Lifandi Saga

Harry Houdini: „Kvíðinn hefti mig mjög mikið framan af“

Þann 5. ágúst árið 1926 varði Harry Houdini hálfum öðrum klukkutíma ofan í járnkistu sem sökkt hafði verið niður í sundlaugina við Shelton hótelið í New York. Afrek þetta vakti undrun allra en tilraunin var hins vegar nálægt því að misheppnast eða svo sagði Houdini lækni einum sem varð vitni að atburðinum.

BIRT: 04/12/2022

Harry Houdini

Var uppi: 1874-1926.

Þjóðerni: Ungversk-bandarískur.

Atvinna: Undankomusérfræðingur, leikari og sjónhverfingamaður.

Hjúskaparstaða: Kvæntur Wilhelmínu Beatrice Rahner sem einnig var aðstoðarkona hans.

Þekktur fyrir: Houdini sem hét í raun Erik Weisz, heillaði Bandaríkjamenn í rösklega 30 ár með þeim eiginleika sínum að geta losnað úr alls kyns prísund sem hann hafði verið lokaður inni í. Þessi hugrakki undankomukóngur lét m.a. grafa sig lifandi 1,8 metra undir yfirborði jarðar og stökk ofan af brúm, fjötraður og handjárnaður.

 

New York, BNA, 5. ágúst 1926

 

Til dr. W.J. McConnell*

 

Ég vil skrifa þetta bréf núna, á meðan ég enn man eftir því sem á daga mína hefur drifið og atburðirnir eru mér í fersku minni.

 

Klukkan er 17.10. Ég er búinn að sofa í hálftíma og mér líður allvel.

 

Áður en sú tilraun hófst sem þú rétt í þessu varðst vitni að, gerði ég tvær tilraunir. Ég get upplýst þig um að kistan sem þú sást var framleidd hjá Boyertown kistufyrirtækinu.

 

Hún er gerð úr galvaníseruðu járni og getur rúmað hálfan rúmmetra af lofti.

 

* McConnell gerði sjálfur tilraunir með aðferðir sem gagnast gætu námuverkamönnum sem urðu fyrir því að námur hrundu. Hann fylgdist fyrir vikið grannt með tilraunum Houdinis.

 

Í fyrstu tilrauninni var kistunni ekki sökkt í vatn. Ég dvaldi í kistunni í eina klukkustund og mér leið ágætlega.

 

Í annarri tilrauninni var mér komið fyrir í sérsmíðaðri kistu sem var algerlega loftþétt. Ég dvaldi í kistunni í klukkustund og 13 mínútur. Mér leið líka ágætlega í það skipti, þó svo að mér væri eilítið kalt.

 

Í þriðju tilrauninni, þ.e. þeirri sem þú varðst vitni að, hef ég ástæðu til að ætla að loftið í rýminu hafi verið súrefnissnautt, því það var orðið heitt í kistunni áður en kringlóttu plöturnar tvær sem læsa kistunni, voru skrúfaðar á.

 

Mér leið alls ekki vel.

 

Í byrjun var ég heftur af óttanum um að nú myndi verða slys. En eins og þú veist er ég með margra ára þjálfun að baki.

 

Ég hef látið henda mér út í á í lokuðum kassa og hef látið loka mig inni í mjólkurbrúsum í tvær og þrjár mínútur. Allt þetta er til marks um að ég sé í góðri þjálfun og búi enn yfir ríflegu lungnarúmmáli.

 

„Ég var kvíðinn en það stafaði þó aðeins af spenningi, ekki ótta“.

Harry Houdini, 5. ágúst 1926

 

Meðan á tilrauninni stóð byrjaði ég að draga andann djúpt eftir á að giska 50 mínútur og ég efaðist um stund um að ég myndi þrauka að vera lokaður inni í heila klukkustund.

 

Þegar það svo tókst, mat ég sem svo að ég gæti enst í 10 mínútur að auki.

 

Á þessu stigi byrjaði ég að grípa andann á lofti. Mig minnti úr fyrri tilraunum að loftið væri kaldara þeim megin sem fætur mínir voru og þess vegna lét ég mig renna aðeins niður eftir kistunni.

 

Ég hafði jafnframt beðið aðstoðarmenn mína um að hrista kistuna öðru hvoru, því ég þóttist geta skilið af tilraunum þínum að það gæti komið loftinu á hreyfingu.

 

Á meðan þeir hristu kistuna vildi ekki betur til en að henni skaut upp á yfirborðið af svo miklu afli að ég óttaðist að hún gæti sprungið og færi að leka með þeim afleiðingum að vatnið myndi fossa inn og ég sjálfur drukkna.

 

Hefði farið svo illa hefði ég verið dauðans matur, því eins og þú veist tók það aðstoðarmenn mína nokkrar mínútur að losa mig úr þessum hættulegu aðstæðum.

 

Aðstoðarmaður minn hringdi og tjáði mér að ég hefði nú dvalið ofan í vatninu í eina klukkustund og 12 mínútur.

 

Ég veitti því hins vegar athygli að brjóstkassinn lyftist og seig líkt og hann átti að gera og ákvað að þrauka í 15 mínútur að auki.

 

Þegar þarna var komið sögu fann ég fyrir vatni undir herðunum á mér. Ég þreifaði í kringum mig og komst að raun um að vasaklúturinn sem ég hafði haft með mér ofan í kistuna var orðinn blautur.

 

Ég hélt blautum vasaklútnum upp að munninum á mér í von um að þannig fengi ég meira loft. Ímyndunin hefur örugglega haft viss áhrif en að öðru leyti hreif þetta ráð ekki.

 

Ég hélt engu að síður áfram að þrýsta blautum vasaklútnum upp að vörum mínum alveg þar til aðstoðarmenn mínir að lokum hleyptu mér út úr kistunni.

 

Harry Houdini í New York hinn 7. júlí 1912. Í þessu glæfrabragði lét Houdini handjárna sig og loka í kassa sem negldur var aftur og dýft niður í höfnina í New York.

 

Ég fór að sjá gula birtu þegar liðin var ein klukkustund og 28 mínútur. Ég gætti þess að halda augunum galopnum af ótta við að sofna.

 

Ég lá á bakinu til að verjast því að láta þungann hvíla á lungunum. Vinstri handleggur lá ofan á brjóstkassanum og vinstri rasskinn þrýstist upp að hlið kistunnar.

 

Með þessu móti gat ég haldið símtólinu upp við eyrað á mér án þess að nota hendurnar. Ég bað aðstoðarmann minn um að taka mig upp fljótlega.

 

Eftir alls eina klukkustund og 31 mínútu leið mér allt í einu eins og að þrýstingurinn af völdum vatnsins hefði minnkað. Lungu mín héldu áfram að hreyfast líkt og harmónikkur en ég var alveg slakur.

 

Þegar fyrri platan hafði verið fjarlægð gerði loftstreymið það einfaldlega að verkum að ég lyftist upp frá botni kistunnar.

 

Ég er ekki í neinum vafa um að ef tilraunin hefði farið fram á stað þar sem hægt hefði verið að fylla galvaníseruðu járnkistuna af fersku lofti, þá hefði ég getað dvalið í henni í 15 til 20 mínútur til viðbótar.

 

Mig langar að segja þér að ég er búinn að æfa mig í þrjár vikur og að lungu mín eru í einkar góðu formi.

 

Ég hreinsaði mig út með stólpípu daginn fyrir þessa tilraun og sjálfan daginn sem hún fór fram borðaði ég mjög létta fæðu.

 

Um klukkan 10.25 fékk ég mér svolítið ávaxtasalat og drakk hálfan bolla af kaffi. Ég var taugaóstyrkur en það stafaði einungis af spenningi því ég var alls ekki hræddur.

 

Á þeim þremur vikum sem þjálfun mín stóð yfir léttist ég um fimm kíló. Ég veg sem stendur 71 kg. Ef þig fýsir að fá frekari upplýsingar, bið ég þig um að láta mig vita.

 

Ég ráðgeri að láta útbúa fyrir mig kistu með glerloki og læt þig vita þegar hún verður tilbúin.

 

Ég veit að þú vinnur afar mikilvægt starf og þar sem líkami minn og heili eru einmitt þjálfaðir með þetta sama fyrir augum, vil ég mjög gjarnan aðstoða þig.

 

Þér er óhætt að spyrja mig um hvað sem er og ég mun svara eftir bestu getu.

 

Með kærri kveðju og bestu óskum,

Harry Houdini

 

Eftirmáli

 

Sýning Houdinis í New York var ein af síðustu sýningum hans. Hinn 31. október lést undankomukonungurinn af völdum sprungins botnlanga eftir sýningu í Detroit. Hann var fluttur heim til New York í bronskistu sem notuð hafði verið í einni af undankomusýningum hans.

 

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Vintage_Space/Imageselect,© Everett Collection/Shutterstock

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Vinsælast

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Ég tók verulega á því í ræktinni í fyrradag og núna tveimur dögum síðar eru vöðvarnir stífir og aumir. Hvers vegna finn ég meira fyrir vöðvunum í dag en strax eftir æfinguna?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is