Tunglið myndaðist áður en jörðin þéttist

Máninn tók á sig form meðan jörðin var enn ský úr fljótandi og gaskenndri klöpp. Þetta er nýjast kenningin um tilurð næsta nágranna okkar í geimnum.

BIRT: 03/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Fyrir 4,5 milljörðum ára rakst pláneta á stærð við Mars á hina ungu Jörð. Þessi harði árekstur þeytti miklu magni efnis út á hringlaga braut umhverfis jörðina. Þetta efni rann svo saman og myndaði tunglið.

 

Þetta hefur verið hin viðtekna kenning um tilurð tunglsins. En málið er ekki svo einfalt, segja nú vísindamenn m.a. hjá Harvardháskóla í BNA.

 

Þeir hafa sett fram athyglisverða kenningu, sem segir að við áreksturinn hafi hnötturinn ummyndast í gríðarstóran kleinuhring úr fljótandi og gaskenndum bergefnum.

 

Fljótandi efni varð að tunglinu

Fyrst eftir áreksturinn ríkti gríðarmikill þrýstingur og 3-4.000 stiga hiti í þessu hringskýi. Á einum stað í skýinu tók hið fljótandi efni að draga sig saman í kúlu sem síðar varð að tunglinu.

 

Á fáeinum árum kólnaði skýið og dróst saman þannig að tunglið lenti á braut utan skýsins, sem svo þéttist enn meira og endurmyndaði jörðina.

Vísindamennirnir segja einkum tvennt styðja þessa hugmynd. Þetta getur skýrt hvers vegna minna er af þeim frumefnum í tunglinu, sem auðveldlega geta tekið á sig gasform.

 

Ástæðan er þá sú að hitastig í skýinu var of hátt til að gasefnin næðu að þéttast fyrr en eftir að máninn hafði myndast.

 

Í öðru lagi geta kleinuhringsský myndast við ýmiskonar árekstra milli himinhnatta og það styður við þessa kenningu.

 

Eldri kenningin gerir ráð fyrir árekstri af alveg sérstakri gerð milli jarðar og hnattar af tiltekinni stærð til að geta skapað það tungl sem við sjáum nú á himni.

 

Tunglið myndaðist í kleinuhringskýi

Þegar framandi hnöttur skall á jörðinni, leysti hann plánetuna upp og hún varð að glóandi heitu skýi, með svipaða lögun og kleinuhringur. Tunglið myndaðist í skýinu.

1
Smáhnöttur myndast
 Eftir áreksturinn verður jörðin að heitu skýi á snúningi. Klapparefni taka að draga sig saman í jaðrinum.
2
Tunglið tekur hægt á sig mynd
Skýið kólnar og dregst saman. Efni þéttist bæði í miðjunni og úti í jaðrinum formast kjarni tunglsins.
3
Tungli skilur sig úr skýinu
Hið hringlaga ský dregur sig saman en tunglið heldur stöðu sinni og lendir þannig utan við skýið.
4
Hnötturinn endurmyndast
Eftir nokkur hundruð ár er skýið horfið og allt efnið hefur á ný safnast saman í plánetuna Jörð, sem nú hefur eignast tungl.

BIRT: 03/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Sarah Stewart/UC Davis based on NASA rendering

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is