendastöður.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Ofbeldi, nauðgun og morð, oft skipulagt í þaula.

4. Undirferli

Tilgangurinn helgar meðalið

Þeir ráðskast með aðra, eru kaldlyndir og hafa þá einstrengingslegu skoðun að tilgangurinn helgi meðalið.

 

  • Hegðun: Ná tengslum við aðra með persónutöfrum og hrósi – ellegar hótunum.

 

  • Starfsáhugasvið: Stjórnmál, hagfræði og viðskipti.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Svik, prettir, áreitni, hótanir og misnotkun.

5. Oflæti

Þessum finnst þeir vera yfir aðra hafnir

Skoðun þeirra er að jafnaði sú að þeir séu öðrum betri og eigi skilið betri meðhöndlun.

 

  • Hegðun: Búast stöðugt við hrósi og viðurkenningu. Verða sárir yfir gagnrýni.

 

  • Starfsáhugasvið: Starf sem færir virðingu og völd, án þess að gerðar séu miklar kröfur.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Glæpamenn fá yfirleitt háa einkunn á oflætiskvarðanum.

6. Sjálfselska

Hagsmunir þeirra ganga fyrir öllu

Þeir hafa sína eigin hagsmuni ávallt í heiðri á kostnað hinna og heildarinnar.

 

  • Hegðun: Forðast að gera nokkuð fyrir aðra eða að deila nokkru með þeim án þess að bera sjálfir eitthvað úr býtum.

 

  • Starfsáhugasvið: Gegna oft æðstu stöðum innan allra starfsgreina.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Engin sérstök tengsl hvað glæpi snertir.

7. Sjálfsupphafning

Þeir vilja komast til metorða

Þeir óska þess að bæta stöðu sína og gera hana sýnilega í félagslegu og efnahagslegu samhengi.

 

  • Hegðun: Hafa áhuga á menntun, starfi og öðrum gæðum, þó ekki á kostnað annarra.

 

  • Starfsáhugasvið: Fyrirfinnast í öllum starfsstéttum og öllum starfsgreinum.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Engin sérstök tenging hvað glæpi snertir.

8. Illgirni

Þá langar að skaða aðra

Þeir eru eyðileggjandi og hafa löngun til að valda öðrum skaða, jafnvel þótt það bitni einnig á þeim sjálfum.

 

  • Hegðun: Lítillækka, angra eða skaða aðra, sökum þess að þeim finnst þeir hafa hlotið óréttláta meðhöndlun.

 

  • Starfsáhugasvið: Geta komist í háar stöður, sökum þess að aðrir vilja eða þora ekki að standa í veginum.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Vægt ofbeldi, eltihrellir eða áreitni.

9. Tillitsleysi

Þeir fá aldrei samviskubit

Þessir hafa tilhneigingu til að vera samviskulausir og að framkvæma án þess að velsæmið trufli þá.

 

  • Hegðun: Fara yfir siðferðisleg mörk en gera lítið úr öllu eða losa sig undan ábyrgðinni.

 

  • Starfsáhugasvið: Meindýraeyðir og innheimtumaður.

 

  • Dæmigerðir glæpir: Eiginleikar þessir eiga við um flest alla hópa glæpamanna.

Taktu prófið

Prófið gefur þér stig fyrir hvert skapgerðareinkenni og reiknar út D-stuðulinn þinn. Þú getur líka séð hvernig þú ert í samanburði við hina sem hafa tekið prófið.

Hversu langt værir þú til í að fara til að ná fram markmiðum þínum?

Prófið á hinum myrku skapgerðareinkennum var m.a. þróað af atferlissálfræðingur Ingo Zettler, Kaupmannahafnarháskóla.

 

Prófið tekur 3-15 mínútur og sýnir þér nokkrar fullyrðingar eins og: „Það er erfitt fyrir mig að sjá einhvern þjást“ eða „Það er skynsamlegt að geyma upplýsingar sem þú getur notað gegn öðrum síðar“. Þú velur svo hversu sammála eða ósammála þú ert hverri fullyrðingu. Vertu heiðarlegur þegar þú svarar.

 

Prófið gefur þér stig fyrir hvert hinna níu myrku skapgerðareinkenna og reiknar út heildar D-stuðulinn þinn, sem sýnir hversu langt þú ert tilbúinn að ganga til að ná markmiðum þínum.

 

Þú færð niðurstöðuna strax og getur líka séð hvar þú ert staddur miðað við mörg þúsund annarra sem hafa tekið prófið.

 

Þátttakendur eru nafnlausir og gögnin eru eingöngu notuð til rannsókna.

 

TAKTU PRÓFIÐ HÉR

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is