Maðurinn

5 ástæður fyrir því að táningar eru gjörsamlega glataðir

Þegar táningar brjálast yfir einhverjum smámunum eða þegar ekki er hægt að draga þá út úr rúminu á morgnanna, þá er það eiginlega ekki þeim sjálfum að kenna. Margvísleg mikilvæg virkni í heilanum hefur ekki náð fullum þroska og það gerir táningana fúllynda, tillitslausa og kolruglaða.

BIRT: 07/02/2023

1. Morgunsvæfir unglingar þjást af vanstilltri innri klukku

Rannsókn sýnir að innri klukka táninga er stillt um tveimur tímum of seint og því finnst þeim í raun eins og klukkan sé 5 þegar þeir eru vaktir klukkan 7 að morgni.

 

Auk þess er það erfiðara fyrir táninga að sofna á kvöldin heldur en fullorðna, því þeir eru viðkvæmari fyrir ljósi en það dregur úr framleiðslu á svefnhormóninu melatóníni.

 

2. Minnstu verkefni koma táningum í uppnám

Táningar nota allan heilann í að takast á við lítilvæg verkefni meðan heilinn í fullorðnum nýtir mun afmarkaðri svæði. Með auknum aldri verðum við þannig færari um að beita athyglinni með skilvirkari hætti og við lærum að hugsa aðeins um einn hlut í senn.

 

Óróinn í huga táninga felur í sér að þeir eiga erfitt með að einbeita sér, t.d. að námsefninu. Auk þess sýnir rannsókn að einbeitingarhæfnin er minnst hjá þeim sem eru sífellt með farsímann í höndinni eða sofa með hann á náttborðinu.

 

3. Táningar komast í sannkallaða sigurvímu

Margir táningar hafa prófað að skrópa þegar þeir vilja fremur vera með vinum sínum. Skýringin á skrópinu er m.a. sú að heilar þeirra umbuna þeim með langtum áhrifaríkari hætti, heldur en raunin er hjá fullorðnum, eftir að umbunarstöðin hefur verið örvuð.

 

Til dæmis tapa táningar mun meira í peningaspilum heldur en fullorðnir því þeir stefna sífellt að sem stærstum vinningi. Þessi tilhneiging stafar líklega af því að umbunarstöðin í þeim er ofurvirk og því auðveldara að virkja hana þannig að táningurinn kemst í sannkallaða sigurvímu.

 

4. Óþroskaður heili skapar ringulreið

Táningar gleyma samkomulagi og geta verið afar óstundvísir. En ruglingurinn stafar af því að fremsti hluti ennisblaðs táninga er ekki orðinn fullþroskaður.

 

Áætlanagerð stýrist af ennisblaðinu og ein tilraun hefur sýnt að þess eldri sem ungar manneskjur verða, því betur geta þær mótað áform sín. Þroski ennisblaðsins heldur áfram þar til um 25 ára aldri er náð en þá hefur fremsti hluti ennisblaðsins náð fullum þroska.

 

5. Óáreiðanleiki stafar af lélegum tengingum

Þegar táningur brjálast yfir smáatriðum er réttast fyrir fullorðna að slaka dálítið á og telja upp á 10. Unglingarnir eru nefnilega ekki færir um að bregðast eðlilega við áreiti enn sem komið er.

 

Lítið svæði djúpt inni í heilanum sem nefnist mandla, vinnur úr tilfinningum okkar. Mandlan er fullþroskuð þegar frá barnæsku en þarf að tengjast ennisblaðinu sem þroskast síðar. Tengslin milli þessara svæða í heilanum eru ennþá bágborin og því á táningur erfitt með að ráða í tilfinningar sínar og bregðast skynsamlega við þeim.

 

Sama fyrirbæri sést hjá siðblindu fólki. Þeir eru – rétt eins og táningarnir – ófærir um að sjá að sér, hafa slæma samvisku eða sýna meðlíðan.

 

Auk þess eru táningar lítt færir um að ráða í tilfinningar annarra. Áhyggjufullur svipur frá foreldri getur sem dæmi verið túlkaður sem reiði í staðinn fyrir áhyggjur. Afleiðingin af þessu verður sú að táningurinn bregst við áhyggjum fullorðinna með ofsafengnum hætti.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANNE LYKKE

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is