Vísindin útskýra: Þess vegna geispum við

Tilfinningin að þurfa að rífa kjálkana nánast úr lið er bæði ómótstæðileg og óhjákvæmileg. En af hverju fáum við þessa óstjórnlegu löngun til að grípa andann á lofti og soga að okkur miklu lofti?

BIRT: 28/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Af hverju geispum við?

Allir geispa  u.þ.b. 20 sinnum á dag. En afhverju?

 

Vísindalega skýringin að baki þessum löngu djúpu súrefnissogum er langt frá því að vera einhlít. Vísindamenn skilja í raun ekki alveg hvers vegna við geispum.

 

Ein skýringin getur verið sú að við geispum vegna þess að súrefnismagn í lungum okkar er lágt. Geispi er því leið heilans til að fá mikið af nýju, fersku súrefni.

 

En fóstur geispa líka og þetta vekur furðu vísindamanna vegna þess að fóstur anda ekki að sér súrefni með lungunum.

Geispi kælir heilann

Önnur og nýlegri skýring á geispanum er að hann er mikilvægur til að kæla heilann.

 

Geispi eykur hjartslátt, blóðflæði og andlitsvöðva, sem hafa hlutverki að gegna við að kæla þessa líffræðilegu tölvu okkar.

 

Þriðja skýringin á geispanum er ævagömul hefð.

 

Þú finnur ekki til þreytu félaga þíns, heldur opnar munninn vegna þess að þú tekur ómeðvitað þátt í ævagamalli hefð. Hefð sem hefur þróast í hópum fólks til að halda sér vakandi og standa vörð um utanaðkomandi hættu.

Rannsókn: Stærri heili, lengri geispi

Hollenskir ​​vísindamenn fylgdust með 1.291 geispum  55 spendýra og 46 fuglategunda til að reyna að átta sig á ástæðum þessarar skrýtnu þarfar til að opna munninn upp á gátt og svelgja í sig súrefni. Niðurstöðurnar sýndu fylgni milli þess hve langur geispinn var og stærðar heilans sem og fjölda heilafrumna.

 

Samkvæmt vísindamönnunum styður það hugmyndina um að geispinn sé til að kæla heilann. Því stærri sem heilinn er því lengri geispa þarf til að kæla hann niður.

 

Í annari rannsókn frá árinu 2016 var komist að svipaðri niðurstöðu. Þar mældist lengsti geispinn hjá mönnum 6,5 sekúndur en en hjá músum 0,8 sekúndur.

Geispi er smitandi

Við geispum ekki aðeins til að styðja við  heilann. Geispinn er líka eiginleiki sem getur verið smitandi. Ástæðan er að við finnum til samkenndar með öðrum.

Geturðu staðist freistinguna að geispa ef þú horfir á þessa mynd?

En geispinn smitar ekki alla.

 

Önnur rannsókn leiddi í ljós að börn yngri en 5 ára smitast ekki af myndskeiðum með geispandi fólki. Og börn yngri en 6 ára geti staðist það að geispa þegar saga um geispa er lesin upphátt fyrir þau.

BIRT: 28/09/2022

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Unsplash,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is