Er vatnsgufa skaðlegri en CO2?

Ég hef lesið að vatnsgufa sé gróðurhúsalofttegund rétt eins og CO2 og valdi því líka hlýnun. En hvor lofttegundin er öflugri og hvor er skaðlegri fyrir loftslagið?

BIRT: 19/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vatnsgufa hefur miklu meiri áhrif á orku í gufuhvolfinu en koltvísýringur. Vatnsgufa veldur um 60% af þeim gróðurhúsaáhrifum sem hækka yfirborðshita jarðar úr talsverðu frosti í um 15°C að meðaltali.

 

Áhrifin á hita á jörðinni yrðu sem sagt miklu meiri ef við fjarlægðum vatnsgufuna en koltvísýringinn.

 

En öfugt við koltvísýring veldur vatnsgufan ekki loftslagsbreytingum. Magn gufu fylgir þess í stað breytingum sem verða af öðrum orsökum. Hitastigi gufuhvolfsins ræður því nefnilega hve mikið magn vatnsgufu það rúmar.

 

Ef við bættum meiri vatnsgufu í gufuhvolfið myndi úrkoma einfaldlega aukast sem því svarar. Ef við minnkuðum vatnsmagn í gufuhvolfinu yrði minni úrkoma fyrst á eftir.

 

Aukinn koltvísýringur hækkar hins vegar hitastigið en minni koltvísýringur lækkar hitann.

Skýin auka hitann

Loftslagsskýrsla S.Þ. 2021 slær því föstu að vatnsgufa í formi skýja muni auka hnattræna hlýnun í framtíðinni.

Háský hita loftið

Í takti við hnattræna hlýnun myndast fleiri háský og þau draga úr hitageislun út í geiminn og auka um leið geislun til baka til jarðar.

Færri ský valda hita

Færri lágský myndast. Því minna sem er um lágský, því stærri hluti geislunar frá sólu nær til jarðar og myndar hita við yfirborð.

Vatnsdropar kæla

Í skýjum verða fleiri vatnsdropar og færri ískristallar en nú. Droparnir endurvarpa geislun út í geiminn, kæla jörðina og vinna því gegn hlýnun.

Koltvísýringur er sem sagt ótvírætt mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Aðrar lofttegundir svo sem metan og hláturgas hafa líka áhrif en vatnsgufan eykur heildaráhrifin.

 

Sú aukning er með í reiknilíkönum sem ætlað er að sýna áhrif hverrar gróðurhúsalofttegundar fyrir sig á loftslagið. Þau áhrif kallast líka GWP (Global Warming Potential).

 

Þegar vísindamenn reikna t.d. gróðurhúsaáhrif koltvísýrings á loftslag framtíðar, taka þeir jafnframt tillit til þess hve mikið þau áhrif auka möguleika loftsins til að bera vatnsgufu.

 

Vatnsgufan er því hluti af öllum loftslagsútreikningum.

BIRT: 19/06/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is