Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Við notum lausasölulyf í miklu magni – en virka þau? Margar umfangsmiklar rannsóknir sýna að slík lyf virka einungis litlu betur en lyfleysur – eða að sannanir eru of veigalitlar til að skýra meinta virkni þeirra.

BIRT: 13/02/2024

Í hvert sinn sem þú úðar zymelini upp í nefið eða tekur Strepsils við hálsbólgu þá ert þú svo sannarlega ekki einn um það. 

 

Ásamt Panodil gegn verkjum eru þessi lausasölulyf meðal þeirra mest seldu á heimsvísu og jafnan hægt að fá þau í apóteki eða í kjörbúðum víðsvegar í Evrópu. 

 

En samkvæmt mörgum rannsóknum eru vísindin að baki þessu vinsælu lyfjum alls ekki traust. 

LESTU EINNIG

Nýlega sýndi umfangsmikil skýrsla frá 2021 að virka efnið í Panodil hafi einungis vel skrásett áhrif gegn fjórum af 44 mismunandi gerðum verkja sem það var prófað gegn. 

 

Og í vel skrásettum tilvikum virkar efnið oft einungis litlu betur en lyfleysa. 

 

Rannsóknir þessar afhjúpa þannig mikinn skort á þekkingu okkar um sum af heimsins úbreiddustu lyfjum.

 

Lausasölulyf rokseljast

Um 9% af seldum lyfjum í heiminum eru lausasölulyf. 30% þeirra eru gegn kvefi og hósta, meðan 22% við verkjum. 

 

Sum lausasölulyf er einungis hægt að fá í apóteki en önnur eru auðveldlega aðgengileg og fást t.d. í kjörbúðum. 

 

Á meðal vinsælustu lyfja sem kaupa má í lausasölu eru nefúðarnir Zymelin og Otrivin. Þau eru notuð gegn kvefi og eiga að auka loftflæði í nefi. 

 

Nefið stíflast þegar að háræðar í slímhimnu þess þenjast út til þess að geta greiðlega flutt hvít blóðkorn ónæmiskerfisins sem berjast við sýkinguna. Þessar tvær gerðir nefúða innihalda báðar xylometazolin en það er lítil sameind sem líkist hinu náttúrulega stresshormóni adrenalíni. 

Nefúði gabbar nefið 

Zymelin og önnur lausasölulyf sem innihalda efnið xylometazolin er ætlað að losa stíflur í nefi með því að láta háræðar slímhimnunnar dragast saman. 

1.Adrenalín veitir lofti í nefið

Ofan á litlum háræðum í slímhimnu nefsins sitja svonefndir alfa-viðtakar. Yfirleitt tengist hormónið við adrenalín (grænt) viðtakann en það verður til að háræðar dragast saman og skapa þannig aukið rými fyrir loft.

2. Sjúkdómar valda bólgum í háræðum

Þegar við fáum kvef eða sýkingu í öndunarveginn fellur magn adrenalíns. Þar með geta háræðarnar þanist út (rautt) og flutt ónæmisfrumur til slímhimnunnar til að berjast við sýkinguna. Slímhimnan bólgnar þannig upp.

3. Zymelin gabbar háræðarnar

Virka efnið í zymelin, xylometazolin (gult), líkist adrenalíni og binst við alfa-viðtakana. Það fær háræðarnar og þar með slímhimnu nefsins til að dragast saman þannig að loftflæði verður betra.

Þegar nefúða er sprautað upp í nefið tengist xylometazolin við yfirborð háræða í slímhimnunni. Fyrir vikið dragast þær saman þannig að loftið fer auðveldar í gegn. 

 

Fræðilega séð er ágæt hugmynd að nota Zymelin eða Otrivin þegar nefið er stíflað en í raun byggja áhrif slíkrar meðferðar ekki á sérlega traustum vísindagrunni.

 

Nefúða skortir sannanir

Hópur ástralska fræðimanna, með lækninn Mike van Driel í fararbroddi rannsakaði árið 2016 virkni xylometazolin og líkra efna á stífluð nef. 

 

Rannsóknin var svonefnd Cochrane review, þ.e.a.s. kerfisbundið var farið í gegnum allar tengdar rannsóknir á því sviði og vísindamenn fundu alls 15 tilraunir sem höfðu prófað virkni lyfjanna á manneskjum. 

 

Þrátt fyrir að xylometazolin hafi í sumum tilvikum reynst virka betur en lyfleysa komust van Driel og kollegar hennar að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin væru samt alltof veigalítil til að hægt væri að skera úr um raunveruleg áhrif lyfjanna. 

Góð reynsla af lyfi þýðir ekki endilega að það virki.

Niðurstaða van Driels kann að virðast undarleg því fjölmargir hafa reynt að vörur eins og Zymelin og Otrivin virka. En sú reynsla er þó ekki til marks um að vörurnar séu endilega betri en lyfleysa. 

 

Í fyrsta lagi er mögulegt að lyfleysumeðferðin sem í mörgum tilvikum samanstóð af saltvatnsúða, geti sjálf með virkum hætti fjarlægt slím úr nefinu. Ef Zymelin reynist bara álíka virkt og lyfleysan felur það ekki endilega í sér að meðferðin sé gagnslaus. 

 

Í öðru lagi getur magn slíms í nefinu breyst náttúrulega yfir daginn. Sumar rannsóknir benda t.d. á að nefið sé jafnan stíflaðra á morgnanna en síðar – alveg af sjálfu sér – dregur úr stíflunni. Noti maður þannig nefúða að morgni dags og finnur fyrir nokkrum bata getur maður alls ekki verið viss um að það sé nefúðanum sjálfum að þakka. 

 

Maður linar sjálfur sína verki

Persónuleg reynsla og óháð vísindaleg skrásetning á áhrifum fara heldur ekki alltaf saman þegar kemur að hinu vinsæla verkjastillandi lyfi paracetamol sem er m.a. að finna í vörum eins og Panodil, Pamol og Pinex. 

 

Efni þetta er ákaflega vinsælt þar sem það hefur fáar aukaverkanir þegar það er notað í ráðlögðum skömmtum. En virknin er kannski jafn takmörkuð eins og aukaverkanir. Það var a.m.k. niðurstaðan í einni umfangsmikilli rannsókn frá árinu 2021. 

Paracetamol hefur samkvæmt rannsóknum engin vel skrásett áhrif á magaverki, mígreni eða verki í hálsi. 

Hópur ástralska vísindamanna undir forystu Christinu Adel Shahid grandskoðaði 36 rannsóknir, þar sem aðrir vísindamenn höfðu metið virkni paracetamols gegn 44 mismunandi gerðum verkja. 

 

Niðurstaða þeirra var sú að paracetamol var einungis virkt í fjórum gerðum af verkjum: Slitgigt, verkjum eftir aðgerð á höfuðkúpu, verkjum eftir fæðingu og venjulegum höfuðverk – en ekki mígreni. 

 

Auk þess fundu þau góðar sannanir fyrir því að paracetamol er ekkert betra en lyfleysa gegn bráðum verkjum í mjóbaki – sem er áhugaverð niðurstaða því paracetamol er einmitt mest notaða lyfið gegn nákvæmlega þeim kvilla. 

 

Fyrir aðrar gerðir verkja voru sönnunargögnin of veigalítil til að hægt væri að draga öruggar ályktanir af þeim. 

Vel skrásett áhrif: Verkir eftir fæðingu, skurðaðgerð á höfði, slitgigt í mjöðmum og hnjám og höfuðverkur. 

Engin skrásett áhrif: Miklir bakverkir, tannpína, sýking í eyrum og verkir eftir aðgerð.

Paracetamol dregur aðeins lítillega úr verkjum. 

Rannsóknir sýna að panódíl eða önnur verkjastillandi lyf með virka efninu paracetamol, virka örugglega aðeins gegn fjórum af 44 mismunandi gerðum verkja. Fyrir afganginn eru ýmist engin áhrif eða skortur á áreiðanlegum sönnunum. 

Í þeim gerðum verkja þar sem paracetamol virkar sýnir rannsóknin auk þess að áhrifin eru tiltölulega lítil. Í tilraunum þar sem slitgigt kom við sögu voru verkirnir metnir frá skala frá einum og upp í 100 en þar náði lyfið einungis þremur stigum meira en lyfleysa. 

 

Þegar lyf eins og Panodil virðast engu að síður virka vel á suma verki þá stafar það líklega í miklum mæli af lyfleysuáhrifum.

 

Verkirnir eru huglægir og væntingar okkar til meðferðarinnar geta í miklum mæli virkað á það hvernig við upplifum sjálfa verkina. Hvað varðaði slitgigtina fundu þátttakendur verkjastillingu upp á 26 stig með paracetamol meðan að persónur í lyfleysuhópnum upplifðu nánast hið sama: 23 stiga linun.

 

Ástralska rannsóknin bendir til þess að sú gagnlega virkni sem margir upplifa með paracetamol stafi einkum af miklum væntingum manna til lyfsins. 

 

Aukaverkanir skortir einnig sannanir

Áhrifin af mest seldum lausasölulyfjum er þannig samkvæmt mörgum umfangsmiklum rannsóknum yfirleitt lítil eða þá að þar skorti nægjanlegar sannanir.

 

Þetta á við, eins og áður var nefnt, um xylometazolin gegn stífluðu nefi og paracetamol gegn verkjum en einnig á þetta við um efnin AMC og DCBA sem er að finna í t.d. Strepsils og er notað gegn hálsbólgu. Í svokallaðri metagreiningu – þ.e.a.s. greiningu þar sem safnað er saman niðurstöðum úr mörgum rannsóknum – sýnir t.d. að AMC og DCBA virka einungis litlu betur en lyfleysa. 

 

Undantekningar frá þessari reglu virðast þó vera ýmis níkótínlyf, níkótínplástrar og tyggigúmmí en þau veita að jafnaði stórreykingafólki um 10% möguleika á því að hætta að reykja en eru samt helmingi betri en lyfleysa. 

LESTU EINNIG

Næsta skref er samkvæmt vísindamönnum að prófa lyf eins og paracetamol og xylometazolin í stórum vísindalegum tilraunum – ekki síst til þess að öðlast meiri þekkingu um aukaverkanir efnanna. 

 

Margar rannsóknir benda til þess að aukaverkanirnar séu yfirleitt litlar en það stafar af hluta til af því að ekki er í öllum tilvikum búið að rannsaka þær gaumgæfilega. 

 

Áhrif xylometazolins á aukaverkanir hafa t.d. ekki verið prófuð á börnum og fyrir vikið er ekki mælt með því að börn noti þessi lyf. Aukaverkanir við notkun til lengri tíma á paracetamol eru heldur ekki þekktar. 

 

Ef þú ert fullorðinn og notar lausasölulyf gegn ýmsum kvillum getur þú samt haldið áfram að taka þau. Þú skalt bara hafa það í huga að samkvæmt vísindamönnum eru það oft lyfleysuáhrifin – þ.e.a.s. þinn eigin heili sem sér að mestu leyti um að lina þrautir þínar. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN, CHRISTIAN AMMITZBØLL JUUL

© Shutterstock/Ken Ikeda Madsen. © Shutterstock. © Ken Ikeda Madsen

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Fimmta frumbragðtegundin, úmamí, er nýjasta, en ekki endilega sú síðasta, bragðtegundin á lista yfir frumbragðtegundir. Lesið greinina og öðlist nýja vitneskju um frumbragðtegundirnar fimm og bragðskyn okkar.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is