Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Vísindamenn frá Johns Hopkins háskólanum hafa rannsakað hvort þú ættir að halla þér afturábak, til vinstri eða hægri til að fá sem mest út úr lyfinu.

BIRT: 19/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

10, 23 eða 100 mínútur.

 

Í nýrri rannsókn við John Hopkins-háskóla var leitað svara við því hvaða áhrif líkamsstellingin hefði á hraðvirkni lyfja í pilluformi.

 

Við rannsóknina var notaður sýndarmagi sem kallast StomachSim og líkir eftir lögun og byggingu magans.

 

Líkamsstaða skiptir miklu máli

Í ljós kom að þær pillur sem reyndar voru leystust að meðaltali upp á 10 mínútum ef efri hluta líkamans var hallað um 45 gráður til hægri (eða ef legið var á hægri hliðinni).

 

Samkvæmt niðurstöðunum skipti hins vegar ekki máli hvort líkaminn var í uppréttri stöðu eða hallaði um 45 gráður aftur á bak. Í báðum tilvikum leystist pillan upp á 23 mínútum að meðaltali.

 

En ef líkaminn hallaði 45 gráður til vinstri (eða lá á vinstri hlið) þurfti að bíða í 100 mínútur eftir því að pillan leystist upp, samkvæmt þessari rannsókn.

 

Maginn er með j-lögun

Það kann að koma á óvart að líkamsstaðan skipti svona miklu máli þegar maður rennir niður einni pillu en skýringuna er að finna í lögun og virkni magans.

 

Magasekkurinn er nefnilega ekki alveg kúlulaga heldur mætti líkja löguninni við bókstafinn j (séð framan frá), þannig að hann sveigist til hægri neðst.

Myndin sýnir hvernig maginn sveigist til hægri þar sem hann mætir mótum magans sem liggur til skeifugarnarinnar.

Pillur ná hraðastri verkun ef þær leysast upp sem næst mótum magans og skeifugarnarinnar sem tekur við uppleystu innihaldi magans og liggur hægra megin út frá botni hans.

 

Skeifugörnin ber næringu og önnur efni áfram til smáþarmanna og efnin berast þaðan út í blóðið.

 

Pillur brotna hraðast niður hægra megin á botni magans, í grennd við skeifugarnaropið og þegar pillan leysist upp þar nær virka efnið hraðast út í blóðið.

BIRT: 19/02/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL BJERG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is