Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Mér er sagt að nítroglyserín sé notað í dýnamít. En hvaða efni er hættast við að springa og af hverju stafar sprengingin?

BIRT: 20/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Klórþríflúoríð

Springur við snertingu við nánast allt.

Efnið klórþríflúoríð er gríðarlega virkt gagnvart öðrum efnum og getur kveikt í nánast hverju sem er. Það gildir líka um efni sem annars brenna ekki, t.d. asbest. Efnið er táknað með ClF3 og hefur verið notað í sprengjur, sem eldsneyti í eldflaugum og í eldvörpur.

2. Niturþríjoðíð

Springur við snertingu

Niturþríjoðíð, táknað með formúlunni NI3, er mjög viðkvæmt fyrir snertingu. Efnið springur í lítið ský við minnstu snertingu, t.d. með fjöður. Geislun getur líka sprengt efnið en það hefur ekki verið notað.

3. Sesíum

Springur við snertingu við vatn

Frumefnið Sesíum, Cs, springur af sjálfu sér í lofti og ef það kemst í snertingu við vatn myndar það sprengimagn af vetni. Efnið er m.a. notað í sólþiljur og atómklukkur. Það hefur líka verið notað í jónahreyfla fyrir geimför.

4. Nítróglyserín

Springur við hristing

Efnið nítróglyserín, C3H5N3O9, springur af völdum þeirra þrýstibylgna sem myndast ef það hristist. Efnið er best þekkt sem uppistaðan í dýnamíti en það er líka notað í smáum skömmtum sem hjartalyf.

5. TATP

Springur við hita eða högg

Sprengiefnið TATP, C9H18O6, springur við hita, núning eða högg. Það er notað í sprengjur og m.a. hafa sjálfsmorðssprengjumenn notað það, svo sem í London 2005 og Sri Lanka 2019.

BIRT: 20/09/2022

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is