Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Mótið tungumálið líkt og listaverk. Eða lærið erlent tugumál jafn vel og móðurmálið. Vísindamenn hafa komist að raun um hvernig tónlist getur bætt málgreindina.

BIRT: 21/11/2024

Tekst þér að mala andstæðinginn í öllum rökræðum? Eða geturðu lært nýtt tungumál á aðeins örfáum vikum?

 

Nei? Þá er þörf fyrir að þjálfa málgreindina og vísindamenn hafa nú fundið einstaka leið til að hjálpa okkur að ná tökum á orðum.

 

Börn þjálfast í að hlusta á tónlist

Árið 2011 gerðu kanadískir vísindamenn tilraunir með tungumálagetu alls 48 barna á aldrinum fjögurra til sex ára.

 

Börnunum var skipt í tvo hópa og tók hvor hópur þátt í fjögurra vikna löngu þjálfunarferli þar sem þau áttu að leysa ýmiss konar verkefni sem litríkar teiknimyndapersónur kynntu á stórum skjá.

 

Hjá öðrum hópnum fólu kennslustundirnar í sér verkefni sem þjálfuðu sjónræna hæfileika, svo sem það að greina að form og liti og skilja lögun og víddir.

 

Hinn hópurinn hlaut kennslu sem byggðist á tónlist. Börnunum var m.a. ætlað að finna réttan tón, mynda eða greina að tiltekna takta, svo og að syngja.

Hið svonefnda Broca-svæði heilans er ein þeirra heilastöðva sem tengjast bæði máli og tónlist.

Tónlist bætir málið

Niðurstöður rannsóknarinnar voru alveg ótvíræðar. Myndræna þjálfunarferlið bætti engan veginn tungumálagetu barnanna en á hinn bóginn kom í ljós að 90 prósent barnanna í tónlistarhópnum spjöruðu sig umtalsvert betur þegar þau voru prófuð eftir þjálfunina, heldur en þau höfðu gert fyrir.

 

Tónlist og tungumál tengjast

Gagnleg áhrif tónlistarinnar á tungumálafærni kunna að leynast í heilaberkinum.

 

Sá hluti heilans virkjast við tónlistarkennslu og skiptir sköpum fyrir hvernig við vinnum úr því sem við skynjum, m.a. því sem við heyrum.

 

Með því að þjálfa tengingar heilabarkarins verðum við hugsanlega færari um að greina í sundur hljóð og að vinna með orð.

 

Tengslin á milli tónlistar og tungumáls eiga sér sennilega enn dýpri rætur.

 

Margir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að tónlist hafi myndast áður en tungumál urðu til og að geta forfeðra okkar til að dansa og syngja hafi orðið kveikjan að fyrstu orðum mannsins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS ANDERSEN & CHRISTIAN JUUL

Shutterstock, © Database Center for Life Science(DBCLS)

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is