Þríeygt rándýr vakti ótta í hafinu fyrir 500 milljónum ára

Steingervingar sýna heila og taugakerfi þriggja augna verunnar Stanleycaris hirpex. Uppgötvunin hefur fengið vísindamenn til að endurhugsa þróun skordýra og köngulóa.

BIRT: 02/04/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Með tvö augu sem standa út frá hvorri hlið höfuðsins, þriðja augað staðsett í miðjunni, tvo griparma eða klær sem líkjast skögultönnum sem koma út frá munninum og fjölda af uggalíkum vængjum niður hliðina, lítur forsöguveran Stanleycaris hirpex út eins og vera frá annarri plánetu.

 

Hið mjög svo  sérstaka sjávardýr var uppi fyrir rúmlega 506 milljónum ára í hafinu í kringum það sem nú er Kanada.

Með löngum griparma-líkum tönnum sínum hefur smærri bráð ekki verið örugg í myrkri hafsins.

Stanleycaris er úr hópi útdauðra dýra sem kallast radiodonta og lifði á Kambríutímabilinu sem lauk fyrir 485 milljónum ára.

 

Liðdýr eins og köngulær, krabbar og skordýr eru nánustu núlifandi ættingjar þessara fornu skepna.

 

Þrátt fyrir að Stanleycaris, með alla sína tuttugu sentímetra, hafi verið meðal minnstu radiodonta, hefur það verið ógnvekjandi rándýr.

 

Háþróuð skyn- og taugakerfi Stanleycaris gerðu þeim kleift að velja litla bráð í myrkri.

Tölvugerð mynd af Stanleycaris hirpex. Efra dýrið er gert gegnsætt til að sýna innri líffæri eins og heila og taugakerfi. Taugakerfið er ljós-drapplitað en meltingarkerfið er dökkrautt. Fyrir neðan er dýrið eins og það leit út.

Steingervingar sýna heila og taugakerfi

Árið 2022 fundu fornleifafræðingar 268 Stanleycaris steingervinga, þar af 84 í svo góðu ástandi að heili og taugakerfi sáust.

 

Vísindamenn frá Royal Ontario Museum í Kanada hafa nýlega birt rannsóknir sínar á þessum steingervingum í tímaritinu Current Biology.

 

„Við getum meira að segja séð fín smáatriði eins og sjónstöðvarnar sem þjóna stórum augum og ummerki um taugar sem leiða inn í útlimi [ritstj. munnklærnar]. Smáatriðin eru svo skýr að það er eins og við séum að skoða dýr sem lést í gær,“ útskýrir rannsakandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar Joseph Moysiuk.

 

Eitt af því sem hefur vakið athygli rannsakenda er að heili Stanleycaris samanstendur af tveimur þáttum. Annar er tengdur við augun en hinn er tengdur við klærnar nálægt munninum.

 

Það er eðlilegt að nútíma liðdýr séu með heila sem skiptist í þrjú svæði. Líffræðingar hafa lengi velt því fyrir sér hvenær og hvernig þessi þróun átti sér stað.

Tveir af þeim 84 vel varðveittu steingervingum Stanleycaris hirpex. Dökku svæðin gefa til kynna bæði augu og heila. Nánari athugun sýnir einnig greinileg ummerki um taugakerfi dýrsins.

Rannsóknir á Stanleycaris benda til þess að liðdýr hafi verið með tvískipta heilabyggingu fyrir 250 milljónum ára sem síðan þróaðist með þriðja hlutanum þegar radiodontar fóru að deyja út.

 

„Við getum ályktað að tvíþætt höfuð og heili eigi djúpar rætur í liðdýrahópnum og að þróun hans hafi líklega verið á undan þríþættum heila sem einkennir alla lifandi meðlimi þessa fjölbreytta dýrahóps,“ segir Moysiuk.

 

Þriggja augna undrið

Annað sem rannsakendur fundu á hinum fjölmörgu vel varðveittu steingervingum var þriðja auga Stanleycaris sem getur einnig útskýrt þróun fjöleygðra ættingja þeirra eins og köngulær okkar tíma.

 

„Tilvist gríðarstórs þriðja auga í Stanleycaris var óvænt,“ segir prófessor og meðhöfundur á blaðinu, Jean-Bernard Caron frá Royal Ontario Museum.

 

„Það sýnir að þessi dýr litu jafnvel enn furðulegar út en við héldum en það sýnir okkur líka að elstu liðdýrin höfðu þegar þróað fjölda flókinna sjónkerfa, eins og margir nútíma ættingjar þeirra,“ sagði Dr. Jean-Bernard Caron.

 

Steingervingarnir hafa fundist í svokölluðum Burgess-leir í Kanada sem í mörg ár hefur vakið mikinn áhuga vísindamanna um allan heim vegna mikils fjölda steingervinga frá Kambríutímanum.

Þriðja auga Stanleycaris hirpex sem er staðsett rétt á milli augnanna tveggja á hliðinni, kom vísindamönnum mjög á óvart. Þessi uppgötvun gæti útskýrt þróun augna í nútíma liðdýrum eins og köngulóm.

BIRT: 02/04/2023

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Sabrina Cappelli/Royal Ontario

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is