Venus sést vel í gegnum venjulegan kíki

Ágúst 2022: Nágrannapláneta okkar, Venus, sést nokkuð vel í ágúst. Hún sést með berum augum og í gegnum venjulegan handkíki verður hún töluvert stærri, þótt landslag sjáist ekki nema á röntgenmynd vegna þykkrar skýjahulu sem umlykur plánetuna. Hér er dálítið um Venus.

BIRT: 03/08/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

UM VENUS

Venus skín skært, fyrst og fremst vegna þess að hún er mjög nálægt jörðu en auk þess endurvarpar skýjahulan ljósi líkt og spegill.

 

Með berum augum sést Venus sem mjög skær stjarna en sé kíkir notaður kemur í ljós að sólin lýsir aðeins upp hluta plánetunnar. Þegar dregur nær því að Venus hverfi bak við sólina á hringferð sinni, skín sólin á æ stærri hluta hennar héðan séð. En jafnframt dofnar birtan vegna þess að plánetan fjarlægist okkur.

 

Sjónarhornið skiptir meginmáli varðandi það hversu greinilega Venus sést.

Venus sést best í réttu horni

Séð frá jörðu breytist styrkur ljóssins frá Venusi eftir því sem staða plánetunnar á braut sinni breytir sjónarhorni okkar.

 

1 –  Séð frá jörðu er stærsti hluti Venusar upplýstur þegar hún er lengst í burtu. Aftur á móti virðist plánetan þá minni vegna fjarlægðarinnar.

 

2 – Þegar Venus kemur nær jörðu á braut sinni virðist hún stærri en á móti kemur að meirihluti hennar lendir þá í skugga.

 

3 – Þegar Venus stendur þannig að hún myndar 90 gráðu horn milli jarðar og sólar er plánetan skærust séð frá jörðu.

Öfugt við t.d. Mars og Júpíter sést Venus aldrei heila nótt í einu.

 

Þetta þýðir að plánetan er yfirleitt lágt yfir sjóndeildarhring annað hvort eftir sólsetur eða fyrir sólarupprás.

LEIÐARVÍSIR:

1 – HVAR OG HVENÆR

Í ágúst sést Venus frá Íslandi í nokkurn tíma fyrir sólarupprás, þangað til hún hverfur í sólarbirtunni. Plánetuna er að finna lágt yfir sjóndeildarhring nálægt norðaustri. Eins og almennt gildir um stjörnuskoðun þarf maður helst að koma sér út fyrir ljósmengun frá þéttbýli.

 

2 – SÝNILEIKI

Venus sést greinilega með berum augum. Hæst rís hún um 15. ágúst. Hún kemur þá upp um þrjúleytið um nóttina og nær hæst 5° upp á himininn samkvæmt almanaki Háskóla Íslands. Í lok júlí og um miðjan september nær hún upp í 3°.

 

Nálæg fjöll geta eðlilega skyggt á hana og því ekki sama hvar maður er staddur. Venus fer reyndar miklu hærra upp á himinhvolfið yfir hádaginn en erfitt er að koma auga á hana, enda alltaf nálægt sólinni.

Myndin hér að ofan miðast við suðlægari breiddargráðu og Venus stendur lægra á himni héðan séð. Með venjulegum kíki má sjá að sólarljós fellur á góðan meirihluta plánetuskífunnar.

 

Séð frá jörðu er Venus björtust af plánetum sólkerfisins og reyndar skærasta stjarna himinsins – þegar hún sést.

Meira um Venus:

  • Venus kallast ýmist morgunstjarna eða kvöldstjarna. Ástæðan er sú að Venus er nær sólu en jörðin og er því alltaf tiltölulega nálægt henni á himni.

 

  • Sólarhringur á Venusi tekur 243 jarðarsólarhringa en árið tekur aðeins 225 jarðardaga. Dagurinn er lengri en árið vegna þess að Venus snýst hraðar um sólina en sjálfa sig.

 

  • Á Venusi kemur sólin upp í vestri vegna þess að Venus snýst réttsælis um sjálfa sig. Flestar plánetur snúast rangsælis en Úranus hefur þó sína eigin aðferð.

 

  • Þegar Venus sést best frá jörðu er fjarlægðin milli plánetnanna um 102 milljónir kílómetra. Braut Venusar er í u.þ.b. 108 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni.

BIRT: 03/08/2022

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Ken Ikeda Madsen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is