Maðurinn

12 staðreyndir um snípinn

Snípurinn er miklu meira en lítil tota í grindarholi konunnar. Líffæri þetta er í felum undir húðinni, líkt og ísjaki og það var ekki fyrr en árið 1998 sem vísindamenn áttuðu sig á útliti snípsins til fullnustu.

BIRT: 23/05/2023

Hvað er snípur?

Kynfæri kvenna samanstanda bæði af innri og ytri hlutum.

 

Innri hlutarnir eru leggöng, móðurlíf, eggjastokkar og eggjaleiðarar en þau ytri teljast svo vera innri og ytri skapabarmarnir, leggangaopið og ekki hvað síst snípurinn.

 

Snípinn tengjum við gjarnan við kynferðislega fullnægingu. Líffæri þetta felur í sér mörg þúsund taugaenda og á það til að þrútna út þegar það er örvað.

 

Snípurinn samanstendur af lítilli húfu og snípslegg. Húfan er það sem við getum komið auga á í ytri kynfærunum en hún er á stærð við venjulega baun.

 

Hvar er snípurinn?

Snípshúfan er eins konar hnúður þar sem skapabarmarnir mætast að framanverðu. Fyrir neðan snípinn er svo þvagrásin.

 

Frekari upplýsingar um innri gerð er að finna í öðru atriði listans hér að neðan.

 

1. Snípurinn gegnir fleiri hlutverkum en að veita ánægju

Vísindamenn hafa löngum vitað að örvun snípsins hrindir af stað líffræðilegum breytingum sem geta aukið líkur á getnaði.

 

Ef marka má vísindaskýrslu frá árinu 2019 er um að ræða eftirtaldar breytingar:

 

 • Hækkaður blóðþrýstingur og hærri púls sjá til þess að bæta blóðflæði til legganganna.

 

 • Aukin bleyta í leggöngin gerir það að verkum að samfarir verða sársaukalausar.

 

 • Hærra sýrumagn í leggöngum (blóðgas pO2) sem m.a. leiðir af sér meiri hreyfanleika sæðis.

 

 • Á að einhverju leyti þátt í að gera sýrustigið í leggöngunum hlutlaust.

 

 • Hægir á sæðisflutningi frá leggöngunum.

 

 • Hækkar hitastig legganganna sem veldur meiri örvun hjá karlmanninum.

 

Lengi vel var talið að eina hlutverk snípsins væri að veita kynferðislega nautn en nýlegar rannsóknir sýna að hann á einnig þátt í að getnaður geti átt sér stað.

2. Snípurinn er efsti hluti ísjakans

Sá hluti snípsins sem er sýnilegur er aðeins toppurinn á ísjakanum.

 

Mest allur hluti hans er falinn inni í líkama konunnar og er alls átta cm á lengd. Lengdin samsvarar nokkurn veginn lim án stinningar.

Snípurinn er eins og ísjaki undir húð konunnar.

3. Næmari en kóngur karlmannsins

Snípurinn er með 8.000 taugaenda og er svo næmur að ekkert annað mennskt líffæri kemst með tærnar þar sem hann er með hælana.

 

Til samanburðar má geta þess að kóngurinn á getnaðarlim karls hefur aðeins yfir að ráða 4.000 taugaendum.

8.000 taugaendar tákna að snípurinn er næmasta líffæri mannslíkamans

4. Snípurinn stækkar alla ævi

Líkt og við á um eyru og nef hættir snípurinn aldrei að stækka. Þegar konur komast á breytingaskeið er snípur þeirra um fimmfalt stærri en þegar þær voru unglingar.

 

5. Lífið hefst ekki með sníp

Vísindamenn töldu árum saman að öll fóstur væru kvenkyns í upphafi og að við værum fyrir vikið öll fyrst útbúin sníp óháð því hvers kyns við yrðum.

 

Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að sú er ekki raunin. Líffræðingar hafa sýnt fram á að kyn stúlkufóstra ræðst af próteininu COUP-TFII, líkt og við á um drengjafóstur.

 

Kynin hefja fyrir vikið ekki ævina sem kvenkynsfóstur, heldur grundvallast þau bæði á sömu kynlausu fyrirmyndinni.

Heimild: https://www.nih.gov/news-events/news-releases/female-mouse-embryos-actively-remove-male-reproductive-systems

 

6. Veitir flestar fullnægingar

Greining á alls 33 rannsóknum sem gerðar höfðu verið á undanförnum 85 árum leiddi í ljós að á bilinu 50% til 75% allra kvenna fá einungis fullnægingu eftir að snípurinn hefur verið örvaður.

 

Þetta táknar með öðrum orðum að „hefðbundnar“ samfarir leiða sjaldnast til þess að konur fái fullnægingu.

Á bilinu 50 til 75% allra kvenna fá því aðeins fullnægingu að snípurinn hafi verið örvaður.

7. Samdrættir í snípnum

Meðan á fullnægingu stendur dregst snípurinn saman nokkrum sinnum. Fullnæging í snípnum veldur venjulega á bilinu þremur til sextán samdráttum sem hver stendur yfir í 10 til 30 sekúndur.

Snípurinn getur dregist saman. Ekki óáþekkt skjaldböku sem dregur höfuðið inn í skjöld sinn.

8. Staðsetning skiptir máli fyrir fullnægingu

Rannsóknir hafa leitt í ljós að því nær sem snípurinn er leggangaopinu, þeim mun auðveldar reynist það konum að fá fullnægingu. Margar konur hafa gert tilraunir með að láta færa snípinn nær leggangaopinu með skurðaaðgerð í leit þeirra að fullnægingu en hafa því miður ekki haft erindi sem erfiði.

 

Þekktasta kona sögunnar sem lét gera á sér slíka aðgerð var prinsessan Marie Bonaparte, langafabarn Luciens bróður Napóleóns.

Marie Bonaparte prinsessa lét gera á sér aðgerð í leggöngum sem mistókst.

9. Snípurinn fær stinningu

Snípurinn getur orðið stinnur þegar konur eru örvaðar kynferðislega, ekki síður en reður karlmannsins.

 

Kynfæri kvenna geta þrútnað út líkt og kynfæri karla og stafar stækkunin af auknu blóðflæði í tengslum við kynferðislega örvun.

 

10. Stærsti snípur heims

Öll spendýr eru með sníp en þó er hann stærstur hjá hýenum miðað við eigin líkamsstærð dýranna.

 

Snípur þessara hrææta líkist getnaðarlim. Hann er langur, lafir utan líkamans og getur orðið stinnur.

 

Hýenutíkur eru meira að segja með op á enda snípsins sem þær hafa þvaglát um, fæða afkvæmi sín gegnum og eðla sig með.

11. Við höfum aðeins haft þekkingu á snípnum í 25 ár

Snípurinn hefur lengi verið vísindamönnum ráðgáta.

 

Það var ekki fyrr en árið 1998 sem ástralska þvagfærasérfræðingnum Helen O’Connell tókst að kortleggja líffærafræði snípsins. Þetta tókst henni að gera með aðstoð segulómunar á kynfærum nokkurra kvenna.

 

Allar þær myndir sem birtar hafa verið af sníp eru í raun og veru einföldun því ógerningur er að nota tvívíða mynd til að lýsa öllu líffærinu sem samanstendur af mörgum lögum.

Líffærafræði snípsins sem líkan í þrívídd.

12. Orðið þýðir lykill

Læknisfræðilega heitið „clitoris“ á rætur að rekja til forngrísku. Málvísindafólk telur að orðið sé leitt af orðinu „kleitoris“ sem notað var yfir litla hæð. Önnur skýring er sú að orðið hafi þýtt „lykill“.

 

Tengingin á þá að vera sú að snípurinn sé lykillinn að kynlífi konunnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BABAK ARVANAGHI

© Photo by NOTAVANDAL on Unsplash. © Shutterstock.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

3

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

4

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

5

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

6

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Fimmta frumbragðtegundin, úmamí, er nýjasta, en ekki endilega sú síðasta, bragðtegundin á lista yfir frumbragðtegundir. Lesið greinina og öðlist nýja vitneskju um frumbragðtegundirnar fimm og bragðskyn okkar.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is