13 atriði sem þú vissir ekki um martraðir

Martraðir eru ekki bara ógnvekjandi og hættulegir draumar, heldur leynist í þeim margt fleira – og þær geta reyndar líka verið heilsubætandi.

BIRT: 29/04/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

1. Þær eru sérhannaðar fyrir þig

Martröð sem þú færð á einmitt að vekja þér ótta. Það sem er þér martröð getur þess vegna verið hversdagslegur draumur í augum einhverra annarra. Þetta veldur því líka að manni getur fundist skrýtið að heyra fólk lýsa martröðum sínum.

2. Þú þekkir alla sem koma við sögu

Allir sem koma við sögu eru fólk sem þú hefur séð áður. Þetta getur verið fólk sem þú hefur bara séð á götu eða í sjónvarpi en aldrei alveg bláókunnugt fólk.

 

3. Forðastu áfengi og spennu

Erfiðir draumar standa oft í samhengi við lélegan svefn. Reyndu þess vegna að slaka sem best á og sleppa mikilli drykkju ef þú vilt ekki fá martröð.

 

Slepptu líka snakkinu áður en þú ferð að sofa. Það getur valdið þér martröð, vegna þess að það kemur af stað brennslu sem truflar svefninn.

4. Þegar augnlokin titra

Martröð kemur í REM-svefni – þeim hluta svefnsins, þegar okkur dreymir.

 

Að meðaltali erum við í REM-svefni fjórum til fimm sinnum yfir nóttina.

 

5. Blindir fá líka martraðir

Það er ekki nauðsynlegt að sjá hinar óhugnanlegu persónur í martröðinni.

 

Það er nóg að þekkja fólk á lykt eða heyra hann eða hana tala. Blindir fá líka martraðir en skynja þær með öðrum skilningarvitum en sjóninni.

6. Flótti og fát

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að greina um hvað martraðardraumar snúist helst. En niðurstöðurnar hafa reynst margvíslegar.

 

Sumt hefur þó reynst koma fyrir í flestum rannsóknum: Að vera á flótta, hrapa eða missa einhvern nákominn.

 

Það er líka nokkuð algengt að fólki þyki sem það sé nakið á almannafæri.

7. Draumurinn verður ljóslifandi

Það einkennir martraðir að við vöknum.

 

Og þegar við vöknum í miðjum draumi, munum við hann betur en ella. Þess vegna getur verið erfiðara að gleyma þessum draumum.

 

8. Gera þér gott

Líkamlega má kalla þetta fyrirbrigði hollt.

 

Martröð fær maður í REM-svefni, þegar heilinn stýrir blóðrásinni til útlimanna en í minna mæli til sjálfs sín. Þetta endurnærir því líkamann.

 

Streituhormón, ónæmiskerfið og blóðþrýstingurinn eru meðal þess sem þessi svefn gerir gott. Þér er því óhætt að sofa bara áfram í gegnum martraðirnar. Þær gera þér gott.

9. Hafa orðið innblástur að list

Martraðir hafa veitt mörgum listamönnum innblástur.

 

Þeirra á meðal má nefna að hrollvekjurithöfundurinn Stephen King er undir sterkum áhrifum af sínum eigin ógnvekjandi draumum. Hið sama gilti um Salvador Dali (á myndinni).

10. Geta valdið svefnleysi

Ef þú færð oft miklar martraðir getur það leitt til langvarandi svefntruflana (Nigthmare disorder).

 

Fyrirbrigðið lýsir sér í svefnleysi sem stafar af ótta við að sofna og fá martröð.

 

11. Sumir hrífast með

Það eru ekki aðeins neikvæðar tilfinningar sem tengjast martröðum.

 

Svefnsérfræðingar hafa rekist á fólk sem þykir skítt að vakna upp af martröð. Þetta fólk upplifir martröðina sem spennandi – rétt eins og það væri að leika í hryllingsmynd.

12. Allar þessar tilfinningar

Ótti er ekki sú tilfinning sem mest ber á.

 

Rannsóknir sýna að fólk sem fær martraðir finnur mest fyrir ruglingslegu fáti, sektarkennd og viðbjóði áður en það vaknar upp í svitakófi.

13. Martraðir breyta hegðun

Draumar um t.d. flugvélar að hrapa eða lest sem verður fyrir sprengjuárás, koma fólki iðulega til að breyta ferðaáætlunum eða jafnvel hætta við ferðir.

 

Það sýnir rannsókn hjá Carnegie Mellon-háskóla og Harvardháskóla.

BIRT: 29/04/2023

HÖFUNDUR: BABAK ARVANAGHI

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is