Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Blágrænir blettir eru tíðir gestir hjá mörgum. En sumt fólk virðist svo viðkvæmt að jafnvel minnsta pot geti valdið marbletti. Við reynum að finna skýringuna.

BIRT: 11/01/2023

Sprungnar æðar skapa marbletti

Flest höfum við sennilega reynt það á eigin skinni að rekast á borðshorn eða detta á hjóli og sjá síðan blágræna eða jafnvel allt að því svartleita bletti á húðinni einmitt þar sem við finnum til.

 


Þetta stafar af því að högg og slög valda skemmdum á fíngerðum æðum undir yfirborði húðarinnar. Þær springa og rauð blóðkorn sipra út í vefinn.

 

Eymslasvæðið breytir svo smám saman um lit, frá rauðu yfir í blátt/svart þegar prótín rauðu blóðkornanna, hemóglóbín, glatar súrefni.

 


Þegar blóðfrumurnar glata súrefni taka þær að deyja og þá berast svonefndum átfrumum boð um það.

Af hverju breyta marblettir um lit?

Högg veldur því að háræðar í húðinni bresta og blóð siprar út í vefinn í kring. Hemóglóbínið í blóðinu litar svæðið rautt í upphafi en þegar efnið brotnar niður breytist liturinn.

Dagur 1

Blóðið, með rauða litarefninu hemóglóbíni, rennur úr sprungnum æðum og myndar rauðan blett á húðinni.

Dagur 2

Blóðið þrýstist niður í leðurhúðina og séð gegnum þykkara húðlag fær hemóglóbínið dökkbláan blæ.

Dagur 6

Ónæmiskerfið brýtur hemóglóbínið niður í biliverdín sem veitir blettinum grænleitan lit.

Dagur 8

Biliverdín brotnar niður í efnið bilirúbín sem litar blettinn gulan.

Dagur 10

Bilirúbín brotnar að lokum niður í hemosiderín sem gefur marblettinum brúnleitt yfirbragð

Dagur 14

Átfrumurnar fjarlægja síðustu litarefnin þannig að marbletturinn verður ekki lengur sjáanlegur.

Hlutverk átfrumnanna er að brjóta niður og fjarlægja hin dauðu, rauðu blóðkorn og meðan á niðurbrotinu stendur fá blóðfrumurnar gulleitara yfirbragð.

 

Þegar niðurbrotinu er endanlega lokið hverfur marbletturinn.

 

Tíðir marblettir eiga sér margar ástæður

Sumt fólk þarf ekki mikið til að fá marbletti. Ástæðurnar geta verið margvíslegar og við förum hér yfir nokkrar þær algengustu

 

1. Þú ert kona

Ef þú ert með tvo X-litninga ertu um leið líklegri til að fá marbletti víða á líkamanum.


Húð kvenna er nefnilega dálítið þynnri en húð karla, þar eð í henni er minna af bandvefsprótíninu kollageni.


Af þessu leiðir svo aftur að háræðarnar eru ekki eins vel varðar fyrir höggum og það leiðir af sér tíðari marbletti.

 

2. Þú ert farin/n að eldast

Eftir því sem kertunum á afmælistertunni fjölgar eykst líka hættan á marblettum.


Bandvefur og fita í leðurhúðinni minnka smám saman með hækkandi aldri.


Þetta gerir þig viðkvæmari fyrir höggum og slögum þar eð húðin glatar hæfninni til að halda þétt að æðunum – húðin fer á meiri hreyfingu og það getur leitt til meiri meiðsla.


Jafnframt verða æðarnar sjálfar viðkvæmari og þær þurfa minna til að rofna.

 

3. Þú tekur lyf

Sum lyf geta gert þig viðkvæmari fyrir harkalegri snertingu, svo sem því að reka sig utan í harða hluti.


Blóðþynnandi lyf valda því til dæmis að meira blóð siprar úr sprunginni háræð og myndar marblett.

 

4. Þú hefur legið heldur mikið í sólbaði

Sólin getur verið yndisleg, sérstaklega eftir þessa köldu vetrarmánuði.

 

En það er full ástæða til að bera góða sólarvörn á sig og vera í skugga þegar sólin skín.

 

Sólböð auka ekki aðeins hættuna á t.d. húðkrabbameini – þau gera þig einnig viðkvæmari fyrir marblettum, þar sem sólin dregur úr mýkt og styrk húðarinnar.

 

Það þýðir líka að þau svæði sem eru mest berskjölduð fyrir sólinni eins og hendur og fætur fá frekar marbletti eftir því sem við eldumst.

 

Farðu til læknis ef þú ert í vafa

Marblettir geta sem sagt átt sér margvíslegar ástæður en ef þig af einhverjum ástæðum grunar að svipaðir blettir á húðinni gætu mögulega verið af völdum sjúkdóms, áttu undantekningarlaust að leita læknis.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock, © Dean Bertoncelj/Thinkstock

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

NÝJASTA NÝTT

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Fjölónæmur sveppur breiðist nú út eins og eldur í sinu á sjúkrahúsum. Sveppurinn kemst í blóð, taugar og líffæri og nú varar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin við því að sveppasýkingar séu alveg jafnmikil heilsufarsógn og stökkbreyttar veirur.

Læknisfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is